Vikan


Vikan - 04.07.1940, Blaðsíða 6

Vikan - 04.07.1940, Blaðsíða 6
6 VIKAN, nr. 27, 1940 þá mynd, sem hann hafði gert sér af henni. Hún var trygglynd, ástúðleg, gáfuð og fús til að hjálpa honum og taka þátt í áhyggj- um hans. Hann var hamingjusamur yfir því, að vera orðinn faðir, og honum fannst hann standa í mikilli þakklætisskuld við hana. En þegar hann var þreyttur, gat þó stundum komið fyrir, að þessir eiginleikar Bessiear, sem hann að öðru leyti mat svo mikils, ergðu hann fram úr öllu hófi. Hann var fjörmikill að eðlisfari, það brann eld- ur í æðum hans, hann varð að sökkva sér algerlega niður í málefni augnabliksins, fóma sér fyrir það, hann varð að lifa ákaft og villt, hefja sig fagnandi upp á hæstu tinda gleðinnar og steypa sér harm- þrunginn niður í yztu djúp örvæntingar- innar. En Bessie gat ekki fylgt honum á þessum flugferðum tilfinninganna. Til- finningalíf hennar var stöðugt, kyrrt og óbifanlegt. Þessi eðlismunur varð oft orsök til óþægilegra árekstra. Á slíkum stundum skrifaði hann Önnu Strunsky, sem hann hafði haldið sambandi við og var mjög hrifinn af. — Hér sitjum við og söfnum fróðleik, flokkum, röðum niður, skrifum drengjasögur, lævíslega blandaðar siðaprédikunum, hömrum þús- und orð á ritvélina á dag, komumst úr jafnvægi út af liffræðilegum vafaatriðum, glettumst og hlægjum dálítið, þegar við ættum að gráta. En þetta getur þó ómögu- lega verið allur tilgangur lífsins? Skyldu nokkurntíma hafa verið til tvær sálir, sem eiga jafn illa saman og við? Jack og Anna Strunsky ákváðu að færa hugsanir sínar og tilfinningar í letur og gefa út sem bréf. Þau áttu að heita „Kempton-Wace bréfin“, og var Jack Wace, en Anna Strunsky, Kempton. Hún átti að verja ástina sem andlega upp- sprettu, skáldlegs eðlis, en hann átti að skoða hana frá líffræðilegu og vísindalegu sjónarmiði. Á þennan hátt gætu þau svalað hinni gagnkvæmu ástarþrá sinni, án þess að særa nokkurn eða fótumtroða nokkrar hefðbundnar siðvenjur. Og Jack mundi geta varið hjónaband sitt, jafnframt því, sem hann flýði frá því.-------- Þegar að því kom að útnefna borgar- stjóraefni jafnaðarmanna við kosningarn- ar í Oakland, varð Jack fyrir valinu. Hann var þekktasti maður flokksins og því lík- legastur til að sigra. Hann háði kosningabaráttuna með þeim rökum, að jafnaðarstefnan væri hnúta- svipa á auðvaldsskipulagið, sem gæti knúð fram hærri laun, styttri vinnutíma og betri vinnuskilyrði. Hann hvatti verkamennina til að kjósa jafnaðarstefnuna, til þess að sýna samtakamátt sinn og fá þannig sterk- ari aðstöðu gagnvart atvinnurekendunum. En verkamennirnir skelltu skolleyrun- um við. Hann fékk aðeins 245 atkvæði. Miðvikudagskvöldin voru stöðugt ánægjulegustu stundir vikunnar. Vinirnir voru nú famir að koma strax upp úr há- deginu. Þeir höfðu með sér allskonar spil, taflborð og aðrar þrautir til dægradvalar, sem Jack þótti mjög gaman að. Klara Charmian Kittredge, frænka frú Ninette Eames, sem nú var komin heim frá Evrópu, kom líka oft í heimsókn. Hún spilaði laglega á píanó, og Jack hafði yndi af að sitja við hliðina á henni á píanóstóln- um og hlusta á hana spila og syngja. Snemma á árinu hafði McClure gefið í skyn, að Jack væri nú búinn að skrifa nógu margar smásögur, til að hægt væri að gefa út nýtt safn af Alaskasögum. I maí kom út „Guð forfeðra hans“, og þó að ekki væri nein ein saga í henni, sem jafnaðist á við „Heimskautaóð“, var bókin samt jafn- betri og sýndi því greinilega framför. Jack var enn í stöðugum fjárkröggum, og til þess að hjálpa honum fékk vinur hans Felix Piano honum því hús sitt til umráða endurgjaldslaust, gegn því að hann léti sig hafa fæði í staðinn. Fehx Piano var sérvitur málari, sem hafði skreytt hús sitt með allskonar gibsskrauti, vösum, myndastyttum, goðalíkneskjum, englum, djöflum, skógardísum, kerbúum, mannhestum og holdugum, nöktum kven- líkömum, sem hvíldu undir þrúguklösum. Þetta var einmitt allt það íburðarmikla skraut, sem Jack barðist gegn í bókmennt- um sínum, en húsið var rúmgott og þægi- legt hið innra, þó að það væri hreinasta viðundur að sjá að utan. Jack skuldaði stórfé kaupmönnum þeim, sem hann verzlaði við, veðlánaranum og ýmsum vinum sínum. Tekjurnar af „Guð feðra hans“, gengu upp í skuld hans til McClure, svo að hann hafði ekkert reiðu- fé handa á milli. Hver einasta ávísun var notuð mánuði áður en hún kom, og þó hann seldi öðrum tímaritum sitt af hverju, bæði smásögur og greinar, hafði hann aldrei neina peninga. Það var erfitt að lifa af ritstörfum. Flestir ritstjórar voru marga mánuði að ákveða, hvort þeir gætu notað handritin, og enn fleiri mánuði að koma þeim á prent og því næst hðu svo nokkrir mánuðir, áður en þeim þóknaðist að borga fyrir handritið. Jack barðist heiftúðlega gegn þessu fyrirkomulagi og sagði, að þegar menn keyptu skó eða græn- meti, yrðu menn að borga út í hönd, og hví skyldu ritstjórarnir ekki eiga að gera slíkt hið sama? I ágúst varð hann fyrir þungu áfalli. McClure hafði lesið nokkrar smásögur, sem Jack hafði skrifað síðustu mánuðina, og reyndust þær allar ónothæfar. Þá missti hann trúna á Jack, og skrifaði honum: — Verk yðar virðast hafa tekið þeirri stefnubreytingu, sem gerir þau ónothæf fyrir tímarit okkar. Ég skil auðvitað mætavel, að hæfileikar yðar verða að fá að marka stefnuna . .. en þar eð líkurnar til, að þér getið látið okkur fá sögur við okkar hæfi, verða sífellt minni, getum við sjálfsagt orðið ásáttir um það, að við hætt- um að senda yður mánaðarpeningana frá byrjun október að telja. Þarna stóð nú Jack uppi með fimm manns á framfæri, og án þess að hafa nokkrar fastar tekjur. — Hjá mér byrjar nýja árið (1902) með nýjum áhyggjum og vonbrigðum, skrifar hann. Hann skuldaði 3000 dollara, því að ein af ógæfum hans var sú, að mönnum geðjaðist vel að honum og báru traust til hans og veittu honum því gjarn- ar gjaldfrest. En það sem mest þjáði hann, voru hin sívaxandi vonleysisköst, sem gripu hann æ þyngra og þyngra. 1 örvæntingu sinni skrifaði hann Önnu Strunsky: — Hvað er eiginlega þessi efna- fræðilega þróun, sem menn kalla líf ? Það er ekkert undarlegt, þó að veslings mann- kindin hafi á öllum öldum orðið að búa sér til guð, sem svar við þessari spurn- ingu. Það er svo þægilegt að grípa til guðs, þegar þarf að skýra þetta allt. En hvað þá um okkur, sem engan guð eigum? Það er lítil ánægja í því að vera efnis- og ein- hyggjumaður nú á tímum. Frá sjónarmiði rithöfundarins hafði hann þó ekki mikla ástæðu til að kvarta, því að í desember hafði „The Macmillan Company“, sem var eitt af stærstu útgáfu- félögum Ameríku, farið fram áaðfáaðgefa út bækur hans í Ameríku og Englandi. Sem svar við því, hafði Jack sent þeim sögu- flokk frá Alaska, sem hann kallaði: „í hinum norðlægu skógum“, og aðeins fimm dögum eftir að hann hafði skrifað Önnu Strunsky þessar þunglyndislegu línur, til- kynnti ,,Macmillan“, að þeir ætluðu að gefa út bókina, og þeir gengu inn á kröfu hans um 200 dollara fyrirframgreiðslu. Þreytan var nú horfin, og hann skrifar: — Ég veit ekki, hvort „I hinum norðlægu skógum“ getur talist framför frá fyrri bókum mín- um, en ég veit, að í mér búa vísar að mörgum góðum bókum, og að þær skulu koma fram, þegar ég hefi fundið sjálfan mig! 1 febrúar flutti hann aftur. Hann leigði sér hús í Piedmont með 7 dagslátta jarð- skika, er lá mitt í stórum furuskógarrjóðri, og annað lítið hús rétt hjá handa Flóru og Johnny Miller. — Það eru yndælar svalir á húsinu, þaðan sem sjá má út yfir San Francisco-flóann fimmtíu km. í burtu og alla ströndina handan við hann ... og allt þetta kostar ekki nema þrjátíu og fimm dollara á mánuði! Það kom sjaldan fyrir, að gestarúmin stæðu auð í húsi Jacks. Allir voru vel- komnir og vinahópur hans óx ört — en það gerðu reikningar hans líka. Þegar kaupmaður einn í Oakland skrif- aði honum og krafði hann um 135 dollara, sem Jack skuldaði honum, sendi hann kaupmanninum skammarbréf, þar sem hann ásakaði hann fyrir að hafa móðgað sig og valdið sér óþæginda, og skipaði hon- um að bíða kurteislega, þangað til röðin kæmi að honum, þá skyldi hann fá pening- ana, en ef hann færi að gera einhverjar kröfur og neitaði sér um frekara láns- traust, fengi hann ekki einn eyri. Kaup- maðurinn lét blöðin fá bréfið, og þau gerðu mikið veður út af því. Málið var tekið upp í öllum blöðum landsins og það hefði átt Framh. á bls. 15.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.