Vikan


Vikan - 04.09.1941, Page 11

Vikan - 04.09.1941, Page 11
VIKAN, nr. 36, 1941 11 Dularfullur atburður Framhaldssaga eftir AQATHA CHRISTIE. Poirot er fræg persóna í skáldsögum Agatha Christie. Hann er leynilögreglumaSur — hliðstæður Sherlock Holmes I sögum Conan Doyle’s — sem sezt hefir að í London og getið sér mikinn orstír fyrir uppljóstranir. „Þetta er alveg rétt hjá yður, Hastings. Allt frá byrjun hefi ég verið sannfærður um, að hún byggi yfir einhverju. 1 fyrstu grunaði ég hana um að hafa lagt grundvöllinn að þessu morði, eða að minnsta kosti átt einhvem þátt í því.“ „Hafið þér grunað hana?“ sagði ég. „Já, það gerði ég sannarlega. Það var mikill á.vinningur fyrir hana, að maður hennar dó. Já, meira að segja er hún nú eftir nýju erfðaskránni sú eina, sem græðir á því. Allt frá byrjun beindi ég því athygli minni að henni. Þér sáuð, að ég notaði tækifærið til að rannsaka úlnliði hennar. Ég vildi sjá, hvort það gæti verið, að hún hefði bundið sig sjálf og sett munnkeflið upp í sig. Jæja, ég sá strax, að það gat ekki verið, böndin höfðu verið bundin svo fast, að þau skárust inn í holdið. Það sannfærði mig um, að hún gat ekki hafa framið glæpinn sjálf. En samt sem áður gat hún hafa tekið þátt í því eða staðið að þvi og fengið einhvem annan til að fremja morðið. Þar að auki fannst mér ég kannast við söguna, sem hún sagði — grímuklæddu mennina, sem hún þekkti ekki og „leyndardóminn” — ég hafði heyrt eða lesið það allt saman áður. Það var líka dá- lítið annað, sem fullvissaði mig um, að hún segði ekki satt. Armbandsúrið, Hastings, armbands- úrið.“ Af tur fór hann að tala um armbandsúrið! Poirot leit forvitnislega á mig. „Þér skiljið það vonandi, vinur minn ? Þér skilj- ið, hvemig stendur á því?“ „Nei,“ svaraði ég önuglega. „Ég skil ekkert í því. Þér gerið allt að hreinasta leyndardómi, og það þýðir ekkert, að biðja yður að útskýra það. Þér viljið alltaf sitja með trompin, þangað til síðast." „Verið þér nú ekki geðvondur, vinur minn,“ sagði hann brosandi. „Ég hefi ánægju af að út- skýra þetta, ef þér aðeins kærið yður um það. En þér megið ekki segja Giraud eitt einasta orð. Hann fer með mig, eins og ég væri gamall fá- bjáni. En við skulum sjá, hvemig fer! Ég var svo góður við hann, að gefa honum ofurlitla bendingu. Hann um það, ef hann vill ekki taka hana til greina.” Ég fullvissaði Poirot um, að hann gæti treyst þagmælsku minni. „Ágætt! Þá skulum við nota litlu, gráu heila- frumumar. Segið þér mér, vinur minn, hvenær álítið þér, að glæpurinn hafi verið framinn ?“ „Ha? Um tvö-leytið,“ svaraði ég undrandi. „Þér mimið, að frú Renauld sagðist hafa heyrt klukk- una slá tvö um það leyti, sem mennimir vom í herberginu.” „Einmitt. Og aðeins þess vegna samþykkið þér, rannsóknardómarinn, Bex og allir aðrir þetta, án þess að hugsa meira um það. En ég, Hercule Poirot, segi, að frú Renauld hafi skrökvað. Glæp- urinn var framinn að minnsta kosti tveimur klukkustundum áður.