Vikan


Vikan - 04.07.1940, Blaðsíða 11

Vikan - 04.07.1940, Blaðsíða 11
Ferðir yfir Sprengisand ENDURMINNINQAR Ásgeirs Ásmundssonar frá Haga SÍÐARI GREIN. - Eftir þetta var ég tíður gestur fyrir norðan um nokk- urt skeið, og skal ég nú greina nokkuð frá þeim ferðum. — Hermann Jón- asson frá Þingeyrum, er ættaður var úr Bárðar- dal, var mikill framfara- maður, og hugkvæmur um margt eins og kunnugt er. Hann hafði um þessar mundir lokið búfræðinámi, og dvaldi þá um tíma í Reykjavík. Hann gekkst þá fyrir því að nokkrir ungir bændasynir af Suðurlandi færu norður í Þingeyjarsýslu til að kynna sér sauðfjárrækt og fleira. Það gáfu sig fram fjórir bændasynir úr Árnessýslu, og útvegaði Hermann þeim vistir í Bárðardal. Þeir, sem til fararinnar völdust, voru þess- ir: Guðmundur Lýðsson á Fjalli á Skeið- um, Sigurður Sigurðsson frá Langholti (síðar ráðunautur), Jón Oddsson frá Há- holti í Gnúpverjahrepp, og undirritaður. Einnig útvegaði Hermann okkur styrk hjá Hús- og bústjórnarfélagi Suðuramtsins; mig minnir 20 krónur til hvers, og man ég, er við faðir minn fórum að fá peningana hjá Halldóri Friðrikssyni, sem var formað- ur félagsins, að mér þótti hann nokkuð hryssingslegur. Við fórum svo norður. Lentum við Jón Oddsson á Mýri í Bárðardal, en hinir á Stóru-Völlum. Voru allir eitt ár þarna, nema ég var tvö ár. Fór ég aftur suður síðari hluta sumars 1888. Kom faðir minn þá norður með hesta okkar Jóns Oddsson- ar, því að hann var enn fyrir norðan. Gnúpverjahreppsmenn höfðu beðið mig að útvega sér fyrir norðan nokkrar kindur til kynbóta, og koma með, er ég kæmi suður. Við keyptum svo 70 kindur og lögðum af stað með þær suður yfir Sprengisand. Við fórum þá í Nýjadal og vorum þar dag um kyrt. Smöluðum við leit þessa fyrir norðan- menn. Fundum 5 lömb að norðan og 7 úr Holtum, og rákum allt suður. Mjög vill fé verða sárfætt á þessari leið, einkum hrútar, og urðum við að búa til skó handa sumum þeirra, og með því móti komust þeir af sandinum. Svo bar ekkert sögulegt til, fyrr en við komum að Tungná, þá vildi það til, er við höfðum náttstað fyrir innan ána, að við töpuðum nokkrum kindum. Ekki var farið að smala afréttinn og því vont að leita. Vissum við líka, að Holta- menn voru að fara í fjallaferðina, og myndu þeir finna kindurnar. Enda reynd- ist það svo, þeir komu með þær, utan dilká tveggja vetra, sem ég átti. Sáu þeir hana innarlega á afréttinum, en töpuðu henni aftur. I seinna safni fannst hún ekki. Um veturinn fékk ég bréf að norðan, og þar var mér sagt, að ærin væri komin norður að Mýri í Bárðardal. Fannst hún í byrjun janúar fremst á tungusporði, sem mynd- ast, þar Sem Mjóadalsá rennur í Skjálf- andafljót. Var ærin viktuð, þegar hún fannst og vóg 96 pund. Nú var hún lamb- laus, en um vorið, þegar smalað var til rúnings, kom útigengin gimbur með marki mannsins, sem ærin var frá, og hefir það víst verið gimbrin mín, en ég gat ekki sannað það, því að ég var ekki búinn að auðkenna hana neitt. Ég hefi verið fjöl- orður um þetta, því að það eru víst ekki dæmi til, að kind hafi farið eins langa leið, og yfir annað eins hagleysi til að leita uppi átthagana. Ég fór svo norður aftur næsta ár, og var í kaupavinnu á Mýri í Bárðardal um sumarið. Fóru þá fleiri ungir menn úr Hreppum norður. Þá voru ekki margar leiðir opnar fyrir sveitapilta til að skoða sig um í heiminum; að fara norður í land var það langmesta, sem hægt var að hugsa til, og var það þó mjög sjaldgæft að sveita- menn af Suðurlandi færu norður í