Vikan


Vikan - 24.10.1940, Síða 6

Vikan - 24.10.1940, Síða 6
6 VIKAN, nr. 43, 1940 ekki á vitfirringahæli. Þú verður að lofa því að gera það ekki!“ En Eliza gat ekki dregið úr hræðslu hans, þó að hún full- vissaði hann um, að hún mundi aldrei senda hann á vitfirringahæli, heldur stunda hann sjálf. Eina von hans var, að hann fyndi konu, sem hann gæti elskað og sem gæti fætt honum son. Hann hafði skapað fjölda ódauðlegra persóna í skáldskap sínum, og nú hét hann sjálfum sér, að hann skyldi eignast son, hvað sem það kostaði og hvemig sem það gæti orðið. Hann ætlaði að finna konu, sem gæti fætt honum son og taka hana til sín á búgarðinn. Það er ýmislegt, sem bendir til þess, að hann hafi fundið konuna, sem hann leitaði að, að hann hafi elskað hana heitt og hún hann. En hann kom aldrei áformi sínu í fram- kvæmd. Hann hafði ekki hjarta í sér til að særa tilfinningar Charmian. Hann var ástúðlegur við hana og skrifaði stöðugt orðskrúðugar tileinkanir á þau eintök af bókum sínum, sem hann gaf henni. Jack London, sem áður fyrr hafði lifað og hrærzt fyrir ritstörfin, fannst, síðasta árið sem hann lifði, eins og hann væri að drekka eitur í hvert skipti, sem hann settist við skrifborðið. Þegar hann leit á hlaðann af hvítum öskjum í skrif- stofunni sinni, þar sem hann geymdi í frumdrög og hugmyndir að ótal sögum, gat hann ekki varist þeirri hugsun, að sjálfur væri hann orðinn eins og einn af þessum úttauguðu hnefaleikurum, sem hann hafði lýst svo meistaralega í mörgum smá- sögum sínum. Charmian var ákaflega vanstillt og taugaóstyrk. Hún vissi, að hann var henni ótrúr, og í Oakland töluðu menn um að skilnaður þeirra væri í vændum. Hún þjáð- ist stöðugt af svefnleysi. Árið 1915 hafði Jack sent frá sér tvær smásögur, og hafði hann samið þær báðar árið áður. Þann 1. desember 1914 hafði hann skrifað: ,,í gær lauk ég við skáld- söguna „Litla frúin í stóra húsinu“; á morgun byrja ég.á næstu skáldsögunni, sem ég hefi hugsað mér að kalla „Askjan loklausa". En hann skrifaði aldrei þessa bók, og „Launmorðingja-skrifstofan“, sem Sinclair hafði gefið honum hugmyndina að, sá heldur aldrei dagsins ljós; hann gafst upp í henni miðri. I janúar 1916 fór hann ásamt Charmian til Hawaii í von um, að sólin mundi aftur færa honum heilsuna. Þó að vinir hans og jtiilliltil® ÉSfjÍÍÉllSS verkamenn hefðu brugðist honum, hafði hann ekki misst trúna á hið sósíalistiska þjóðfélag; hann var sannfærðari í trú sinni en nokkru sinni fyrr. En hann var orðinn sár í garð mannanna yfir deyfð þeirra og yfir því, að þeir hefðu ekki dug í sér til að varpa af sér okinu. Við skrif- borðið í skipsklefa sínum skrifaði hann: „Ég segi mig hér með úr flokki sósíalista vegna skorts hans á eldmóði og baráttu- kjark og skilningsleysis á þýðingu stétta- baráttunnar. Ég var upphaflega meðlim- ur hins gamla, byltingarsinnaða og djarfa baráttuflokks verkalýðsins. Reynsla mín af stéttabaráttunni hefir kennt mér, að ein- ungis með því að berjast einir og leita aldrei samvinnu við andstæðingana geti verklýðsstéttin sigrað. En þegar jafnaðar- stefnan í Bandaríkjunum hefir þróast í það að verða friðsamleg afsláttarpólitík, get ég ekki lengur varið það fyrir sann- færingu minni að vera meðlimur í flokkn- um. Þess vegna sendi ég nú úrsögn mína.“ Stína hefir heyrt getið um vítisvélar.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.