Vikan - 11.02.1943, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 6, 1943
5
................... Framhaldssaga: .....
Líkið í ferðaTdstunni
..Sakamálasaga eftir Dr. Anonymous .....
Síðan fylgdi ég honum kurteislega til dyra.
Hann gekk út á ganginn og ég fylgdi hon-
um. Hann gekk hægt niður stigann eins og mað-
ur, sem er niðursokkinn í hugsanir sínar, en ég
stóð kyrr uppi og horfði á eftir honum. Á ein-
um stigapallinum nam hann staðar og tók eins
•g ósjálfrátt hvítan vasaklút upp úr frakkavasa
sínum og þurrkaði sér um augnn með honum.
Um leið og hann tók klútinn upp úr vasanum,
hafði grátt umslag dottið á gólfið. Ég, sem stóð
mörgum þrepum hærra, heyrði það detta en
jresturinn virtist ekki hafa heyrt það, þvi hann
hélt hægt áfram.
Mér datt fyrst i hug að kalla á hann, en hætti
svo við það og beið.
Bréf! Hver veit, hvað það gat falið í sér!
®g stóð grafkyrr og beið.
Harvey kom ekki aftur.
Ég- starði ákafur á bréfið, eins og ég ætlaði
að draga það að mér með augunum og gera það
öðrum ósýnilegt — en ef hann saknaði þess nú?
Það sást svo greinilega, þar sem það lá þama
á rauðu teppinu. -— Ef einhver kæmi nú upp
stigann og kallaði svo á Harvey! Til dæmis ein-
hver þjónanna! — Augnablik varð ég skelkaður
við þessa hugsun. Eg þorðr ekki að hlaupa niður
af ótta við það, að hann mundi líta við, er hann
heyrði til mín.
Nú bar hann höndina upp að brjóstvasanum,
og 'ég áleit þegar, að bréfið væri mér glatað, en
hann var bara að stinga klútnum í vasann.
Nú beygði hann fyrir hornið niður í forsaln-
um, ogji sama augnabliki þaut ég niður stigann,
og hönd mín þreif bréfið, eins og ránfugl, sem
læsir klónum í bráð sína.
Eg hljóp upp á herbergi mitt og lokaði mig
inni; ég lagði umslagið á borðið — það var fer-
kantað úr gráum pappír, bar póststimpilinn Dover
og heimilisfangið: Hr. Prófastur Austin Harvey,
Hotel de la Pair, Paris.
Skyldi umslagið vera tómt, eða skyldi vera bréf
S því?
Að því, er ég gat bezt fundið, er ég þreifaði
á þvi, var það ekki tómt; ég opnaði það og tók úr
því pappírsörk, sem átti eftir að leiða mig á
rétta braut, eins og mig hafði strax grunað.
Bréfið byrjaði svona:
„Elsku Austin minn!‘ ‘
Ég leit í skyndi á undirskriftina á næstu síðu;
þar stóð: ,,Philipp“.
Ég var varla búinn að líta yfir innihaldið, er
barið var hratt og óþolinmóðlega að dyrum hjá
mér. Ég kastaði bréfinu niður í borðskúffu, læsti
henni i skyndi og fór úr jakkanum til þess að
hafa með þvi afsökun fyrir því, að ég skyldi
hafa snúið lyklinum í skránni, og fór síðan á
skyrtunni til dyra.
Það var Harvey. Áður en ég gat áttað mig,
hafði hann ýtt mér inn í herbergið og kom sjálf-
ur á eftir. tJtlit hans og hegðun gaf til kynna,
að hann væri í mikilli geðshræringu.
,,Ég tapaði rétt áðan bréfi úr vasa mínum,“
sagði hann, „og ég verð að fá það aftur.“
„Einmitt það," sagði ég alveg rólega.
„Já, ég verð að fá það aftur. Það hlýtur að
hafa dottið í stiganum. Þér stóðuð fyrir ofan
við handriðið — þér hljótið að hafa séð það."