kaupa- vinnu. Þeir, sem fóru slíkar ferðir, voru oftast með töluvert af hestum, einkanlega á suðurleið; maður hafði stundum hesta- kaup, og tók einnig hesta upp í kaupið, og braskaði með, þegar suður kom. Um haustið urðum við samferða þrír suður Sprengisand. Hinir voru Ingimundur Bene- diktsson í Kaldárholti og Guðmundur í Dalbæ, báðir mestu beljakar og karlmenni. Hrepptum við þá úrkomu mikla (slyddu) á Sandinum, og þegar við komum að Þjórs- árkvíslum voru þær mjög miklar, og eftir allmikið drasl sáum við okkur ekki fært að geta komizt yfir í Arnarfell. Tókum við það þá til bragðs að reyna að komast fyrir kvíslarnar á jökli. Gekk það ágæt- lega, en er þó sjaldan fært fyrir hesta. Við tjölduðum svo í Arnarfelli og vorum þar um nóttina. Næsta morgun var orðið heiðskírt, og komið frost og allur vöxtur hlaupinn úr kvíslunum. Gekk svo ferðin vel eftir þetta. (I 8. árg. Nýrra félagsrita 1848 er fróðleg lýsing á þessari Sprengi- sandsleið eftir séra Magnús Gíslason). Góður vetur. Ég ætla að skjóta hér inn í frásögn af einkennilegri Sprengisandsferð, sem Jón Ingjaldsson á Mýri sagði mér frá. Sú ferð átti sér stað veturinn 1856. Vetur þessi var annálaður fyrir milda veðráttu. Var jörð lengst af snjólaus og klakalaus, og gekk fé víða úti sjálf- ala. Sumarið áður hafði gengið skæð hundapest- á Norðurlandi, svo að til vandræða horfði með f járhunda. Tóku Bárðdælingar þá það ráð að senda menn suður í Hreppa til að út- vega hunda. Þeir voru þrír, sem til ferðar- innar réðust, og var Jón Ingjaldsson einn þeirra. Það var seinni part Góu, er þeir lögðu af stað. Þeir voru með sleða, og komust með hann suður yfir Sand, en þá var svo snjólaust, að þeir urðu að skilja hann eftir. Þeim varð all vel til með að fá hundana. Sérstaklega nefndi Jón Gest á Hæli (eldri Gest), sem hefði verið þeim hjálpsamur. Eitthvað fengu þeir í Rangárvallasýslu af hundum. Þeir fóru yfir Þjórsá í byggð og fengu fylgd og ferju inn yfir Tungná. Illt hafði verið að komast af stað með hund- ana. Fluttu þeir suma í laupum, og svo á klökkum inn að Tungná, en úr því fóru þeir að elta. Ég man ekki, hvað þeir voru margir, — eitthvað milli 10 og 20. Nokk- uð hlánaði meðan þeir félagar voru fyrir sunnan, og hljóp í fannir á Sandinum á leiðinni norður. Til marks um það, hvað tíðln hafði verið góð, sagði Jón Ingjaldsson mér, að meðan hann var í ferðinni hefði verið byggð f jár- hús og hlöðutóft á Mýri (Gísli Vigfússon, sem var uppalinn á Reykjum á Skeiðum, sagði, að ekki hefði verið gefið þar full- orðnu fé þenna vetur. Þá var þar gott sauðland, en eyðilagðist síðar af sandfoki, þó að nú hafi verið nokkur bót á því ráð- in). Síðasta norðurferðin. Þá kem ég að síðustu ferð minni yfir Sprengisand, sem átti sér stað fyrir rétt- um 20 árum. Tildrög þeirrar ferðar voru þau, að Þórður Flóventsson, sem var víða kunnur hér á landi fyrir áhuga sinn og ferðalög viðvíkjandi silungaklaki, þurfti að fara norður til að sækja fé sitt og séra Erlendar, sonar síns, sem þá var orðinn prestur í Odda á Rangárvöllum. Þórður hafði lengi búið í Svartárkoti í Bárðardal, en var nú fluttur að Odda til séra Erlend- ar, sonar síns. Þórður hafði aldrei farið Sprengisand, og þurfti því að fá með sér kunnugan mann, en þá var ekki völ á nein- um, sem kunnur var leið þeirri, sem farin er með fé yfir Sandinn, nema mér. Ég bjó um þetta leyti í Kálfholtshjáleigu í Holt- um. Kom Þórður seint í ágústmánuði út eftir að finna mig og biðja mig að koma

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.