“ „Já, en læknirinn------“ „Læknirinn sagði, eftir að hafa skoðað líkið, að Renauld hafi dáið sjö til tíu tímum áður en hann skoðaði líkið. Vinur minn, af einhverjum ástæðum er nauðsynlegt, að það líti þannig út, að glæp- urinn hafi verið framinn tveimur stundum seinna en það var í raun og vem gert. Þér hafið lesið í reyfumm um klukkur, sem vom felldar niður og Forsaga: Hercule Poirot leynilög- ° reglumaður hefir hvatt vm sinn, Hastings, til að skrifa frásögn af dularfullum atburði, sem gerðist í Frakk- landi. 1 járnbrautarlest hitti Hastings leik- konu, er kallar sig „öskubusku”. Poirot fær fréf frá miljónamæringnum Renauld, sem óttast um líf sitt. Hann býr í „Villa Geneviéve” í Frakklandi. Þegar þeir félag- ar koma þangað er búið að myrða Renauld. Poirot tekur þátt i rannsókn málsins með lögreglunni. Þeim er sagt, að Renauld hafi verið í þingum við konu að nafni Dau- breuil. Denise þjónustustúlka segir frá konu, sem hafi heimsótt hann kvöldið áður. Hótunarbréf, undirritað Dulice, finnst í frakkavasa Renaulds. Poirot finnur hom af ávísun, sem á er ritað „Duveen". Frú Renauld segir frá því, sem bar við um nóttina. Siðan fara þeir og rannsaka morð- staðinn. Þar hitta þeir Giraud leynilög- reglumann. Að því loknu fara þeir og tala við frú Daubreuil, en verða einskis vísari. Morguninn eftir hittir Hastings „ösku- busku". Hann sýnir henni allt umhverfið og líkið. Hann fylgir henni síðan heim, en gleymir að læsa skúmum, sem líkið er í, þangað til hann kemur aftur. Inni em yfir- heyrslur. Gabriel Stonor, einkaritari Ren- aulds, kemur inn. Hann segir að frú Dau- breuil hafi þvingað fé af Renauld. Á meðan á yfirheyrslunum stendur kemur Jack, son- ur Renauld, inn. Hann hafði átt að fara til Suður-Ameríku, en skipinu seinkaði. Hann er yfirheyrður, og kemur þá í ljós, að hann elskar ungfrú Mörthu Daubreuil. Faðir hans hafði ekki viljað heyra nefnda giftingu þeirra og lentu þeir þá í deilu. Eftir yfir- heyrsluna fara Poirot og Hastings til gisti- hússins. gáfu nákvæmlega til kjmna, hvenær glæpimir vom framdir. Til þess að frú Renauld hefði ein- hverja sönnun um tímaákvörðunina, flýtti einhver úrinu um tvær klukkustundir og henti því á gólfið. En eins og stundum vill verða, varð niður- staðan allt önnur en til var ætlast. Glerið brotn- aði, en úrið sjálft skemmdist ekkert. Þetta var örlagarík tilraun, sem varð strax til þess að vekja athygli mína á tvennu: 1 fyrsta lagi, að frú Ren- auld segði ósatt, og í öðru lagi, að það væri góð og gild ástæða til að seinka timanum, sem álitið er að morðið hafi verið framið á.“ „En hvaða ástæða getur það verið?" „Það er nú einmitt spumingin! 1 því er allur leyndardómurinn fólginn. Enn get ég ekki útskýrt það. Það er aðeins eitt, sem mér virðist geta komið hér til greina." „Hvað er það?“ „Seinasta lest frá Merlinville fór klukkan seytján mínútur yfir tólf.“ Ég hugsaði um þetta. „Það er að segja, að þegar lítur út fyrir að glæpurinn hafi verið framinn tveimur stimdum seinna, þá sé ekki hægt að gnma þá, sem fóru með þeirri lest!“ „Ágætt, Hastings! Þama hittuð þér naglann á höfuðið!” Ég varð ákafur. „Þá verðum við strax að afla okkur upplýsinga á brautarstöðinni! Þeir hljóta að hafa tekið eftir tveimur útlendingum, sem fóm með lestinni. Við verðum að fara strax þangað!