Vikan


Vikan - 11.02.1943, Blaðsíða 10

Vikan - 11.02.1943, Blaðsíða 10
10 VIKAN, nr. 6, 1943 „upimu ib nCIHIILIU Matseðillinn. Brauðsúpa. 300 gr. rúgbrauð, 2 1. vatn, syk- ur, ávaxtamauk, sítrónusafi, þeyttur rjómi. Brauðið er skorið í smábita og látið liggja í bleyti yfir nótt. Síðan er það soðið og svo síað, sítrónusafinn og sykurinn settur út í, og súpan soðin aftur. Borin fram með ávaxtamauki og þeyttum rjóma. Fiskstappa. 1 fullur diskur af fiski, sem búið er að taka beinin úr, 25 gr. smjör, 25 gr. hveiti, 3% dl. fisksoð, 1 eggr. Smjörið er brætt, hveitinu hrært út i það og þynnt með sjóðandi soðinu. Er jafningurinn er búinn að sjóða I 5 til 10 mínútur, er fiskinum hrært hægt saman við. Eggið er þeytt og látið síðast út í stöppuna. „Bóndastúlka með blæju". 250 gr. rifið rúgbrauð, 25 gr. smjör, 25 gr. sykur, % kg. epli, Hösráð. Gætið þess, er þér þvoið þvott, að ljósið sé nægilega gott. 1 slæmu Ijósi getur manni sézt yfir marga bletti og óhreinindi, og auk þess ex það mjög þreytandi að þvo í rökkri. Ömakið ekki búðarfólk með því að láta það senda yður heim smámuni, sem þér getið vel borið sjálfar. Munið það, ef þér berið fram te fyrir gesti yðar, að hafa ávallt við höndina könnu með sjóðandi vatni, svo að hver maður geti fengið að hafa teið eins sterkt eða þunnt og hann vill. 10 gr. sykur, ávaxtamauk, 2% dl. þeyttur rjómi. Smjörið er brætt á pönnu, og brauðið og sykurinn, sem búið er að blanda saman, er látið á hana. Eplin, sem búið er að afhýða og taka kjam- ann úr, eru soðin í graut ásamt ör- litlu vatni. Sykurinn settur út í. Grautur, brauð og ávaxtamauk er látið til skiptis í glerskál og skreytt með þeyttum rjóma. Tveir fallegir hattar. Efri hatturinn er úr svörtu flaueli. Er áfastur við hann klútur í skærum lit, og er faldaður með litlum perl- um í sama lit. Neðri hatturinn er úr svörtu filti, með rönd um kollinn úr svörtu satíni. Nú skil ég manninn minn. Eftir AUDREY ROBESON. ===== Ég er búin að fá atvinnu. Það er fyr3ta staðan, sem ég hefi haft í um tuttugu ár og sú eina, sem ég hefi haft, síðan ég giftist. Starf þetta hefir orðið mér að ákaflega miklu gagni. Nú skil ég margt í fari eigin- manns míns, sem ég hefi ekki skilif áður. Ég varð venjulega gröm, er hann kom heim úr vinnunni, lagðist upp á legubekk og sofnaði, er ég var að segja honum frá mínum smá vanda- málum Og ævintýrum. Þá var ég vön að hrista hann, til þess að vekja hann, svo að hann gæti hlustað á mig, og leit hann þá afsakandi á mig og sagði: „Heyrðu! Hvað geng- ur á?“ Og ég var vön að segja held- ur biturlega: „Ég býst við, að ég hafi svona svæfandi áhrif á þig.“ En nú er ég búin að fá atvinnu og kem heim á kvöldin uppgefin eftir að skrifa um stórkostleg brúðkaup í blaðið og eiga við alls konar fólk, þá heyri ég ekki til hans, er hann spyr: „Jæja, vina min, hvemig gekk í dag?" Og ég get ekki áiasað honum það, er hann læðist út á tán- um og segir: „Fyrirgefðu, góða, ég ætlaði ekki að ónáða þig.“ Ég hefi alltaf haft gaman af að lesa og draumur minn um hamingju- samt heimilislíf var, að maður minn sæti þægilega í homi sinu niðursokk- inn í góða bók, en ég sæti í stól rétt hjá með mína eigin bók og gæti sagt við hann: „Hlustaðu á þetta, vinur minn —". Mér leiddist það, að hann virtist ekki kæra sig um að lesa. Hann sagði oft: „Langar þig ekki í bíó?“ Mig langaði það ekki, en sem skyldurækin eiginkona fór ég með honum og fannst ég vera mjög góð. Síðan ég byrjaði í þessu starfi mínu, er ég of þreytt til þess að lesa1 á kvöldin. (Gat það verið, að hann væri líka þreyttur?) Og er hann núna segir: „Langar þig ekki í bíó?“ Þá er ég fegin því að fara með honum og hvila mig þannig. Ég skildi það aldrei áður, hvers vegna hann var svo tregur til að gefa samþykki sitt, er ég stakk upp á því, að bjóða einhverjum kunningj- um heim til þess að spila „bridge". Nú er ég kem heim dauðþreytt á kvöldin, get ég ekki hugsað til þess að 'bjóða kunningjum heim. Ég er búin að brosa allan daginn og vera elskuleg við tilvonandi brúðir, sem heimta að fá stóra mynd af sér í sunnudagsblaðinu og hóta að segja annars upp blaðinu, og get því ekki hugsað mér að brosa allt kvöldið líka. Mér hefir oft sámað það áður, att maðurinn minn skyldi ekki hafa lyst á mat þeim, er ég var búin að vanda mikið til fyrir hann. Eins og ég hafði nú lagt mikið á mig til þess að gera hann reglulega góðan. Nú hefi ég oft sjálf enga lyst á mat, er ég kem dauðþreytt heim úr vtnnunni. Ég skrifa þetta tii þess að benda yður á það, að þér ættuð að fá yður atvinnu, ef þér eigið bágt með att skilja framkomu eiginmanns yðar. Verum góð — Ég sat hjá vinkonu minni, sem var veik. Við voram í fjörugum samræð- um, er hringt var á dyrabjölluna, og v hún bað mig að fara til dyra. i Hti fyrir stóð maður, sem leit út jjfyrir að hafa tekið nýlega stórkost- riega ákvörðun, er ég kom til dyra. Hann bauð mér vörur þær, er hann hafði meðferðis — safn stækkaðra ljósmynda. Þetta var eitt af því, er ég hafði sízt áhuga á þéssa stundina — mig langaði til þess að komast aftur til vinkonu minnar og heyra áfrant- hald þess, er hún var að ségja mér. Svo að ég neitaði seljandanum vin- gjamlega, en ákveðið. En eitthvað við fölt andlit hans og hægan gang hans, er hann gekk nið- ur tröppumar, hafði áhrif á mig. Mig langaði til þess að kalla á hann, því að ég hafði það á tilfinningunni, að hann væri búinn að missa alla von. Það reyndist vera svo. Nokkram klukkutímum seinna las ég það i kvöldblaði einu, að hann hefði framið sjálfsmorð. Framhald á bls. 16, Notið POND’S heims- þekktu snyrtivörur — og þér hafið fegurðina á yðar valdi. WM f POND’^j íi þqnd'si | Minnsíu ávallt ! mildu sápunnar j ........«#■ Heildsölubirgðir: Agnar Norðf jörð & Co. h.f. Sími 3183. Gólfbón Heildsölubirgðir: Lárus óskarsson & Co., KirkjuhvoU. lll(lll■lllllll■ll•llll■■l■■ll■■lll■llllll■lllll•lll.MllMl■■llllllHMmm.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.