Vikan


Vikan - 11.02.1943, Blaðsíða 7

Vikan - 11.02.1943, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 6,. 1943 7 Guðlaug Guttormsdóttir, ekkja Gísla lækn- is Hjálmarsens og Thora Melsteð. Páll Melsteð var ritari, en kaupmaður H. Th. A. Thomsen féhirðir. Til að byrja fjársöfnun tók frú Thora það ráð, að hekla marglita gólfábreiðu og fengust með happdrætti fyrir hana 200 kr. Var það grundvöllur Kvennaskólasjóðs- ins og mun einsdæmi, að gólfábreiða megi sto miklu til vegar koma. Tók nú að lifna yfir málinu og ýmsir að gefa. Og snemma á árinu 1873 var í Danmörku, að tilhlutun Bojesens justisráðs, tengdaföður lands- höfðingja, sett 17 manna nefnd, og fyrir starf hennar kom talsvert fé frá Danmörku og einnig nokkuð frá Englandi og Skot- landi, og var nú sjóðurinn orðinn um 8000 krónur. Að beztu manna ráði, afréð svo frú Thora, að stofna skólann á næsta ári og setti, sem fyrr segir, 1. okt. 1874, Kvenna- skólann í Reykjavík, hinn fyrsta á land- inu. Um sömu mundir var undirbúningur hafin til skólastofnunar norðanlands, og skólar settir nokkrum árum síðar á Ytri- ey og Laugalandi. Skólinn var haldinn í húsi þeirra Mel- steðshjóna, litlu húsi við Austurvöll, þar sem nú er hús Hallgríms Benediktssonar, og byrjaði með 9 námsmeyjum, enda varla rúm fyrir fleiri. Kom þegar í ljós, að skólinn gat ekki í þessu húsi dafnað, til að vera það, sem forstöðukonan ætlaði, bæði skóli og heima- vistarskóli. Réðust þá hjónin í það stór- ræði 1878, að rífa hið gamla hús og reisa á sama stað stórt og vandað skólahús, eitt hið reisulegasta í bænum, og lögðu þannig á gamalsaldri, að segja má allt sitt í sölur og áhættu. Þegar hið nýja skólahús var komið, tók meyjunum þegar að fjölga, svo að 1. okt. 1878 var skólinn settur með 34 námsmeyj- um og nú skipt í tvo bekki, og höfðu 10 stúlkur heimavist að öllu leyti. Var þá skólinn kominn í það horf, að líklegt var að hann mætti taka þroska og framförum; enda gjörði hann það, þótt fjárhagurinn væri all-þröngur jafnan. Fyrsta löggjafar- þingið, 1875, veitti honum 200 kr. á ári og 1877 kr. 400, er skiljanlega hrökk skammt. Skóhnn hafði fengið styrk úr tveim dönsk- um sjóðum, 200 kr. frá hvorum, ,,Class- enske Fideikommis" og „Vallö Stiftelse“. En þar sem vænt var, að þetta félli niður, veitti þingið 1879, 1000 kr. styrk. Aðsókn að skólanum fór nú vaxandi, einkum eftir að Alþingi frá 1887 veitti ár- Kvennaskólahúsið, þar sem skólinn starfar enn. SteingTímur trésmiður Guðmundsson reisti húsið og sneið það eftir þörfum skólans og leigði hon- um. Skólinn var fluttur þangað árið 1909, en þegar eigandinn andaðist, árið 1930, festi for- stöðunefndin kaup á húsinu fyrir skólann. lega 1500 kr. og þar af styrk til fátækra sveitastúlkna, kr. 300, sem síðan hefir auk- izt mjög. Forstöðukonan hafði viljað bæta við 3. bekk, en vegna fjárskorts gat það ekki orðið fyrr en. 1888, og var þá hægt að auka að mun tilsögn í bóklegu námi.