Vikan - 11.02.1943, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 6, 1943
13
IfltlÍlltllMlllltllllMttlllltllltltlltttllilllllllMUtUMMilMÍiitMMMIIiMIMflMIV^
Dægrastytting |
lllllfllttltltlltltflltlllllllilt iMlllllllltllttlMIIIIMIMIMItttltlllllf1^
Upp með hendurnar!
Munduð þér ekki verða undrandi, ef handlegg-
ir yðar risu næstum í axlarhæð alveg án þess
að þér lyftuð þeim sjálfur? Ef yður langar til
þess kð reyna þetta einkennilega fyrirbrigði, þá
skuluð þér standa i dyragætt og þrýsta handar-
bökunum að dyragættinni til hvorrar hliðar, án
þess að beygja handlegginn. Hægri handleggn-
um verður auðvitað að lyfta dálitið til hægri og
vinstri hendinni til vinstri, svo þér snertið dymar.
Þrýstið höndunum eins fast að dyranum og þér
getið í tíu eða fimmtán sekúndur, látið þær svo
falla og stigið strax fram úr dyragættinni. Báðir
handleggimir munu þá rísa upp, án þess að þér
hjálpið nokkuð til. Þetta er mjög einkennilegt
fyrirbrigði.
Ekkjuleikur.
1 ekkjuleik geta verið svo margir, sem vilja.
Tala leikmanna verður líka að standa á stöku.
í>ó geta þeir ekki verið færri en fimm. Fyrst taka
tveir og tveir hvor í höndina á öðrum, allir þeir,
sem eru í leiknum, nemá einn. Oftast sælast karl-
menn og kvenmenn til þess að halda höndum
saman. Þeir sem haldast i hendur, skipa sér nú í
röð, hvorir aftan við aðra. Þessi eini, sem ekki
er í röðinni, er ekkja, ef það er stúlka, en
ekkill, ef það er karlmaður, og á hann að nema
staðar frammi fyrir röðinni, fáein fet frá henni.
Þegar allt er komið í lag, klappar ekkillinn eða
ekkjan saman lófunum. Þá hlaupa þeir, sem aft-
ast standa, af stað, fram fyrir röðina, hvor sínum
meginn við hana. Þeir eiga að ná saman aftur,
fyrir framan röðina, en það er ekki hlaupið að
því, því ekkjan eða ekkilinn reynir til að ná í
annan hvorn þeirra. Ef hvorugur næst, eða ef
þessir tveir, sem um er að ræða, ná saman aftur,
fyrir framan röðina, þá verður sami ekkill eða
sama ekkja í næsta skipti, en þeir standa þá
fremst í röðinni sem fluttu sig, en ef annar næst,
þá verður sá sem ekki náðist ekkill eða ekkja, en
hinir tveir draga sig saman og standa fremst.
Svona gengur það hvað eftir annað, svo lengi
sem vera skal.
(„Islenzkar skemmtanir“).
„Ló, ló, mín Lappa.“
Það var á bæ einum fyrir vestan, að fjósa-
maðurhin fór um veturinn eftir vöku, eins og
hann var vanur, í fjós að gefa kúm ábæti, áður
en stúlkan fór út, sem mjólkaði. Þegar hann kom
í fjósið, stóðu 4 kýr á flórnum; hann hélt, að
þetta væru kýrnar, er ættu að vera í fjósinu og
mundu þær hafa slitið sig allar. Maður þessi
var skapstyggur i lund, og gætir nú einskis, þar
eð hann reiddist. Hann tekur nú með harðneskju
í eyrað á einni, og vill koma henni á bás, en
hún var treg, og í bráðræði bítur hann í hrygginn
á henni svo fast, að blóð sprakk út. En í þess-
um svifum kom stúlkan, sem átti að mjólka, í
fjósið með ljós, og spyr, hvað á gangi, því að
hún héyrði svæsin orð til mannsins, og umgang
'í fjósinu. Þegar ljósið skein í fjósinu, sá fjósa-
maður, að kýmar voru í básunum, eihs og þær
áttu að vera, en engin fleiri í fjósinu en átti
að vera, nema sú, er hann var að stíma við, og
sem hann .hafði í reiði bitið i; henni var ofaukið.
En hinar 3 voru á burtu franar. Stúlkan spyr,
hverju þetta gegni. Hann kvaðst ei vita það, og
sagði henni frá, hvernig hefði staðið á, þegar
hann hefði komið í fjósið, og hefði hann haldið,
að það væru sínar kýr, er á flórnum hefðu stað-
ið, og væru allar orðnar lausar; það hefði þá
komið í sig gremja við þær, og hefði hann þá
gripið þessa, er hann nú héldí i, og ætlað að
koma henni á bás, en ei getað það; en í básaná
kvaðst hann ekki hafa gáð.
