Vikan


Vikan - 11.02.1943, Blaðsíða 11

Vikan - 11.02.1943, Blaðsíða 11
VTKAN, nr. 6, 1943 11 Framhaldssaga: .........-... GIFT eða ÓGIFT ................ Eftir Betsy Mary Croker Dagurinn, sem fara átti ferðalagið upp i hvilftina, rann upp. Það var einn hinna mörgu hátíðisdaga, þegar sanntrúaðir katólskir menn mega ekki vinna, heldur klæðast beztu fötum sínum og fara i kirkju til þess að hlýða messu. Það var því ekki hægt að fá neina klappara og veiðimennirnir urðu að sætta sig við örlög sín; þeir fóru að vísu upp í fjöllin, en þeir skyldu byssur og hunda eftir og fylgdu aðeins hóp kvenna, sem höfðu komið sér fyrir í fjórum vögnum. Það var yndislegt veður þennan morgun; sólin skein svo glatt, að fólkið ákvað að halda upp á fjallstind, óbyggt og óræktað svæði, þar sem fallegt útsýni var. Leiðin var erfið, en samt var þetta ómaksins vert. Farið var með matinn, sem þau höfðu haft með sér, upp í hvilftina, sem var græn lægð milli tveggja klettasnasa og þau borðuðu með góðri lyst. Þau sátu lengi og ræddu saman, en tóku ekki eftir þvi, að himin- Inn þaktist svörtum skýjum. Tltsýnið hjúpaðist, og sólin hvarf, og allt í einu skall á úrhellis- rigning. Þau sáu ekkert skýli svo langt sem augað eygði. Einn af hópnum, sem sá betur en hinir, þóttist sjá litla steinhæð langt í burtu, og við nánari athugun reyndist það vera lítill kofi og þangað hélt svo allur hópurinn. Grjóthrúgan var mannabústaður. 1 henni voru aðeins tvö herbergi; eldhús og svefnherbergi. Var eldhúsið svo lítið, að varla var rúm fyrir allt fólkið, jafnvel þótt það stæði og þótt búslóðin væri ekki annað en nokkrir trékassar, skápur og einn stóll. Það var slæmt loft í herberginu, en samt var þar betra að vera en úti, þar' sem rigningunni hellti niður. Er augu hinna óboðnu gesta höfðu vanizt myrkrinu, sáu þeir, að auk reyksins og nokkurra hænsna, var gömul kona í eldhúsinu; hún sat fyrir framan eldinn og reykti stutta pipu. Hún starði tómlega framundan sér og annaö hvort hlaut hún að vera heyrnarlaus eða fábjáni, því hún svaraði engu öllum spurningum þeirra. Allt í einu kom inn ung stúlka með körfu íulla af blautum mó á bakinu. „Ég sá ykkur hlaupa, og þið eruð öll velkomin héma,“ sagði hún um leið og hún lagði körfu Forsaga: Madeline er dóttir Wests milljónamærings, sem grætt hefir fé í Ástralíu, en er nú kominn til Englands. Hún hefir, án vitundar föður- síns, gifzt Lawrence Wynne, fátækum lög- fræðingi. Vegna veikinda hans hafa þau átt við mikið basl að stríða. Þegar faðirinn boðaði komu sína til Englands og sendi Madeline peninga, fór hún með mann sinn og son upp i sveit og skilur þá þar eftir, þegar hún fer að hitta föður sinn, af því að hún þorir ekki annað en láta hann fyrst um sinn halda, að hún sé ógift. Hún býr við auð og allsnægtir hjá föður sinum, en þegar Lawrence er albata flytst hann til London og tekur upp fyrra starf sitt og gerist auk þess rithöfundur. Madeline þorir ekki enn að segja föður sínum hið rétta, því að hann má ekki heyra annað en hún giftist aðalsmanni. Antony lávarður biður hennar og West er þess mjög fýsandi, að hún taki honum, en hún segir lávarðinum, að hún hafi enga löngun til að verða eigin- kona hans. Faðir hennar verður ákaflega reiður, þegar hann heyrir þetta, en ætlar þó að sjá, hverju fram vindur. sína út í hom. ,,En amma," hún benti á gömlu konuna, „talar bara írsku“. „Irsku? Ó, mig langar svo til þess að heyra írsku!