“ Árið 1905 var bætt við deild, þar sem kennd voru hússtjómarstörf, matreiðsla og allskonar innanhússtörf. Þegar frú Thora, árið 1906, lét af stjórn skólans, tók Ingibjörg H. Bjamason við af henni. Um það segir Thora sjálf: ,,Þá er ég hafði stýrt Kvennaskólanum í Reykjavík 32 ár, þorði ég eigi sökum ald- urs míns og heilsu að halda áfram lengur. Ég lét því skólastjórn af hendi við Ingi- björgu fröken Bjarnason, er ég ber mest traust til. Mér er kunnugt þrek hennar, þekking og dugnaður. Ég vona því að Kvennaskólinn sé kominn í góðar hendur og nái miklum vexti og viðgangi undir stjórn hennar.“ Þegar frú Thora lét af skólastjórn, taldi hún, að í honum hefðu verið frá upphafi á ellefta hundrað stúlkur. Árið 1909 flutti skólinn í nýtt hús, sem hann keypti 1930, við Fríkirkjuveg. Þá fjölgaði námsmeyjum úr 55 í 90. Á 50 ára afmæli skólans höfðu 2430 setið í bekkj- um hans og 360 sótt hússtjórnardeildina. Vér áttum tal við Ragnheiði Jónsdóttur og lögðum fyrir hana nokkrar spurningar; Hve margar stunda nám í skólanum í vetur? I bekki skólans settust í haust 148 náms- meyjar og starfa 4 bekkir skólans nú í sex bekkjadeildum. Hefir ekki liið opinbera alla tíð styrkt skólann? Alþingi hefir ekki síður en bæjarstjóm Reykjavíkur litið með skilningi á f járhags- þarfir skólans, enda hefir skólinn bæði fyrr og síðar verið sóttur úr öllum sýslum og kaupstöðum landsins. Hvað eru margir fastir kennarar við skólann? Eins og sakir standa nú, er forstöðu- konan eini fasti kennarinn. Er það eklii allt of erfitt starf fyrir einn að sjá um daglegan rekstur svo f jöl- menns skóla? Jú, en fjárhagur skólans hefir enn ekki leyft að hafa aðra fasta kennara, eins og æskilegt hefði þó verið. Hvernig er skólanefndin nú skipuð? Frú Guðrún J. Briem, sem nú er nýlátin, var formaður nefndarinnar. Aðrir nefnd- armenn em: Frú Guðrún Geirsdóttir, frú Dóra Þórhallsdóttir, séra Kristinn Daníels- son præp. hon., gjaldkeri, og séra Bjarni Jónssoh vígslubiskup. Ragnheiður Jónsdóttir, núverandi for- stöðukona Kvennaskólans, er fædd 8. okt. 1889 að Vestri-Garðsauka í Hvolhreppi í Rangárvallasýslu, dóttir Jóns Árnasonar hreppstjóra og Sigríðar Skúladóttur læknis Thorarensens á Móeiðarhvoli. Foreldrar hennar fluttu til Reykjavíkur skömmu fyrir aldamót. Stundaði hún nám í Kvenna- skólanum 1905—1907. Fór utan 1911 til Svíþjóðar og Danmerkur til frekara náms. Kom heim aftur 1913 og gerðist þá kennari við Kvennaskólann og tók við forstöðu skólans eftir andlát Ingibjargar. Heræfingar. Blaðamönnum var um helgina boðið að vera viðstaddir heræf- ingar, sem fram fóru í nágrennl Reykjavíkur. Veður var hið feg- ursta, bjartviðri, en frost nokk- og snjór yfir öllu. Ferð þessi hin fróðlegasta fyrir íslenzku .blaðamennina. Þeir eru ekki van- ir því að vera sjálfir staddir á „vígstöðvunum" og sjá hemaðar- aðgerðir, enda tóku þeir vel eftir öllu, sem fram fór, • þó ekki sé því að neitá, að mörgum þeirra varð kalt á fótunum við að kafa snjóinn, af þvi að þeir voru flest- ir illa útbúnir í vetrarhemað! — Skotið var riffilskotum, sem grandað geta skriðdrekum; sýnt sprengjuvarp, sprengju- og vél- byssuárásir flugvéla og stórskota- liðsaðgerðir.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.