Vikan


Vikan - 04.07.1940, Blaðsíða 4

Vikan - 04.07.1940, Blaðsíða 4
4 VIKAN, nr. 27, 1940 Framhaldsaga eftir EDQAR WALLACE Henni var ýtt út í eitt hom lyftunnar. Fyrir framan hana stóð hár, velbúinn maður. Hann var berhöfðaður og hárið var sléttgreitt og fituborið. Hátt ennið, amamefið og festuleg hakan bám vott um ættgöfgi. Augun voru blá og lágu djúpt, varimar þunnar og kinnbeinin sýnileg, þótt þau væm ekki sérlega há, í sólbmnnu andlitinu. Öllu þessu tók hún eftir við fyrstu sýn. Hún braut heilann um hver hann gæti verið, og hvers vegna hann væri svona snemma á ferð. Hann hafði svarta perlu í hálsbindinu, sem benti á að hann væri vel efnum búinn. Hann hélt á hattinum í hendinni, og af því gat hún sér til, að hann væri Ameríkumaður, því að það bregst aldrei, að þegar kvenfólk er í lyftunni, taka Ameríkumenn ofan. Lyftan lagði af stað sextíu fet niður i jörðina. A leiðinni niður heyrði hún, að lestin var að fara af stað. Hún yrði þá að bíða í þrjár mínútur í viðbót. Hún hefði getað grátið af gremju. Þetta var alvarlegt mál fyrir hana — foreldralausan einstæðing, sem ekkert hafði til að lifa af, nema sina eigin vinnu. Kvengjaldkerar voru ekki mikið eftirsóttar um þessar mundir og fyrstu kennslu- stundimar, sem hún hafði tekið sér í vélritun og hraðritun, höfðu ekki borið annan árangur en að fylla hana ótta og skelfingu við tilhugsunina um að halda þeim áfram. Tuttugu og fimm shillingar á viku eru ekki mikið fyrir unga stúlku, sem notað hafði jafn- mikið í skófatnað, áður en gamla, góða Martha, frænka hennar hafði dáið, án þess að arfleiða . hana að öðm til að byggja framtíð sína á, en tíu punda seðil og uppeldi, sem bömum heldra fólks er veitt. Elsie var það fullljóst, að útlitið var ekki gott, og henni fannst liðin heil eilífð, áður en lyftan nam staðar. Hún fann það, um leið og hún sneri sér við, til að ganga út, að ungi maðurinn fyrir framan hana athugaði hana gaumgæfilega. Það var ekki eitt af þessum blygðunarlausu augna- tillitum, sem hún átti að venjast. Svipur hans bar vott um vinsamlega, djúpa athygli. Hann vék kurteislega til hliðar, til þess að lofa henni að komast á undan, og hún var neydd til að þakka honum fyrir kurteisina með því, að kinka lítillega kolli. Hún fann það á sér, að hann gekk rétt á eftir henni, en það var svo algengt, þegar menn vom að flýta sér að ná í næstu lest. Hún þurfti að bíða í tvær mínútur og gekk því út á enda á brautarpallinum, til þess að forðast þrengslin. Hún hafði alltaf óbeit á að lenda í mannþröng, í dag hataði hún það. „Afsakið!" Það var eitthvað í röddinni, sem gerði hana frábragðna þeirri ósvífnu áleitni, sem hún var farin að venjast í seinni tíð. „Þér haldið víst, að ég sé ekki með öllum mjalla,“ sagði hann, „en ég gat ekki stillt mig um að ávarpa yður. Þér þjáist af lyftuhræðslu, er það ekki?