Vikan


Vikan - 04.07.1940, Blaðsíða 5

Vikan - 04.07.1940, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 27, 1940 5 JACK LONDON feilur við borgarstjóra- lcosningu, en vinnur nýja sigra á rithöfundarbrautinni Jack eignast dóttur, en hjóna- bandið er ekki hamingjusamt, og erfiðleikar hversdagslífsins halda áfram að torvelda fram- sókn hans. Nú þegar fjárhagsafkoman var orðin betri, gat Jack safnað að sér fleiri vinum sínum. Á hverju miðviku- dagskvöldi stóð hús hans öllum opið og flykktist þangað mikill f jöldi af rithöfund- um og listamönnum. Frú Ninetta Eames kom líka stundum í heimsókn og var þá alltaf með nýjar fréttir af Klöru Charmian Kittridge, frænku sinni, sem var á ferða- lagi í Evrópu. Hin meðfædda greiðvikni Jacks lét ekki lengi standa á sér. Hann fór að lána vin- um sínum peninga, þó hann væri síður en svo vel stæður. Þessir 125 dollarar, sem hann fékk mánaðarlega frá MeClure, hrukku alls ekki til handa f jölskyldunni og til að standa straum af gestaganginum og öðrum dýrari lífsvenjum, sem hann hafði vanið sig á. Hann varð að vinna enn þá meira. Á morgnana fékkst hann við alvarlegri rit- störf, en á kvöldin allskonar ígripavinnu, sem hann gat selt blöðunum og fengið nokkra dollara fyrir. Hann vann svo mikið, að stundum kom hann ekki út dögum saman, nema til að ná í kvöldblöðin. Hann lagði af, varð mátt- laus, og uppgötvaði það, að óttinn og von- leysið óx í hlutfalli við magnleysið. Hann hafði alltaf verið sannfærður um, að ekki gæti búið heilbrigð sál í sjúkum líkama, og hann útvegaði sér því aflraunatæki, sem hann æfði sig með á hverjum morgni fyrir opnum glugga, áður en hann settist við skriftir, sem sjaldan var seinna en klukkan sex. Á kvöldin eftir vinnu fór hann á veiðar eða til fiskjar. Líkami hans harðnaði aftur og þá jafnframt taugar hans og kjarkur. Fyrsta bókin hans. „Sögur frá Klon- dike“, fengu ekki þær viðtökur, sem hann hafði vonað. Blöðin borguðu líka öll — nema McClure’s Magazine — lítið fyrir verk hans. Tuttugu dollarár fyrir hand- ritið mátti heita gott. Þegar „Cosmopoli- tan“ efndi til samkeppni, sendi hann grein, sem hann kallaði: „Það, sem þjóðfélagið tapar á hinni frjálsu samkeppni.“ Hann fékk fyrstu verðlaun — 300 dollara, og varð honum þá að orði, að hann væri eini maðurinn í Ameríku, sem græddi fé á socialismanum. Eftir margra mánaða látlausar illdeilur á milli konu Jacks og móður hans, leigði hann lítið hús á bak við sitt hús, handa móður sinni og fóstursyni hennar Johnny. IJt af þessu varð Flóra æfareið. Henni var fleygt út úr húsi einkasonar síns — rekin burtu! Jack hafði því ekki annað upp úr þessu, en aukin útgjöld, því að hún var eftir sem áður heima hjá honum og vakti enn meiri illdeilur. Auk þess fór hún að kvarta við nágrannana undan meðferðinni, og varð það til að koma af stað allskonar slúðursögum. Jack vissi sjálfur, um það bil sem hann var að ljúka við fyrstu skáldsöguna sína, „Snædrottningin“, að honum hafði ekki tekist vel. Það var nóg efni í henni í tvær góðar skáldsögur og jafnvel í enn eina lélegri. f „Snædrottningunni“ bólar á tveim aðal göllum, sem komu svo greinilega fram hvað eftir annað í seinni verkum hans, en það er sú skoðun hans, að engil-saxneski kynstofninn sé öllum öðrum kynstofnum betur ger, og ennfremur hvað honum skeikar í lýsingum sínum á þeim konum, sem ekki eru af alþýðustétt. Á listanum yfir útgjöld hans á milli jóla og nýárs má sjá, að hann hefir lánað Jim Whitaker peninga, að hann varð að borga reikninga fyrir vin sinn, sem hafði fót- brotnað á báðum fótum í umferðaslysi, að hann borgaði gamla skuld fyrir Flóru, að gamla negrakonan Jenny, fósturmóðir hans hefir fengið lánaða hjá honum pen- inga til að borga rentur, afborganir og skatta af húsinu sínu, sem taka átti af henni upp í skuld, og loks, að hann hefir orðið að neita einum vini sínum um pen- ingalán, af því að hann varð sjálfur að fá lánaða peninga, til að greiða heimilis- útgjöldin. Þar á ofan bættist svo, að Bessie átti von á barni eftir eina viku. Bessie segir, að hún hafi haldið áfram að kenna alveg þangað til morguninn, sem barnið fæddist. Þegar hún fann, að stund- in var komin, sendi hún eftir lækninum, sem flýtti sér svo mikið, að hann gleymdi svæfingarlyfinu heima. Jack var þá send- ur af stað eftir flösku af kloroformi, en á leiðinni heim flýtti hann sér svo mikið, að hjólið valt undir honum. Flaskan brotn- aði og hann skar sig í hendina. Fimmtánda janúar fæddi Bessie átján marka stúlku- bam og var lengi veik á eftir. Jack gat ekki leynt vonbrigðum sínum yfir, að það skyldi ekki vera drengur. Þó að McClure féllist ekki á að birta „Snædrottninguna“ í tímariti sínu, hélt hann þó áfram að senda Jack 125 dollara á mánuði. — Af því að ég er sjálfur giftur og veit, að það kostar peninga að kaupa kartöflur, sendi ég yður hérmeð .... skrif- ar hann einu sinni. Undir eins og Jack hafði lokið við skáldsöguna, byrjar hann aftur á smásögunum. Eftir nokkrar vikur er honum farið að þykja vænt um dóttur sína, Joan, sem var mjög lík honum. Jenny gamla flytur til þeirra, til þess að gæta Joan, eins og hún hafði gætt föður henn- ar, þegar hann var barn. Jack London hefir sjálfur viðurkennt, að ástæðan fyrir því, að hann giftist Bessie Maddern hafi verið sú, að hún mundi geta alið honum sterk og hraust börn, og þar skjátlaðist honum heldur ekki. Hann hafði gifzt henni, til þess að fylla upp í eyðu, sem var í lífi þeirra beggja, og til þess að varpa þeim út í hina öru hring- iðu lífsins. Og Bessie var í samræmi við

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.