Vikan


Vikan - 04.07.1940, Blaðsíða 13

Vikan - 04.07.1940, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 27, 1940 13 Skyrtuhnappar. Framliald af forsíðu. miðdegisverðar og það var sýnilega mjög áríðandi, að ekkert skorti á í klæðnaði Peters. — Það eru skyrtuhnapparnir mínir, sagði hann. — Ég á aðeins eina, og annar þeirra er brotinn. Ef þú vildir nú vera sá engill, að fara niður í íbúðina mína, taka hnappana og fara með þá til gullsmiðs ... Ég get ekki farið sjálfur, því að við erum á fundi, sem virðist ætla að standa lengi yfir enn . . . Það varð stutt þögn, svo hvísl- aði hann: — Ertu þarna? — Já, eitthvað af mér, sagði hún þreytulega. — Hvernig hafðirðu ímyndað þér, að ég næði hnöppunum úr íbúðinni? Með hugsanaflutningi ? — Madge hefir lykilinn. — Þú gleymir víst því, að þín ástkæra Madge kemur ekki heim fyrr en eftir klukkan sex, og að hún er með lykilinn á sér. Ekki sem gáfulegast, skal ég játa, en við hverju er ekki að búast af stúlku, sem er trúlofuð þér. — En brunastiginn ? sagði Peter. — Hann liggur utan á húsinu meðfram glugg- unum. Mín íbúð er þrem hæðum fyrir neð- an þína. Ég er viss um, að glugginn minn er opinn. Þú ætlar að gera það, er það ekki ? — Frískt loft er óneitanlega alltaf hressandi, sagði hún háðslega. — Ég get reynt það. En ef húseigandinn segir mér upp fyrir tiltækið, þá verður þú að taka afleiðingunum. — Þú ert engill, sagði Peter og létti sýnilega. — Ég hringi aftur seinna. — Hvernig eru hnapparnir? flýtti hún sér að spyrja, en Peter hafðijagt símann á. Þetta var karlmönnunum líkt! Undir eins og hann hafði komið sínu fram, sleit hann sambandinu. Hún gekk út að glugganum. Það var langt niður á jörðu — en það voru auð- vitað ekki nema þrjár hæðir niður til Pet- ers. Hún greip töskuna sína, klifraði ein- beitt út um gluggann og leit að skilnaði ásökunaraugum á konumyndina á teikni- borðinu. — Ekki að líta niður ... ekki að líta niður ... Ef nokkur sæi til hennar, héldi hann, að kviknað væri í húsinu. Guði sé lof! Þarna var glugginn. Hún vatt sér inn og hoppaði niður á gólf. Hún hafði aldrei komið í íbúð Peters. Madge og hann höfðu verið allt of ástfangin, til að muna eftir slíkum smámunum. En hún gat ekki verið þeim reið. Þau voru svo hamingjusöm, að þau höguðu sér nánast eins og ástúðlegir fábjánar. Það hlaut að vera dásamlegt að vera ástfangin. Hún gekk í gegnum stofuna, sem var mjög smekkleg, og inn í svefnherbergið. Hún leitaði fyrst í efstu skúffunni til hægri. Jú, reyndar, þar var lítil askja. Hún opnaði hana. Þeir voru ljómandi fallegir. Svartar perlur. En hvor þeirra var brot- inn? Hún varð að fara alveg út að glugg- anum, til að sjá það. Það var eitthvað, sem fékk hana til að nema staðar með perlurnar í hendinni. — Fótatak. — Hurð var opnuð. Var Peter að koma heim? Nei, það var allt of fljótt. Ef til vill var það einhver vinur hans, sem hafði lykil að íbúðinni og ætlaði að bíða eftir að Peter kæmi heim. Allt í einu datt henni í hug, hvernig það mundi líta út, að hún, ókunnug stúlka, væri í svefnherbergi Peters, hattlaus og með skyrtuhnappana hans í hendinni. Auðvitað gæti hún skýrt það, en hana grunaði, að sú skýring mundi ekki verða beinlínis sann- færandi. Fótatakið færðist nær svefnherbergis- dyrunum. Það var ekki tími til að fara aftur sömu leið og hún hafði komið. Hún skauzt eins og örskot undir rúmið. Hún sá fætur ganga eftir gólfinu. Það var ekki Peter. Guð minn — hún ætlaði að fara að hnerra! Það gerði rykið undir rúminu. Hún reyndi að kæfa hnerrann, greip fyrir nefið, dróg andann djúpt, gerði allt, sem hún hafði heyrt að gæti kæft hnerra — og hnerraði. Það tók undir í herberginu. Fæturnir snerust á hæl. — Hver er þetta? Röddin var einbeitt. Fæturnir gáfu til kynna, að maðurinn væri stór og sterk- ur. Hún ákvað að svara ekki. Ef til vill héldi hann, að sér hefði misheyrzt. En sú von brást. — Komið undan rúm- inu, eða ég dreg yður með valdi, hrópaði hann með röddu, sem kom henni til að skjálfa. Hún gat ekki hreyft sig. Stór hönd teygði sig undir rúmið og greip í handlegginn á henni. Hún streittist á móti af öllum kröftum, en hann dró hana fram spriklandi og sparkandi og reisti hana upp. Hún saup hveljur og hnerraði aftur. Þegar það var afstaðið, leit hún hægt upp og mætti augum hans. Þau skutu neistum. — Mér væri kærkomið að fá einhverja skýringu undir eins og yður hefir hug- kvæmst eitthvað nógu sennilegt, sagði hann kuldalega. Hún þrýsti töskunni að sér, á meðan hún braut heilann um, hvernig hún ætti að gera skýringuna sem sennilegasta. Hann tók eftir hreyfingu hennar, og áður en hún gat áttað sig, þreif hann töskuna af henni og opnaði hana. — Skyrtuhnapp- arnir mínir. Jú, ég skil — það er bezt að ég hfingi á lögregl- una. Lögregluna! Nú var enginn tími til skýringa, enginn tími til að hugsa — aðeins til að flýja. Hún hljóp — tvö skref, og þá náði hann henni. Hann greip harkalega í handlegginn á henni, og taskan datt á gólf- ið. Hún brauzt um á hæl og hnakka og reyndi að losa sig. Andlit hans var fast við andlit hennar, æst og ofsafengið, hár hennar straukst við vanga hans ... og allt í einu kyssti hann hana. — Ekki nema það þó! heyrðist einhver rödd segja hvasst. Hann hrökk við, og þau sneru sér bæði til dyranna, vahdræðaleg og illa til reika. Jill sá fyrir sér ljóshærða stúlku, mjög frúarlega og með svip, sem var hvass eins og röddin. — Ekki nema það þó! Hvenær byrjaðir þú, Chris, — að taka á móti kvenfólki í svefn- herbergi þínu ? Hann roðnaði. — Ég . . . Hún ypti öxlum. — Það er dálaglegt! Svo sneri hún sér að Jill og missti alveg stjórn á sjálfri sér. — Hver er þessi kven- maður? Hvað ímyndið þér yður —? Jill laut niður eins og örskot, greip tösk- una, skauzt framhjá henni og út um dyrn- ar. Ef hún aðeins gæti komizt upp stigann og inn í íbúðina sína. Hann hljóp á eftir henni, og hún vissi, að hann mundi brátt ná sér, en það mátti

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.