“ Hún hefði getað losað sig við hann, með því að lita kuldalega á hann og virða hann ekki svars, — að minnsta kosti hefði hún getað reynt það, — en af einhverri óskiljanlegri ástæðu lang- aði hana til að tala við hann. Hann var af sama sauðahúsi og þeir, sem hún hafði þekkt á meðan Martha frænka hennar var á lífi og efnalegar ástæður þeirra voru góðar. „Jú, dálítið," sagði hún og brosti. „Það er kannske kjánalegt, því að þær era auðvitað ekki neitt hættulegar. Það, sem skeð hefir hingað til: King Kerry er dularfullur, amerískur miljónamæringur, sem dagblöð Lundúnaborg- ar segja, að ætli að kaupa alla London. Elsie Marion er umkomulaus stúlka, sem vinnur hjá Tack & Brighton .... Hann kinkaði kolli. „Ég hefi sjálfur þjást af því sama,“ sagði hann. „Það er ekki af því, að ég sé hræddur við að deyja, en þegar ég hugsa um allar þær þúsundir manna, sem eiga allt sitt undir mér og lífi mínu, rísa hárin á höfðinu á mér, bara ef ég á að ganga yfir götu.“ Hann var ekki að vekja athygli á sjálfum sér. Hún fann það á sér, að hann var aðeins að vekja athygli á þvi, sem honum hafði dottið í hug. Hún leit á hann með vaknandi áhuga. „Eg er einmitt nýbúinn að kaupa geðveikra- hæli,“ sagði hann og kveikti sér i vindli. Hún glápti svo á hann, að hann fór að hlæja. Það var ekki laust við, að tortryggni hennar væri að byrja að vakna, þegar lestin rann inn á stöðina. Hún horfði vonleysislega á mannfjöldann, sem safnazt hafði framan við allar dymar. „Þér komist aldrei inn í þessa lest,“ sagði mað- urinn rólega, „það kemur önnur eftir eina mín- útu.“ „Ég verð að reyna það,“ sagði hún og tróð sér inn í mannþröngina, sem raddist inn í lestina. Fylgdarmaður hennar kom á eftir henni, en jafnvel með hjálp hans tókst henni ekki að kom- ast inn. „Komist ég ekki í dag, kemst ég á morgun," sagði gráhærði maðurinn og hló. „Þannig hefi ég ekki efni á að hugsa,“ sagði unga stúlkan beizkulega. „En þér eigið sjálfsagt ekki á hættu að mæta fokvondum húsbónda með úrið í hendinni.” Hún gat ekki stillt sig um að brosa, þrátt fyrir tilhugsunina, og yppti öxlum, eins og til þess að hrista af sér áhyggjunum. „Þér sögðust hafa keypt geðveikrahæli ? “ Hann kinkaði íbygginn kolli. „Og þér hélduð víst, að ég væri nýsloppinn þaðan út,“ sagði hann móðgaður. „Já, ég er ný- búinn að kaupa Coldharbourspítalann með öllu saman." Hún horfði vantrúuð á hann. „Er það satt?“ spurði hún með eðlilegri tor- tryggni, því að Coldharbourspítalinn er sá stærsti í London og sá næststærsti í heiminum. „Auðvitað er það satt,“ sagði hann. „Ég ætla að byggja stærsta og glæsilegasta klúbbhúsið í London á grunninum." Það var ekki tími til að ræða frekar um þessa undarlegu ráðagerð. Næsta lest var kominn, og hún náði sér í sæti í reykvagni. Gráhærði maðurinn fylgdist með henni. Hann lét sér svo umhugað um hana, að hún varð hálf vandræðaleg, þó að henni geðjaðist vel að framkomu hans. Allt of fljótt fannst henni þau vera komin til Oxford Circus, og hún hafði alveg gleymt því, að klukkan var orðin tuttugu mínútur yfir niu. „Vora þér á leiðinni til Oxford Circus?“ spurði hún og var nú skyndilega hrædd um, að hafa tafið fyrir kaupanda geðveikrahælisins. „Já, reyndar," sagði hann, „ég ætla að kaupa nokkrar verzlanir i Oxford Street klukkan hálf níu.