„Já, ég ætla ekki að segja yður ósatt — ég sá
það."
„Þér hafið þá tekið bréfið."
Forsaga: ^að,er (á,norður;járn-
° brautarstoðinm í Paris.
Ungur leynilögreglumaður, sem staddur er
þar, verður sjónarvottur að því, að lik
finnst í ferðakistu ungrar stúlku. Hann
verður áfjáður í að leysa þessa ráðgátu.
Hann fer til kunningja síns, sem er lög-
reglustjóri og fær þannig tök á að fylgjast
með málinu. Fer hann að lesa í gerðabók-
inni um yfirheyrzlu á ungu stúlkunni Edith
Orr-Simpkinson og þjónustustúlku hennar.
Hann athugar líkið og ferðakistuna, leysir
af henni álímda miða og sér þá stafina
P. H. á miða, sem límt hafði verið yfir.
Hann skrifar hjá sér stafina. Hann fær
leyfi til þess að tala við ungfrú Simpkin-
son; hittir hann hjá henni ungan mann,
Austin Harvey prófast, unnusta hennar.
Hann segir hina myrtu vera frænku sina.
Felur hann leynilögreglumanninum að
annast málið. Leynilögreglumaðurinn
kemst á þá skoðun, að ungfrú Simpkinson
eigi ekki kistu þá, er líkið var í, heldur
sé hún að reyna að hylma yfir með ein-
hverjum.
„Já, það gerði ég.“
„Það er ágætt — látið mig fá það strax, og
svo bið ég afsökunar á því, að ég skyldi vera
að ónáða yður.“
„Ja, það er nú dálítið annað. Ég er hræddur um,
að ég geti ekki látið yður fá bréfið aftur,
Harvey."
„Að þér getið ekki látið mig fá bréfið? Hvað
á það að þýða? Hvers vegna ekki?“
„Vegna þess, að ég neyðist til að geyma það.“
„Hvaða þvættingur er þetta. Þér hafið ekkert
leyfi til þess. Þetta bréf er til mín og þér hafið
engan rétt til þess að halda því.“
„Ég er ekki búinn að lesa bréfið vandlega, en
ég er þó búinn að sjá, að innihaldið er mjög
þýðingarmikið. Eigi ég að breyta samkvæmt skip-
un yðar, þá verð ég að geyma bréfið, en takið
þér skipun yðar aftur, þá —.“
„Hvað þá?“
„Þá verð ég að fá lögreglunni bréfið."
„Þér neitið þá fullkomlega að fá mér bréfið
aftur ?“
„Já.“
Á næsta augnabliki lágum við báðir á gólfinu.
Presturinn hafði ráðizt á mig, varpað mér um
koll og ég hafði tekið hann með mér í fallinu.
Þetta kom mér alveg á óvænt, því ég hafði ekki
búizt við árás frá manni í hans stöðu og með
framkomu hans; en maðurinn var augsýnilega
örvinglaður og vildi fá bréf sitt aftur, hvort
sem hann fengi það með góðu eða illu. En ég
var eins ákveðinn að halda því.
„Þér eruð með það í vasanum," heyrði ég hann
hvísla, „og ég ætla að ná í það, þótt ég verði
að kyrkja yður.“
Þanijig veltumst við á gólfinu, og er við rák-
umst á húsgögnin, varð svo skolli mikill hávaði,
að ég var hræddur um að þjónarnir mundu koma
þjótandi. Til allrar hamingju var herbergi mitt
í einni útálmu gistihússins, og slagurinn stóð að-
eins stutta stund. Kraftar prestsins virtust dvína
fyrr en ég hafði búizt við eftir hinni stæltu
líkamsbyggingu hans og eftir fyrstu snörpu árás-
ina rénaði kraftur hans. Ég beitt nú tvöföldu afli
og var á næsta augnabliki búinn að losa tak hans
um háls mér, stóð síðan másandi á fætur og ýtti
borðinu á milli okkar.
