Vikan


Vikan - 11.02.1943, Blaðsíða 3

Vikan - 11.02.1943, Blaðsíða 3
YTKAN, nr. 6, 1943 3 Kvennaskólinn Faðir Thoru var bæjar- og héraðsfógeti i Skjelskör, þegar hún fæddist, en á því ári var hann skipaður amtmaður. í Norður- og Austuramtinu. Vorið 1824, þegar Thora var átján vikna gömul, fluttist hann til Islands, og átti hún tíu fyrstu bernskuár sín á Möðruvöllum í Hörgárdal. Grími fannst hann ekki geta veitt fimm elztu börnum sínum þá menntun, sem hann Ingibjörg H. Bjarnason var fædd 14. des. 1868 á Þingeyri við Dýrafjörð, dóttir Hákonar kaup- manns Bjarnasonar og konu hans Jóhönnu Þor- leifsdóttur, prófasts í Hvammi, Jónssonar. Ingi- björg ólzt upp á Bíldudal; stundaði nám i Kvenna- skólanum í Reykjavík 1881—1882. Tveim árum síðar sigldi hún til Kaupmannahafnar og stund- aði þar nám á árunum 1884—1893. Eftir heim- komuna stundaði hún ýmiskonar kennslustörf, bæði við bamaskólann og Kvennaskólann, til árs- ins 1901, en fór þá aftur utan og kynnti sér skóla- mál í Sviss og Þýzkalandi til ársins 1903 og hóf Þ* aftur lcennslu í Reykjavík. Árið 1906 gerðist hún forstöðukona Kvennaskólans og gegndi því starfi í 35 ár eða til dánardægurs, en hún andað- ist 30. okt. 1941. — Fullyrða má, segir riúverandi forstöðukona skólans, að Ingibjörgu hafi látið skólastjórnin einkar vel og hafði hún sérstakt lag á að manna stúlkurnar og setja sinn persónulega svip á skólann. -— Ingibjörg varð landskjörinn þingmaður árið 1922 og var fyrsta konan, sem sæti átti á Alþingi og sat á þingi til ársins 1930. Kyennaskólahús Melsteðshjónanna, sem þau létu byggja, árið 1878, undir skólann, nú Thorvaldsens- stræti 2. Var þetta á þeim tímum eitt reisulegasta húsið í bænum og hið mesta þrekvirki, að hjónin skyldu láta byggja það þá bæði á gamals aldri og sýnir það vel áhuga þeirra og ósérplægni og að þau vildu allt i sölurnar leggja fyrir skólann, því að slik framkvæmd var engan véginn áhættulaus. Framhald af forsíðu. vildi, ef hann yrði áfram á Möðruvöllum. Fluttisthann því til Danmerkur 1833 og tók þar við bæjar- og héraðsfógetaembætti á Fjóni og var þar í rúm níu ár, en langaði alltaf heim aftur. Sótti hann því um og fékk 1842 amtmanns- embættið fyrir norðan, sem varð laust við fráfall Bjarna Thorarensens. Þá var Thora á nítjánda ári. Fór hún til Kaupmanna- hafnar og var þar í f jögur ár með móður sinni og naut menntunar. Þá fór hún, með Ágústu systur sinni til Islands og var hjá föður sínum þangað til hann andaðist 1849. Næstu árin var hún ýmist með móður sinni í Kaupmannahöfn eða hjá föðursystur sinni, Ingibjörgu Thomsen á Bessastöðum, móður Gríms skálds Thomsen. Árið 1859 giftist Thora Páli Melsteð á heimili föður- systur sinnar. Hann var þá settur sýslu- maður í Gullbringu- og Kjósarsýslu og flutti Thora með honum tilReykja- víkur og bjuggu þau í Thorvald- sensstræti, þar sem nú er hús Hallgríms Benediktssonar stór- kaupmanns. Fyrstu afskipti Thoru af skóla- málum, sem vér vitum um, eru þau, að haustið 1851 settu þær systumar, Ágústa og hún, á stofn skóla fyrir stúlkubörn. Ekki mun hann þó hafa staðið lengi, vegna burtfarar systranna. Eftir að Thora var gift og setzt að í Reykjavík, tók hún að' berjast fyrir hugðarefni sínu, kvenna- skólamálinu. Er þeirri baráttu bezt lýst í greín eftir séra Kristinn Dan- íelsson: „Kvennaskólinn í Reykja- vík sextíu ára“ og skal þvi birtur hér kafli úr henni: ,,. . . Maður hennar (þ. e. Páll Melsteð sagn- fræðingur) studdi hana drengilega, ritaði um málið og sýndi fram á misréttið milli karla og kvenna, þar sem almennt var að senda synina í eina góða skólann, sem til var, latínuskólann, en dæturnar fóru á mis við alla fræðslu, nema þá sem beztu heimili gátu veitt eða þær aflað sér á eigin býti. Frúin færði málið í tal við ýmsa máls- metandi menn, en fékk í fyrstu daufar undirtektir um fjársöfnun. Árið 1870 dvaldi hún lengi sumars í Kaupmannahöfn og síðan í Edinborg, hjá Ágústu systur sinni. Bar hún á þessum stöðum fram mál sitt og fékk ekki ólíkleg- ar undirtektir, ef Islendingar sjálfir sýndu áhuga sinn. Þegar heim kom, kallaði frúin saman á fund, sunnudaginn 18. marz 1871, ýmsar heldri konur, til að ræða um menntastofn- Páll.Melsteð, sagnfræðingur. Thora Melsteð, fyista forstöðukona Kvenna- skólans í Reykjavík. un fyrir ungar stúlkur. Var þar samþykkt „Ávarp til Islendinga", er sent var til ýmsra úti um land. Til frekari aðgjörða var á fundinum kosin nefnd, sém var hin fyrsta forstöðunefnd skólans, og skipuðu hana: Olufa Finsen, kona Hilmars lands- höfðingja, Ingileif Melsteð, ekkja Páls amtmanns, Hólmfríður Þorvaldsdóttir, kona Jóns Guðmundssonar alþingismanns, Framhald á bls. 7. Fyrstu námsmeyjar Kvennaskólans: Efri röð: Ragnheiður Jensdóttir (rektors); Ragnheiður Benediktsdóttir (Sveins- sonar); Anna Jakobsdóttir (frá Sauðafelli): María f. Thor- grímsen (giftist séra Helga Ámasyni); Sesselja Þórðar- dóttir (giftist Þorl. Jónssyni). Neðri röð: Helga Proppé (frá Hafnarfií'ði); Ásthildur Thorsteinson (frá Bíldudal); Margrét Guðmundsdóttir (Einarssonar i Arnarbæli). Fyrsta kvennaskólahúsið stóð við Thorvaldsens- stræti, þar sem hús H. Benediktsson & Co. er nú.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.