“ Aftur skotraði hún augunum til hans, og hann brosti með sjálfum sér, þegar hún hörfaði svo- lítið aftur á bak. „Ég er ekkert hættulegur,“ sagði hann stríðnis- lega. Þau urðu samferða að Argyle Street, og þar rétti hann henni hendina. „Ég vona, að við sjáumst aftur,“ sagði hann, en hann sagði ekki til nafns síns — sem var King Kerry —, þó að hann hefði séð nafn hennar á bók, sem hún hélt á. Hún tók i hendina á honum og brosti. Hann stóð kyrr stundarkom og horfði á eftir henni. Maður nokkur hafði staðið hinum megin á göt- unni. Hann var úfinn og lubbalegur og horfði sljóum augum á lyftudymar, og þegar gráhærði maðurinn kom í Ijós, gekk hann yfir götuna. Allt í einu kváðu við tvö skot og kúla þaut fram hjá andliti Kings Kerry. „Hún var handa þér, þessi ’arna!“ öskraði ein- hver maður, sem samstundis var handtekinn af tveim lögregluþjónum. King Kerry brosti. „Horace,“ sagði hann og hristi höfuðið, „þú ert slæm skytta.“ Maður, sem stóð við einn af efstu gluggunum í stóru verzlunarhúsi hinum megin við götuna, hafði horft á það, sem skeði með athygli. Hann steytti kreftan hnefann í áttina til Kings Kerry. „Áður en lýkur," tautaði hann með samanbitn- um tönnum, „skal ég finna kúlu, sem hittir — og stúlkan frá Denver City er frjáls." 3. KAPÍTULI. Húsbóndinn, sem krafðist stundvísi. Herra Tack stóð við kassann í fatadeildinni. Hann var með þjáningarsvip á andlitinu, eins og sá sem tekið hafði að sér það ánægjulega verk, að skamma einhvem, en er hræddur um að tækifærið ætli að ganga úr greipum sér. „Hún kemur ekki. Klukkan ellefu fáum við skeyti um, að móðir hennar hafi verið flutt á spítala, eða að hún sé sjálf veik,“ sagði hann gremjulega, og þrir fleðulegir deildarstjórar flýttu sér að samsinna. „Eftir eina viku verður hún að vera farin héð- an — hvað sem fyrir kemur,“ sagði herra Tack þungbúinn og leit á klukkuna. „Ég hefði rekið hana samstundis, ef ég hefði með nokkru móti getað fengið einhverja í staðinn fyrir hana strax.“ Deildarstjórinn, sem var elztur og reyndastur í starfi sínu, fann, að honum bar samkvæmt því að segja eitthvað, og sagðist ekki skilja, hvemig þetta gæti endað. Rétt í þessu kom Elsie Marion hlaupandi, rauð og másandi út úr litla loftlausa snyrtiklefanum, sem Tack og Brighten stærðu sig af að hafa látið starfsfólkinu í té. „Afsakið,” sagði hún um leið og hún opnaði hurðina að gjaldkeraklefanum. Þar stóð herra Tack, eins og hún hafði búist við, með gullúrið í hendinni og þungbúinn á svip. „Ég kom hingað klukkan níu, fröken Marion," sagði hann. Hún svaraði ekki, en opnaði kassann og tók fram bækur sínar. „Ég kom hér klukkan níu,“ endurtók hann með óheillavænlegri ró. „Þér verðið að afsaka, en ég —“ byrjaði hún aftur. Ungur maður hafði komið inn í búðina, en af því maðurinn, sem átti að afgreiða hann var upptekinn af að dázt að hinum virðulegu ákúr- um, sem herra Tack var að veita ungfrú Marion, var hann látinn afskiptalaus. Það var rösklegur, ungur maður í ljósbrúnum rykfrakka með linan flókahatt, sem hallaði svolítið út á vinstri hlið. Hann gekk rakleitt yfir að hópnum, sem var í kringum herra Tack.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.