“ sagði Pamela. „Viljið þér láta ömmu yðar tala?“ Unga stúlkan hegðaði sér eins og gamla konan væri brúða, sem aðeins þyrfti að trekkja upp til þess að láta hana tala. „Hún talar ekki mikið, ungfrú, og hún er nú orðin svo gömul, að hún er farin að ganga í barndómi. En ég er hrædd um, að við eigum of fáa stóla,“ hélt hún áfram í því hún baúð lafði Rachel með bendingu að setjast á mó- körfuna. „Eg get heldur ekki borið ykkur te, en mjólk eigum við.“ „Við þökkurn," sagði West mikilmennskulega, ,,en við erum þegar búin að borða ágætan morgunverð." „Nei þetta er þá húsbóndinn í höllinni þarna niður frá,“ sagði nú hár maður með dökkt al- skegg, er kom í þessu inn úr dyrunum og horfði undrandi á hinn stóra hóp. „Ég er Michael, herra.“ West þekkti manninn vel, hann var oft leið- sögumaður á veiðiferðum þeirra. „Hann rignir i dag, Michael,“ sagði West. „Já, herra.“ „Haldið þér, að hann rigni lengi?“ spurði Madeline. „Það er ekki gott að segja; en ég býst ekki við því. Skúrin kom svo skyndilega.“ „Komið þér úr kirkju, Michael?“ spurði Tony. „Já, herra.“ „Hittuö þér vini og kunningja, Michael, og fenguð yður snaps?“ „Aðeins vætti varirnar." „Hvað drekkið þér helzt, Micky? Hvað viljið þér drekka, ef maður byði yður nú eitthvað?“ „Ja, whisky og portvín.“ „Saman?“ „Já, því ekki það. Mér finnst það ágæt blanda.“ „Hvers vegna það?“ „Jú, sjáið þér nú til. Þegar ég drekk eintómt portvin, þá er ég orðinn uppþembdur, áður en ég er farinn að finna á mér, en þegar ég drekk óblandað whisky, þá er það þveröfugt, þá er ég orðinn fullur áður en ég hefi slökkt þorsta min- um. En blandi maður hvorutveggju saman, þá verður það eins og það á að vera.“ „Michael! Þú ættir að skammast þín að tala svona, þegar hefðarkonur hlusta á,“ sagði kona hans, sem í þessu kom inn með hvítvoðung á handleggnum. Bamið var sennilega um mánaðar- gamalt, vafið inn i gamalt sjal. „Guð komi til, smábarn!“ hrópaði gamli gull- grafarinn. „Farið burt með það, áður en það fer að orga, góða kona. Ég hata bamavæl." „Nei, lofið okkur að sjá það! Lofið mér að halda á því_!“ sagði kvenfólkið og brátt gekk bamið úr einum örmum í aðra, en heilsaði hverri konu með skerandi gráti. Pamela, frú Leach, ung- frú Lumley og lafði Rachel fengu allar sömu meðferðina. „Jæja, Maddie, reynið nú, hvernig yður gengur. Sýnið, að þér vitið, hvað snýr upp og hvað niður á þessum pinkli,“ sagði lafði Rachel, tók barnið úr fangi móðurinnar og rétti Madeline það. Nú varð djúp þögn, eins og logn eftir óveður. Bai'nið róaðist og horfði rannsakandi augum á hina nýju fóstm sína, og meðan Madeline rugg- aði því á handlegg sér og masaði við það, horfðu móðirin og amman á hana með þakklæti og að- dáun, þar til gamla konan tók loks pípuna úr Húsráð. Gott ráð til þess að útbúa sykur, sem láta á út í te, er að leysa hann upp í sjóðandi vatni og kæla hann svo. Þér getið sparað yður mikla vinnu með því að lakka yfir allar hillur í eldhúsi yðar og búri, því þá er auð- velt að þvo þær og halda þeim hrein- um. Látið kaffi aldrei sjóða, því við það verður það vont, missir hið góða bragð og ilm. Mjólk inniheldur miklu meira af þeim næringarefnum, sem líkaminn þarfnast en nokkur önnur fæða. Drekkið því mikið af mjólk.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.