Vikan


Vikan - 04.07.1940, Blaðsíða 2

Vikan - 04.07.1940, Blaðsíða 2
2 VIKAN, nr. 27, 1940 Vitid þér það? 1. Hvaða borg í Ameríku er sér- staklega þekkt vegna bílaiðnað- arins? 2. Hvað hét kona Sókratesar? 3. Hvaða borg hefir verið kölluð borgin eilífa? 4. Hvenær fann Eiríkur rauði Grænland ? 5. Er leikkonan Claudette Colbert amerísk ? 6. Hvað er Synodus? k 7. Hvaða heimsfrægt tónskáld var'l heyrnarlaust, þegar það samdi síðustu verk sín? 8. Hvað hét bær Eiríks rauða á Grænlandi ? 9. Hvar er fræg torfkirkia á ís- landi ? 10. Hverrar þjóðar var Hamlet, sem Shakespeare samde leikrit um? Sjá svör á bls. 15. Bjarnargreiði. Alhr munu kannast við orðatiltækið, að gera einhverjum bjarnargreiða, en færri munu vita uppruna þess. Skýringuna er að finna í einu af þekktustu ævintýrum Lafontaine. Hann segir þar frá tömdum bimi, sem ætlaði að reka burtu flugu af nefi húsbónda síns, sem var sofandi. Hann tók stóran stein og kastaði honum í flug- una og hugðist að fæla hana burtu með því, sem hann og gerði, en um leið braut hann höfuðkúpu húsbónda síns, svo að greiðinn mátti því teljast vafasamur. * — Hvað á ég að gera til að fá manninn minn til þess að vera heima á kvöldin? — Fara sjálf út! Bóndi í Texas var sannfærður um það, að olía væri í landareign sinni og því var farið að bora þar. Fyrst í stað var árang- urinn enginn, en dag nokkurn, þegar búið var að bora ca. 1300 metra niður, gaus upp geysimikil olíusúla og áður en lokum var komið fyrir tók að rigna beinum, sem bor- izt höfðu upp með olíunni. Vísindamenn, sem rannsökuðu málið, komust að þeirri niðurstöðu, að bein þessi væru úr risaeðl- um og þeir héldu því fram, að borinn hefði lent á tíu milljón ára gömlum ,,grafreit“ þessara risaeðla. 1 gamla daga litu amerískir nautgripa- hirðar svo niður á fjármenn, að þeir síð- astnefndu settu á sig grímur, þegar þeir ráku féð í gegnum bæina. En í sumum héruðum gátu nautgripaeigendur fengið lög samþykkt, sem bönnuðu fjármönnum að ganga með grímu. Og sagt er, að þessi GóSfmottur Gólfdúlcar Linoleum Ferðatöskur um brunatryggingu á vörum. Heiðraðir viðskiptamenn vorir eru beðnir að athuga, að vér tryggjum ekki vörur þeirra í vörugeymsluhúsum vorum gegn eldsvoða né öðrum tjónum, sem þær kunna að verða fyrir, meðan þær liggja hjá oss, — nema þess sé sérstaklega óskað í hverju einstöku tilfehi. Vörur, sem liggja hjá oss, eru þannig á ábyrgð eigenda og er því áríð- andi að þeir útvegi sér sjálfir brunatryggingu á þeim, svo og aðrar tryggingar, sem þeir telja nauðsynlegar. Sama máli gegnir um vörur liggjandi hjá afgreiðslu- mönnum vorum um land allt. Reykjavík 25. júní 1940. H.f. Eimskipafélag íslands. <iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii*iiiiiiiiiiiiiin,»,,,,,,ij5, I Efni blaðsins, m. a.: § i | Erum við Islendingar af Benjamíns- | [ ættkvísl? i Eftir séra Guðmund Einarsson. i Í Jack London fellur við borgarstjóra- i I kosningu, en vinnur nýja sigra á rit- 1 = höfundarbrautinni. Eftir Irving Stone. Í Hólaför bókiðnaðarmanna. § Skyrtuhnappar, smásaga. Í Eftir Adele Leeuw. Í Ferðir yfir Sprengisand. Eftir Ásgeir Ásmundsson. Í Maðurinn, sem keypti London, i framhaldssaga. i Eftir Edgar Wallace. I Þáttur rnn Ólaf Erlendsson. Í Sigga litla og ÓIi og Addi í Afríku. i Í Skrítlusíða. — Heimilið. — Kross- | | gáta — o. fl. ^<rill■l■■llll■ll■•lll•ll■l■l•l■■■••••■■■■•■llllllll■■■llllllllllll■llllll■lllll■ll■■■ll•■l•■•■l•■■mV^ gömlu lög séu enn í gildi í bænum Trenton í New Jersey. Enskir öl-prófarar, sem fram á síðustu tíma voru við líði í ýmsum smábæjum þar í landi, notuðu einkennilega en hagkvæma aðferð við að prófa sykurinnihald ölsins. Þeir helltu dálitlu af öli á tréstól og settust síðan á hann. Eftir nokkrar mínútur stóðu þeir á fætur. Ef stóllinn var fastur við leðursetuna á buxunum, þá var ölið gott, en ef hann festist ekki var ölið of þunnt og ónothæft. Vi k a n HEIMILISBLAÐ Ritstjóri: Kirkjustræti 4. Pósthólf 365. Afgreiðsla og innheimta: Austurstræti 17. Sími 5004. Pósthólf 166. Verð: kr. 1,75 á mánuði, 0,45 í lausasölu. Steindórsprent h.f. tíTGEFANDI: VIKAN H.F., REYKJAVÍK. — Ritstjóri: Jón H. Guðmundsson, Kirkjustræti 4. Pósthólf 365. — Ábyrgöarmaður: Steindór Gunnarsson. — Framkvæmdarstjóri: Engilbert Hafberg, Austurstræti 17. Sími 5004. Pósthólf 166.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.