Vikan


Vikan - 24.10.1940, Blaðsíða 1

Vikan - 24.10.1940, Blaðsíða 1
Nr. 43, 24. október 1940 Vikan Greta Garbo Dularfull persóna, sem bregður hulu yfir sjálfa sig, en sýnir á snilldarlegan hátt sálarlíf annarra kvenna. Qreta Garbo er ein skærasta stjarn- an á kvikmyndahimninum. En hún er dularfull persóna. í sum- um beztu hlutverkum sínum hefir henni tekizt svo afburða vel, að fólki hefir fundizt það þekkja út í yztu æsar sálar- líf þeirra kvenna, sem hún leikur. Én um hana sjálfa vita menn í rauninni harla lítið, því að þótt hún hafi sýnt aðrar konur af slíkri snilld, þá hefir hún alla tíð reynt að hafa hulu yfir sjálfri sér og einkalífi sínu. Að vísu hefir verið mikið um hana talað og margt um hana sagt, en slíkt leiðir ekki annað í ljós en það, að fólk er þrungið af forvitni, þegar um frægar mann- eskjur er að ræða. Margt hafa menn reynt að lesa um sálarlíf Gretu Garbo út úr andliti henn- ar, og þótt vera þar sérstaklega áber- andi lífsleiði og beiskja. Og víst er, að það er ekki andlit neinnar hversdags- manneskju. Munnur hennar er jafnvel talinn hafa eins dularfulla drætti og hið fræga málverk Mona Lisa. En hvað sem um þetta allt er, þá hefir Greta Garbo sýnt, að hún getur að minnsta kosti hlegið og sungið og dansað — í kvikmynd. Hér í Reykjavík hefir nýlega verið sýnd kvikmynd, þar sem Greta Garbo lék hlutverk, er var með nokkuð öðr- um hætti en þau, sem hún hefir venju- lega leikið. Mynd þessi gerist bæði í Moskva og París. Greta leikur „félaga Ninotchka", sovét-fulltrúa, strangan mjög til að byrja með, og er send til Parísar, til þess að hafa eftirlit með þriggja manna nefnd, sem hefir það hlutverk að selja gimsteina, er gerðir hafa verið upp- tækir, en áður höfðu verið í eigu stór- hertogafrúar.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.