Vikan


Vikan - 11.02.1943, Blaðsíða 1

Vikan - 11.02.1943, Blaðsíða 1
Nr. 6, 11. febrúar 1343. Kvennaskólinn í Reykjavík Hekluð gólfábreiða var fjárhagsundirstaða fyrsta kvennaskólans á landinu. Thora ocj Páll Melsteð áttu frum- kvœðið að stofnun Kvennaskól- ans, og þó einkum frúin. Hún lagdi mikið á sig til undirbúnings málsins og bar ad mestu leyti hita og þunga skólarekstursins i rúma þrjá áratugi. SlÐUSTU hundrað árin hafa verið uppi í mörgum löndum margar konur, er hafa látið sig miklu skipta þann að- stöðumun, sem löngum hefir verið milli kvenna og karla í þjóðfélaginu. Þær hafa skorið upp herör og hvatt kynsystur sínar til dáða, látið margt óþvegið örð falla í garð karlmannanna vegna þessa misréttis og sýnt það á ýmsa lund, að konur eiga líka krafta í kögglum og kunna að beita þeim, þegar með þarf. Starf þessarra kvenna hefir lyft þjóðunum á hærra menn- ingarstig en þær voru á áður og með því hefir sannast gildi hugsjóna þeirra og baráttu. Island hefir líka átt slíka kvenskörunga. 1 hópi þeirra var Thora Melsteð. Hún var fædd í Skjelskör á Sjálandi í Danmörku 18. des 1823, dóttir Gríms amtmanns Jóns- sonar prests, Grímssonar að Görðum á Akranesi. „Grímur var mjög vel gáfaður maður, og tók próf í lögum við háskólann í Kaupmannahöfn og síðan herforingjapróf. ... Hann hafði orð á sér fyrir réttvísi og dugnað. Sýndi hann það bezt, er hann fylgdi Rask fastast allra manna í réttrit- unarmálinu, að hann gat verið jafnósveigj- anlegur1, þótt hann ætti við eitt hið merk- asta stjórnarráð í Kaupmannahöfn, sem við hvern annan, ef hann var sannfærður um, að hann ætti á réttu að standa." Móðir Thoru var norsk í föðurætt, en jótsk í móðurætt og hét Birgitte Cecilie Breum. Framhald á bls. 3. Ragnheiður Jónsdóttir, forstöðukona Kvennaskólans.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.