Vikan


Vikan - 04.07.1940, Blaðsíða 12

Vikan - 04.07.1940, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 27, 1940 m Þáttur um Olaf Erlendsson. r rV lafur þessi tilheyrði þeim flokki manna, sem förumenn, hafa verið kallaðir og liðu undir lok um síðusu aldamót. Ekki veit ég um ætt hans né uppruna, en hann flakkaði víða um Austurland. Ólafur var skáldmæltur vel og talinn ákvæðaskáld. Víðast mun honum hafa verið vel tekið, en undir niðri voru menn hræddir við hann, bæði vegna kvæðakyngi og líka hins, að hann var holdsveikur. Eitt sinn hittust þeir við Jökulsárbrú, hann og Páll sýslumaður á Hallfríðarstöð- um. Ólafur var þá að koma frá Hallfríðar- stöðum, því Malin, kona sýslumanns, tók honum alltaf mæta vel. Sýslumaður ræðst þá að Ólafi með óbóta skömmum, brigzlar honum um flæking og hótar honum öllu illu. Þá kvað Ólafur: Sá, er ræður himna her, hjálpi í skæðum nauðum mér. Mínar græði meinsemder, og mín, í bræði, hefni á þér. Skildi svo með þeim, en sýslumaður komst aðeins nauðlega heim og lagðist banaleguna. Þá var prestur á Kirkjubæ, Árni pró- fastur Þorsteinsson. Sigfús, sonur pró- með sér norður. Við höfðum ekki kynnzt fyrr, því að hann var ekki kominn í dal- inn, þegar ég dvaldi þar. — Nú stóð svo á fyrir mér, að ég átti töluvert af heyi úti og var því tregur að fara, enda farinn að ryðga í leiðinni, því að nú voru liðin 30 ár frá því að ég hafi farið yfir Sandinn. En það sannast oft, að „römm er sú taug, sem rekka dregur föðurtúna til“. Mig lang- aði til að fara, og ég réðist til fararinnar, og lagði til 2 hesta. Skyldi lagt af stað 29. ágúst (þetta var 1919), og var ákveð- inn staður, hvar við skyldum hittast, því að nokkuð langt var á milli. Veður var slæmt hinn tiltekna dag, rok og rigning. Samt komumst við að Galtalæk, efsta bæ í Landssveit. Þar hefir ætíð verið búskapur góður og rausn mikil. Bærinn er skammt frá Heklu og bar þar oft gesti að garði í þeim erindum að fá gistingu og fylgd á Heklu. — Við lögðum svo af stað að morgni frá Galtalæk og fylgdi bóndinn, Finnbogi Kristófersson, okkur inn yfir Tungná. Við höfðum fengið leyfi hjá Holta- mönnum til að fá annan bát þeirra inn yfir Tungná og hafa hann fyrir innan ána, þar til við kæmum aftur. Ég hefi ekki get- ið þess áður, að Holtamenn (Ásahreppur) eiga afrétt fyrir norðan Tungná og verða að flytja fé sitt inn yfir hana á vorin, og að mestu leyti suður yfir á haustin. Þurfa þeir því að hafa þarna báta. Löng er af- réttarferð þeirra, framan frá sjó og langt norður á Sprengisand. Þeir, sem lengst fara, eru 9 daga, og er það víst lengsta f jallferð á landi hér. — Þá vík ég að ferð- fasts var þá að læra undir skóla og þótti galsafenginn og stórorður. Eitt sinn er Ólafur kemur að Kirkjubæ, stendur Sigfús í dyrum úti og kallar til hans. Til allra vamma ertu fús, annarra dropa sýgur, húsgangs bölvuð hungurlús, hórast, stelur, lýgur. Ólafur dökknar þá í framan og mun Sigfúsi ekki hafa litist á svipinn. -Vill hann sýnilega losna við óbænir karls og tekur það fangaráð að faðma hann að sér og kyssa hann. Rennur þá mesti sortinn úr svip Ólafs, en þó svarar hann. I dyrum frammi draugurinn, dregur hramma í sundur, til svika og vamma síbúinn, . Sigfús skamma hundur. Sigfús kom eitt sinn út í f jós og glensar til fjósamanns: Má ég skunda musterið, magister til siða, heilir, nú í hásæti, hæsti kúa domeni. inni aftur. Næstu nótt vorum við á svo nefndum Klifshagavöllum, og svo í Eyvind- arveri. Veður hafði verið allgott síðustu daga, en nú gerði norðanrok, og reif ofan af okkur tjaldið, og lögðum við af stað með birtu. Tók þá að snjóa og varð all- svartur bylur, en nú voru vörðurnar til hjálpar, sem komið höfðu á Sandinn