Vikan


Vikan - 11.07.1940, Page 2

Vikan - 11.07.1940, Page 2
2 VIKAN, nr. 28, 1940 Vitid þér það? 1. Hvaða ár var fyrsta þingið hald- ið í núverandi Alþingishúsi ? 2. Hvað heitir stærsta vatn í Ev- rópu? 3. Hvenær varð Hitler ríkiskanzlari Þýzkalands ? 4. Hvaða mál er talað á Haiti? 5. Hvenær fékk Reykjavík kaup- staðarréttindi ? 6. Hvaða drottning var hálshöggv- in eftir 20 ára fangelsisvist ? 7. Hvaða alþjóðaréttur viðurkenndi árið 1933, að Grænland væri dönsk nýlenda? 8. Hvenær dó Skúli landfógeti Magnússon? 9. Hvaða Hollendingur var konung- ur í Englandi? 10. Hvað heitir höllin, sem franski forsetinn hefir búið í? Sjá svör á bls. 15. Á átjándu öldinni, þegar hárgreiðsla kvenfólksins var svo fyrirferðarmikil, fyllt með púðri, olíum og allskonar skrauti, að hún var ekki framkvæmd nema aðra eða þriðju hverja viku, mátti lesa í einu dag- blaði Lundúnaborgar eftirfarandi klausu: „Hin mörgu sorglegu taugaáföll, sem komið hafa fyrir upp á síðkastið, af því að mýs hafa fundist í hári kvenfólksins, hafa leitt til þess, að félag hinna fögru lista hefir heitið þeim manni verðlaunum, sem getur búið til faliegastar músagildr- ur til notkunar í rúminu.“ Vinnandinn varð herra Moses Martingo, sem bjó til silfur- músagildru, sem seld var fyrir 3 guineur. Eitt af skemmtiatriðunum á hinum fræga baðstað Miami í Flórida, eru ferða- lög með „Glass Bottom Boats“ — bátum með glerbotni. Siglt er út að einhverju kóralrifinu þar í grenndinni. í gegnum glerbotninn geta gestimir svo horft á hið margbreytilega og litauðuga dýralíf hafs- ins. Annað skemmtiatriði eru hákarlaveið- ar úr körfunni á stýranlegum loftbelg. Þegar hákarlinn bítur á, hækkar loftbelg- urinn ört, svo að hann dregst fljótt upp úr sjónum og dinglar í lausu lofti. Liggur vegurinn þangað? „Liggur vegurinn þangað?“ heitir skáld- saga, sem nýkomin er út, eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson. Er þetta f jórða bók þessa 21 árs gamla rithöfundar. Fyrsta bókin hans birtist, þegar hann var 16 ára. Voru það barnasögur, sem hann nefndi „Við Álfta- vatn“. Fékk hún ágætar viðtökur og hefir komið út í tveim útgáfum. Næsta bók „Um sumarkvöld", líka barnasögur, kom út áður en höfundurinn varð fullra 17 ára. Ári síðar lét hann frá sér fara fyrstu löngu skáldsöguna „Skuggamir af bænum“. 1 fjögur ár hefir svo enginn bók birzt eftir hann, þangað til nú. En í blöðum og tíma- ritum hefir komið eftir Ólaf mikið af kvæð- um og smásögum. | Efni blaðsins, m. a.: | = Rúmenía er þýðingarmikill aðilji í | refskák alþjóðastjórnmálanna. I \ „í djúpum stórborgarinnar.“ Eftir Irving Stone. í I Ferðir yfir Sprengisand. Eftir Ásgeir Ásmundsson. Í Perlumar ... I Smásaga eftir Michael David. i Erum við Islendingar af Benjamíns- I i ættkvísl? § i Eftir séra Guðmund Einarsson. ] ] Maðurinn, sem keypti London, 1 framhaldssaga. Eftir Edgar Wallace. | Sigga litla og Óli og Addi í Afríku. ] í Skrítlusíða. — Heimilið. — Kross- | i gáta — o. fl. tllllllllllllllllllllIIISIBIlliiiiiliillllllllllllllllllllllllllllllllllltllllllllIIIIIIIIIIIIIII Golfspilari nokkyr að nafni Sutton, vann um daginn 5 pund og 6 golfkylfur í fallegu leðurhylki í veðmáli. Einn kunningi hans hafði veðjað við hann, að hann gæti ekki slegið golfkúlu frá suðurenda Tower Bridge eftir götum Lundúnaborgar til Whites Club í St. James Street í minna en 2000 höggum. Sutton sló það í 142 högg- um, og ef kunningi hans hefir haldið, að lögreglan mundi grípa í taumana og banna þetta, þá skjátlaðist honum, því að Sutton þurfti aðeins að segja við lögregluþjón- ana: „Þetta er veðmál,“ og þá leyfðu þeir honum að halda áfram. Vi k a n HEIMILISBLAÐ Ritstjóri: Kirkjustræti 4. Pósthólf 365. Afgreiðsla og innheimta: Austurstræti 17. Sími 5004. Pósthólf 166. Verð: kr. 1,75 á mánuði, 0,45 í lausasölu. Steindórsprent h.f. Orðsending frá skömtunarskrifstofu ríkisins: Að gefnu tilefni vill skömtunarskrifstofan vekja athygli almenn- ings á því, að á þessu ári verður ekki veitt nein úthlutun á sykri til sultugerðar, til viðbótar þeim 2 kg. handa hverjum manni, sem nú er verið að úthluta. Þeir, sem hugsa sér að nota sykur við hagnýtingu berja síðar í sumar, verða því að geyma til þess sykur frá þessari aukaúthlutun. Rabarbara má geyma í vatni, á tilluktum flöskum í langan tíma, svo óþarfi er að eyða miklum sykri nú til að bjarga honum frá skemmdum. Skömtunarskrilstofa ríkisins. tJTGEFANDI: VIKAN H.F., REYKJAVlK. — Ritstjóri: Jón H. Guðmundsson, Kirkjustræti 4. Pósthólf 365. — Ábyrgðarmaður: Steindór Gunnarsson. — Framkvæmdarstjóri: Engilbert Hafberg, Austurstræti 17. Sími 5004. Pósthólf 166.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.