Vikan - 11.02.1943, Blaðsíða 12
12
VIKAN, nr. 6, 1943
munni sér, benti á Madeline með henni og sagði
eitthvað á írsku.
„Hvað sagði hún? Þýðið það fyrir okkur,"
sagði Pamela áköf. „Ó, gerið það!“
„Ó, náðuga ungfrú, það get ég ekki gert!"
„O, hvað gerir það til,“ sagði Michael og hló
hátt.
„Komið með það,“ sagði West úr hominu, þar
sem hann sat á mókörfunni og dinglaði stuttum
fótunum. Hann bjóst við því að heyra eitthvað
hrós um dótturina ....
„Hún sagði, að unga stúlkan hefði svo gott lag
á bömum, að hún hlyti að hafa mikla æfingu í
þvi. Væri sennilega gift kona, sem ætti sjálf smá-
böm.“
Þetta var nú ekki beint það, sem West hafði
viljað heyra. Hann hrukkaði ennið, varð gremju-
legur á svipinn og sagði, að gamla konan færi
með þvætting. Hitt fólkið fór að tala hátt saman
og lét eins og það hefði ekki heyrt athugasemd
gömlu konunnar.
Sá eini, sem vogaði sér að líta á Madeline, var
Tony lávarður. Hún laut yfir barnið og enni henn-
ar var djúprautt.
Nú var óveðrið liðið hjá. Himininn var aftur
heiður og fólkið fór nú að tína saman föt sín
og hrista kápur og hatta. Föt kvenfólksins voru
öll illa útleikin, en nú var rigningin hætt og
sólin skein aftur í heiði, svo að þau flýttu sér öll
út, því að þau langaði í ferskt loft. West gamli
þrýsti krónupeningi í lófa konunnar og fékk mörg
þakkarorð í staðinn, en dóttir hans hafði látið
gullpening i lófa barnsins, áður en hún lét það
frá sér.
Og nú var haldið heimleiðis. Grasið var blautt
og regrrið hafði myndað smálæki milli steinanna,
svo að fólkið varð enn blautara.
Þau gengu saman tvö og tvö á leiðinni niður.
Tony lávarður og Madeline voru síðust. Hann var
nú orðinn verulega ástfanginn af stúlkunni, sem
gekk við hlið hans, rjóð í kinnum eftir storminn
og rigninguna. Óveðrið hafði aukið á fegurð
hennar í stað þess að draga úr henni. Já, hún
mundi hæfa honum vel, því að hún var kona,
sem hver karlmaður mátti vera hreykinn af, og
var auk þess góður félagi, alltaf í góðu skapi,
aldrei með duttlunga, og hún mundi verða fyrir-
myndar húsfreyja. Hún gekk svo léttilega við
hlið honum og hafði verið svo dugleg að klifra
upp klettana áður.
Hér var gott tækifæri til þess að tala aftur
við hana; hann gat ekki látið þetta tækifæri
ónotað.
Hann reyndi hálf vandræðalega að leiða sam-
ræðurnar inn á þá braut, en hann var ekki kom-
inn vel á veg, er Madeline greip fram i fyrir
honum:
„Þér eruð mér kær vinur, Antony lávarður,
og —“
„Hvað hefi ég með vináttu yðar eina að gera,
og auk þess trúi ég alls ekki á hana!“ sagði hann
ákafur. „En ég mundi aftur á móti verða
mjög glaður, ef yður þætti vænt um mig.“
„Leyfið mér að tala út. Ég ætlaði að bæta því
við, að ég met yður svo mikilsf að ég ætla að
trúa yður fyrir miklu leyndarmáli."
„Því leyndarmáli, að þér séuð trúlofuð!" sagði
lávarðurinn.
„Nei, að ég sé gift.“
Tony lávarður nam staðar. Madelin.e nam einnig
staðar og þögul horfðust þau í augu.
Madeline virtist vera alveg róleg; Tony lávarð-
ur var rauður í andliti af undrun. Hann leit á
hana stórum augum og sársaukadráttur var um
munn hans.
„Þér gerið að gamni yðar," stamaði hann loks.
„Nei, ég sagði yður sannleikann."
„Hverjum eruð þér gift? Hvar er maðurinn
yðar?"
„Maðurinn minn er í London. Faðir minn hefir
ekki hugmynd um, að hann sé til. Ég gifti mig
beint úr skólanum," sagði Madeline. Svo sagði
hún sögu sína í stuttu máli. Hún þagði aðeins
um nafn manns síns og stöðu og nefndi heldur
ekki, að hún ætti son. „Þér vitið nú aðstöðu
rnina," sagði hún að lokum. „Ég hefi hingað
til ekki þorað að segja pabba sannleikann, og ég
trúi yður fyrir leyndarmáli mínu i þeirri von, að
þér varðveitið það sem heiðursmaður."
„Auðvitað er það öruggt hjá mér,“ sagði hann
dálitið kuldalega, „mér er það heiður, að þér
skylduð trúa mér fyrir þessu."