„Þetta gerðir þú illa,“ sagði stúlkan, „og er
ég hrædd um, að þú hafir illt af þessu." Fer
hún síðan inn, og segir húsbóndanum frá, en
húsbændum þeirra þótti þetta hafa mjög illa
tekizt. Fer húsbóndinn nú í fjósið, og ávítar
fjósamann fyrir þetta. Hann vildi láta kúna fara
út úr fjósinu, en kom henni þaðan ekki; 'var
hún síðan látin i bás, sem auður var. Þessi kýr
var með fullu júgri og stóru; sagði hann stúlk-
unni að mjólka hana; en hún gat litlu náð úr
henni. Siðan reyndi konan, og fór það á sömu
leið, þar eð kýrin ólmaðist; gekk þetta tvo daga,
að litlu varð náð úr henni. En um kvöldið á
htnum öðrum degi, er kýrin hafði þar verið,
var konan sjálf í fjósi, eftir það að inn var
farið, og hafði ei Ijós. Þegar hún- hafði verið
þar litla stund, heyrði hún, að farið var unr
dymar, og inn í fjósið, og upp i básinn til kýr-
innar, og svo þaðan og út; en konan fór inn,
og þá mjólka átti, fór húsfreyja í fjós að mjólka;
en þá hún fór að mjólka þessa aðkomnu kú,
lét hún, eins og hún hafði áður látið. Þá heyrði
hún sagt á glugga fjóssins.
„Ló, ló mín Lappa,
sára ber þú tappa,
það veldur því, að konumar
kunna þér ekki að klappa.“
Þá fór konan að klappa kúnni, og nefna hana
nafni sínu, sem hún heyrði, að hún var nefnd I
visunni af álfkonunni á fjósglugganum. Gat hún
þá mjólkað hana, þar eð hún stóð þá kyrr, og
mjólkaði mikið. Ei er þess getið, að hjónin hafi
sakað; en fjósamaðurinn varð lánlitill. Margar
kýr höfðu komið af þessari kú, og var sVo að
orði kveðið, að þær væm af Löppu-kyni.
(J. Á.: Isl. þjóðsögur og ævintýri).
Orðaþraut. »
ARÐI
A KUR
FUND
ÁTT A
EKUR
N AÐS
LlN A
ÓLAR
Fyrir framan hvert þessarra orða skal setja
elnn staf, þannig að ný orð myndist. Séu þeir
stafir lesnir að ofan og niður eftir, myndast nýtt
orð, er það nafn á bæ á Islandi.
Sjá svar á bls. 14.
Skipið „Hringur11.
Um miðja 19. öld var Bjami Jónsson frá
Ingjaldssandi einhver mesti sjósóknari og afla-
maður við Önundarfjörð. Þótti það með ólíkind-
um mestu, hve vel honum heppnuðust ýmsar
glæfraferðir, því oft reri hann einskipa, þegar
aðrir treystu sér ekki á sjó. En bæði var hann
stjómari ágætur og auk þess reyndist skip hana
hin mesta happafleyta. Hét það „Hringur", og
var sú trú manna, að það gæti aldrei af kjölnum
farið, hversu glannalega sem þvi væri siglt. Áttl
smiður sá, er byggði það, að hafa vandað smiðið
óvenjulega vel. Var hann talinn kunna nokkuð
fyrir sér, og sögðu sumir, að hann hefði notað
þá kunnáttu við smiði skipsins.
Hringur þótti hákarlaskip gott. Lenti hann oft
í misjöfnu veðri, en aldrei kom það að sök. Tvi-
vegis hafði sá einkennilegi atburður gerzt, að
hann hafði slitið legustreng sinn í logni, án þess
að menn vissu neinar sérstakar orsakir, en i bæði
skiptin hafði skollið á manndrápsveður litlú siðar.
Á Kirkjubóli i Valþjófsdal bjó sá maður, er
Guðni hét. Hann átti skip gott og var formaður
þess. Þótti hann ganga næstur Bjama á Sandi
í öllu, er að sjómennsku laut, og var nokkur
keppni á milli þeirra.
Aðfaranótt hins 19. janúar 1852 var almennt
róið á hinum stærri skipum úr önundarfirði. Þeir
Bjami og Guðni rem á hákarl og sigldu manna
lengst. — Veður var hið bezta um nóttina og
morguninn, logn að kalla og hvergi ský á lofti.
Hákarlinn beit ört um daginn og voru menn önn-
um kafnir við verk sín. Um miðjan dag vildi svo
einkennilega til, að Hringur slítur legustreng sinn
i logninu og tapaði Bjami þar akkeri sinu. Lét
hann þá festa upp segl, því að nú tók að slá
fyrir vindþotum- allsnörpum. Leið ekki á löngu,
unz komið var ofsarok á norðan. Sá Bjarni ekHi
annað vænna en að hleypa. Gerði hann það og
náði nauðlega landi í Dýrafirði.
Af Guðna er það að segja, að hann dmkknaði
með hásetum sínum öllum, 8 að tölu, og spurðist
aldrei neitt til skips né manna. Var það almennt
þakkað bátnum Hring, að Bjarni skyldi ekki fara
sömu leiðina, en komast lifandi úr veðri þessu.
(„Frá yztu nesjum." Safnað hefir Gils Guðm.)
Ef grísku og rómversku guðirnir og gyðjurn-
ar væm lifandi nú á tímum, þá mundu þau öll
vera I fangelsi. —. William Lyon Phelps.
Brezk herskip. Mynd þessi sýnir brezka flugvélamóðurskipið „Formidable", og er hún tekin af
þilfarinu af brezka herskipinu „Warspite", sem tekið hefir þátt í mörgum sjóorustum i þessari
styrjöld.