„Þetta var alveg skökk aðferð," sagði ég og
andaði ótt. „Þér skulið gefa hana upp, því þér
fáið ekki bréfið! Eftir stutta stund.koma þjón-
amir þjótandi hingað — reynið að komast út
áður.“
Hann stóð við dymar og átti augsýnilega í
baráttu við sjálfan sig.
„Á ég að vinna með yður eða móti?“ spurði
ég. „Hvort viljið þér heldur?“
„Ég veit það eklti,“ stamaði hann. „Bíðið, þar
til ég skrifa yður. Gerið ekkert, þar til þér hafið
heyrt frá mér.“
Ég lofaði honum því, og svo fór hann. Hann
var rétt farinn, er þjónn kom að dyrunum, barði
og gægðist forvitnislega inn.
„Ég dró legubekkinn að glugganum til þess að
fá meiri birtu,“ sagði ég, „en svo fannst mér
hann fara betur á gamla staðnum."
X. KAFLI.
Bréfið.
Ég settist nú og lagði þetta mikilvæga bréf
fyrir framan mig á borðið, en hafði samt læst
dyrunum áður af ótta við, að presturinn kynni
kannske að ráðast inn í annað skipti. Því næst
las ég bréfið vandlega, og er ég var búinn með
það, las ég það einu sinni enn. Ég gat varla skilið
það, að ég væri með svona þýðingarmikið plagg
í hendinni, og að ég vissi um staðreyndir þær, er
um ræddi í bré’finu.
Bréfið hljóðaði þannig:
„Elsku Austin minn!
Ég er örvinglaður og veit ekki, hvað ég á að
gera. Þú verður að hjálpa mér! Vegna einhvers
missliilnings hafa orðið skipti á ferðakistu minni
og kistu ungfrú Simpkinson, er við fórum frá
Charing Cross. Þú veizt, að ferðakistur okkar
eru alveg eins, og allur farangurinn lá saman í
hrúgu. Austin — hún má undir engum kringum-
stæðum opna kistuna mína! Ef hún gerir það, þá
er ég glataður. Ég sendi símskeyti til þín í
Southend, en mér var þá sagt, að þú værir í
París. Hvers vegna? Ég veit ekki heimilisfang
hennar í París. Sjáðu í guðanna bænum um, að
hún snerti ekki kistuna mína! Sendu mér hjna
aftur — ég skal strax senda hennar kistu. Gerðu
þegar það, sem ég bið þig um! Ég bíð hennar
á gamla staðnum hjá „Gamla negranum".
Bíð óþreyjufullur.
Þinn Philipp."
P. S. Sendu kistuna þegar til baka. Hún má
ómögulega opna hana! — Hjálpaðu mér!“
1 þessu fólst sönnun á skoðun minni, sem
Austin Harvey hafði þegar lýst yfir að væri rétt,
og af þessu bréfi mátti ráða það, að skiptin höfðu
átt sér stað af tilviljun en ekki viljandi. En hve
leiðir forsjónarinnar geta verið undarlegar, sér-
staklega þegar um er að ræða að ráða fram úr
glæp. — Dálítil þröng á járnbrautarstöð, smá
misskilningur með farangurinn, tollrannsókn er
nægileg til þess að eyðileggja sniðuglega hugs-
aðan og vandlega framkvæmdan glæp.
Þannig hugsaði ég notalega í þeirri ákveðnu
sannfæringn, að nú væri að birta í myrkrinu og
að ég héldi á lyklinum að ráðgátunni i hendi mér,
en í rauninni var ég jafnvel lengra frá sannleik-
anum en ég hafði nokkru sinni verið.
Eigandi kistunnar hét þá Philipp; ég leitaði í
•bréfatösku minni að miðanum, sem ég hafði skrif-