„Kæri Tony lávarður, talið ekki í þessum tón
við mig,“ greip Madeline fram í fyrir honum með
tárin í augunum. „Ég sagði yður allt, vegna þess,
að þér eruð góður maður, og ég veit, að mér
er óhætt að treysta yður, þótt þér séuð að telja
sjálfum yður trú um, að þér séuð ástfanginn af
mér. 1 rauninni elskið þér mig ekki, og það vitið
þér einnig vel. Auk þess hefi ég ekki látið vel
að yður né neinum öðrum manni. Föður mínum
þykir vænt um yður, og hann vill — já, þér
vitið óskir hans í þessu efni ... Þess vegna ætla
ég að biðja yður að taka á yður sökina gagnvart
honum. Það er að segja, ég ætla að biðja yður
að láta eins og tilfinningar yðar í minn garð
hafi kólnað og að þér dragið yður í hlé.“
„Ég á þá að leika hlutverk lygara og hræsn-
ara!"
„Bara stutta stund."
„Þetta er nú til nokkuð mikils ætlazt. Veit
Rachel nokkuð um þetta?"
„Nei, það veit enginn um þetta nema þér, ég,
maðurinn minn og einn vinur hans."
„Hvenær hafið þér hugsað yður að segja föður
yðar sannleikann?"
„Undir eins og ég get horfið aftur til manns-
ins míns. Ef ég segði honum það núna, þá yrði
ég sennilega rekin á dyr, og þá væri úti um
alla skemmtunina hér."
„Já, svo yrði eflaust!" Nú sá Tony lávarður í
huganum alla hina skemmtilegu daga og hjart-
arveiðamar, sem hann hafði hlakkað svo mikið
til, áður en honum var trúað fyrir þessu leyndar-
máli.
„Ég veit, að ég krefst mikils af yður, en þér
ætlið að fyrirgefa mér og hjálpa mér, er það
ekki?“ sagði Madeline og horfði svo biðjandi í
augu hans, að hann gat ekki staðizt hana.
„Eigið þér við, að ég eigi að sýna yður kæru-
leysi og forðast yður?"
„Reynið að finna einhverja millileið. Sýnið ekki
allt of mikla óvild í minn garð, ef þér þá getið
það.“
„Mér geöjast ekki að þessu máli, en ég ætla
að vera yður hjálpsamur og gerast meðsekur í
svikunum. En ég verð að játa það, kæra frú,
að maðurinn yðar er ákaflega hamingjusamur."
„Þér ætlið þá að varðveita leyndarmál mitt?“
,,Já. Ég rétti yður hönd mína til sönnunar um
það.“
Á þessu augnabliki leit West gamli við og sá
sér til mikillar ánægju, að þau héldust í hendur.
Hann hafði ætlað að kalla til þeirra að flýta sér,
því vagnamir væru þegar komnir, en við þessa
sjón hætti hann við það.
Það leit út fyrir, að Tony hefði endurtekið
bónorð sitt með betri árangri en i fyrra skiptið.
Hinn hamingjusami faðir flýtti sér nú ánægður
niður fjallið. Er hann var kominn niður, skipaði
hann fólkinu eins fljótt og unnt var í vagnana,
settist sjálfur hjá frú Leach, en lét lítinn tveggja
manna vagn vera eftir handa hinum tveim, sem
enn voru ókomin.
*
Föður Madeline fannst það að vísu dálítið ein-
kennilegt, að Tony lávarður skyldi ekki koma
til hans um kvöldið til þess að segja honum, að
allt væri komið i lag. Það var næstum því eins
og lávarðurinn forðaðist hann, og hann hvarf í
skyndi, er þeir hittust af tilviljun í reykinga-
salnum. Og þótt Tony lávarður gæti verið viss
um samþykki mitt, sagði West við sjálfan sig,
þá hefði mér nú þótt vænt um það, að hann hefði
strax komið til mín.
Daginn eftir hitti hann Tony einan á leiðinni
til hesthússins.
„Jæja, vinur minn, hvers vegna komuð þér
ekki til mín í gærkvöldi og sögðuð mér allt?"
sagði hann.
„Ég — ég hafði ekki neitt að segja yður,“
stamaði Tony.
„Hvað segið þér? Ég sá yður standa og halda
í hönd Madeline, þess vegna lét ég ykkur aka
ein saman."
„Ég rétti ungfrú West aðeins höndina til
til staðfestingar — á — loforði."
„Loforði! Hvaða loforði?" spurði West óþolin-
móður.
„Við lofuðum hvort öðru að vera góðir vinir,"
stamaði Tony.
„Ja, nú er ég þó hissa!" sagði West eftir dá-
litla þögn. „Þetta fór nokkuð öðru vísi fram,
þegar ég var ungur. Vinátta! Það var þá líka!"
MAGGI.
OG
KAGGI
1. Maggi: Skolli
ertu sniðug, Eva,
að geta tælt bý-
flugurnar út úr
húsinu með þess-
um tónum, sem þú
gerir með krukk-
unni. Nú skulum
við fara með þær
niður i bæ og gera
usla þar.
Raggi: Já, komdu,
Eva, það skulum
við gera.
2. Maggi: Við för-
um með þær inn í
ráðhúsið.
Raggi: Eða göng-
um um aðalgötuna.
3. Maggi: Heyrðu,
Eva, hvað er orðið
af býflugunum?
Eva: Hvert í log-
andi! Nú skil ég
ekki.
4. Eva: Þarna er
sökudólgurinn.
Hann hefir tælt
þær burtu með
hrotunum.