síðan ég hafði verið þar síðast á ferð. — Var það hið þarfasta verk, er Daníel Bruun lagði til peninga í vörðuhleðsluna, og er vonandi, að vörðum þessum verði haldið við. Við komumst klakklaust yfir sandinn og áðum fyrir norðan Kiðagil. Svo héldum við niður Mjóadal. Gengur hann fram af Bárðardal og er mjög langur. Var þá þoka og rigning og tekið að dimma, en það var enginn vandi að rata, því að það er farið með fram Mjóadalsá. Um síðir komum við að bæjarrústunum í Mjóadal, sem eru utast í dalnum. Sagði Þórður þá: „Allt tekur enda nema eilífðin". Þótti honum dalurinn vera langur. íshóll var næsti bær, hliðstæð- ur við Mjóadal. Voru bæir þessir þá fyrir löngu í eyði. Milli bæja þessara var bratt- ur háls og óglöggur vegur þar, og treysti ég mér ekki til að rata það í myrkri. Við vorum svo þarna um nóttina, og lágum úti, því að tjaldið skildum við eftir við Kiðagil, þar til suður yrði farið. Þegar birta tók héldum við af stað og komum að Mýri um fótaferð, og fannst mér þá, að ég væri heim kominn. Hvíldi ég mig þar og svaf, en fór um kvöldið út að Stóru- Völlum. Þórður lét ekki á sjá, að hann væri Fjósamaður vissi að Sigfús átti kær- ustu, sem hann fékk ekki að eiga, en var þunguð eftir hann. Fjósamaður svarar: Mitt í skuijda musteri, mun ég yður leyfa, sanna er stundar siðprýði, við silkihrundar domeni. Sigfús var að sögn, af vandamönnum sínum neyddur til að giftast annari. Mest var þetta kennt móður hans, frú Björgu Pétursdóttur, sem var skaphörð og stolt. Hún aftók með öllu, að sonur sinn gengi að eiga almúgastúlku. Sigfús lagðist síðan í óreglu og drukkn- aði í Lagarfljóti undir „Fossinum“, þar sem hann ætlaði að sundríða það. Lík hans var flutt heim að Kirkjubæ. Barnsmóðir Sigfúsar var þar enn vinnu- kona og skipaði frú Björg henni að afklæða líkið og þvo. Þegar því var lokið heimti frúin fötin og aðra gripi af stúlkunni og aðgætti vandlega. Er því var lokið segir frúin að það vanti vasaklút. Vinnukonan segist ekki hafa orðið hans vör, enda mundi meiri skaði skeður á þessum degi, en þótt einn vasaklútur tapaðist. Frú Björgu var í engu brugðið og svaraði. „Ekki er skaðinn bættur með baganum.“ Halldór Pétursson. þreyttur, þótt kominn væri á sjötugsaldurr og reið strax af stað í ýmsar útréttingar. Ég ferðaðist um framdalinn og var að leita eftir að fá kynbótahrúta. En nú var annríki mikið við heyskapinn, sem hafði gengið illa um sumarið. Jörð var mjögkalin frá vorinu. Voru valllendisengjar hvítar yfir að líta, og sást þar varla grænt strá. Mér tókst að fá 3 hrúta og ávísun á þann fjórða fram á afrétti. Tryggvi í Víðikeri sagðist eiga þar þrjá hrúta, og ef ég fyndi þá mætti ég taka einn. Þetta tókst, ég fann hrútana og fór með einn þeirra suður. — Ég hélt nú fram að Svart- árkoti, er það óralöng bæjarleið frá Víði- keri. Bærinn stendur við Svartárvatn, þar sem Svartá rennur úr því. Fagurt útsýni er þar, en mér fannst samt, að ég væri kominn í óbyggðir, enda er örstutt þaðan í Ódáðahraun. Samt vakna góðar endur- minningar um komuna þar. í Svartárkoti bjó þá Snæbjörn, sonur Þórðar Flóvents- sonar, sem tekið hafði við jörðinni af föð- ur sínum. Það var búið að smala, þegar ég kom þar. Féð var mest í heimahögum, og heimtur allgóðar. Samferðamaður bættist við suður, Jón Tryggvason frá Litlu-Völlum, sem vildi skoða sig um á Suðurlandi. Þórður keypti hryssu handa honum að ríða suður, hafði raunar tvo hesta, en farangur okkar var töluverður, því að búist var við langri úti- vist. Tveir dilkar voru skornir í nestið og matbúnir, og áður en lagt var af stað, var vitjað um silunganetið, svo að við gætum fengið nýjan silung. (Frh.)

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.