Vikan - 24.10.1940, Qupperneq 13
VIKAN, nr. 43, 1940
13
Beaverbrook lávarður hefir lengi
verið talsmaður þess, að loftfloti
Stóra-Bretlands yrði aukinn til
hins ítrasta. Hann er fæddur í
Kanada, en er útgefandi tveggja
enskra dagblaða. I sumar var
hann gerður að ráðherra og hefir
með flugvélaframleiðsluna að
gera.
Þýzkir tundurskeytabátar, sem sagt er að Þjóijverjar hafi safnað
saman við Ermarsund í þúsundatali með innrás í England fyrir
augum. Bátar þessir eru mjög hraðskreiðir.
Afvopnun hersins í Luxemburg fór ógn friðsamlega fram eins og
þessi mynd sýnir. Hún er af þýzkum hermanni (til hægri) og lög-
regluþjóni í Luxemburg, sem hann hefir afvopnað.
Gyðja prentfrelsisins á heimsýningunni í New York 1940. í bak-
sýn eru tákn sýningarinnar, hnötturinn og þrístrendingurinn, og
minnismerki fyrsta forseta Bandaríkjanna, George Washington.
Þessi mynd er af ,,America“, stærsta skipi ameríska verzlunarflot-
ans. Það er 723 feta langt og mesta farþegaskip, sem byggt hefir
verið í Bandaríkjunum.
Píslarvættir styrjaldarinnar. Þessi mynd er af belgiskri móður á
göngu með þrjú böm í niðurskotnu borgarhverfi.