“ „Meinið þér þetta, Hastings?” „Auðvitað. Við skulum fara strax þangað." Poirot sefaði ákafa minn, með því að leggja hendina á handlegg minn. „Þér skulið fara þangað, ef þér viljið, vinur minn — en þá ætla ég að ráðleggja yður, að spyrja ekki eftir tveimur útlendingum." Ég starði á hann og hann sagði fremur óþolin- móður: „Þér trúið, vænti ég, ekki allri þessari ræn- ingjasögu? Sagan um grímuklæddu mennina og allt það er uppspuni frá rótum!“ Ég varð svo undrandi, að ég vissi ekki, hverju ég átti að svara. Hann hélt rólega áfram: „Þér heyrðuð mig segja Giraud, að ég kannað- ist við öll aðalatriðin í þessu máli? Gott og vel, þá geri ég ráð fyrir, að annað hvort hafi sami heilinn undirbúið báða glæpina, eða að frásagnir um hinn glæpinn hafi festst svo í minni glæpa- mannsins, að hann reyni að stæla hinn glæpinn. Ég get sagt yður það ákveðið, þegar------“ Hann þagnaði. Ég hafði ýmislegt við þetta að athuga. „Það hefir áreiðanlega verið eitthvað dularfullt við líf Renaulds. Það er enginn efi á því. En að minu áliti er Santiago aðeins nafn, sem notað er til að leiða okkur á villigötur. Það getur verið, að þessu hafi líka verið beitt við Renauld sjálfan til að leiða athygli hans frá einhverjum stað, sem er nær. Þér getið verið sannfærður um það, Hast- ings, að þetta, sem hann hélt, að sér stæði hætta af, var hér í nágrenninu en ekki í Santiago.” Hann sagði þetta svo alvarlegur og sannfær- andi, að ég gat ekki annað en trúað því. En ég reyndi þó að bera á móti því til hins ýtrasta: „En eldspýtan og sígarettustubburinn, sem fannst hjá líkinu? Hvaða álit hafið þér á því?“ Andlit Poirots ljómaði af ánægju. „Það var sett þar af ásettu ráði! Það var sett þar til þess að maður eins og Giraud fyndi það! Giraud er afbragð og kann það, sem hann er að gera. Það kunna duglegir blóðhundar líka. Hann hoppar inn um glugga og er svo ánægður með sjálfan sig. Timum saman hefir hann skriðið á maganum. „Sjáið, hvað ég hefi fundið,“ segir hann og snýr sér svo að mér: „Hvað sjáið þér þama?" Ég svara hreinskilnislega: „Ekkert." Og Giraud, þessi mikli Giraud, hann hlær og hugsar með sjálfum sér: „O, hann er gamall fáráðlingur!" En við skulum sjá, hvemig fer . ... “ Ég sneri mér aftur að aðalatriðinu: „Þá er öll sagan um grímuklæddu mennina —“ „Lygi frá upphafi til enda.“ „Hvað kom þá fyrir í raun og veru?“ Poirot yppti öxlum. Það er aðeins ein manneskja, sem getur sagt okkur það — og það er frú Renauld. En hún segir áreiðanlega ekkert. Hvorki bænir né ógn- anir munu fá hana til þess. Hún er einkennileg kona, Hastings. Á sömu stundu og ég sá hana, þá varð mér ljóst, að þessi kona er gædd óvana- legri festu. 1 fyrstu lá við, eins og ég hefi sagt áður, að ég héldi, að hún væri á einhvem hátt riðin við morðið. En ég skipti um skoðun.” „Hvað fékk yður til að skipta um skoðun?" „Hin eðlilega og auðsæja sorg bennar, þegar hún sá lik manns sins. Ég gæti svarið fyrir, að sársaukinn í ópi hennar var ekki uppgerð.”

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.