Vikan


Vikan - 04.03.1943, Blaðsíða 12

Vikan - 04.03.1943, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 9, 1943 en hún ætlaði sér að koma honum í gott skap. Madeline datt alltaf eitthvað nýtt í hug, og nú datt henni oftar en einu sinni í hug að ljósta upp leyndarmálinu. „Á ég að segja þeim það, á ég að segja þeim það?“ sagði hún við sjálfa sig. „Það væri gaman að sjá framan í þá, er þeir heyrðu, að ég er ekki ungfrú West, heldur frú Wynne.“ En frú Wynne var, eins og við vitum, vön að hugsa sig tvisvar um, áður en hún talaði, og það kostaði hana heldur ekki mikið erfiði að þegja einnig núna. * Allt gekk vel og veizlan mátti teljast mjög vel heppnuð. Nú var farið að ræða um leikhúsið. „Wynne fer aldrei á svo léttúðugar skemmt- anir,“ sagði Teheme. „Hann heldur þvi fram, að hann sé ekki nógu efnaður," sagði Fitzherbert, „og þó er hann efn- aðri en við, þar sem hann er aleinn." „Það er satt. En munið þið, hve langan tíma það tók mig að ná í þessar tekjur?" sagði Law- rence og tók nú þátt í gamni þeirra. „Littu bara á Milton. Hann hefir ekki nálægt því eins mikið að gera, og samt á hann reið- hesta." „Já, en hann á auðævi, en þau á ég ekki, — ég er fátækur ræfill." „Þú ert gamall maurapúki. Ég held, að þú vitir alls ekki, hvað fátækt er. Skýrðu það orð fyrir okkur." „1 venjulegum skilningi er fátækt ekki bein- línis skömm, heldur skolli leiðinlegt ástand." „Ég held nú, að þú hafir aldrei kynnzt þessu leiðinlega ástandi. Hvað haldið þér, ungfrú West?" Madeline bjargaði sér úr þessari klípu með hlægilegu handapati, eins og hún léti í Ijós, að um það vissi hún ekkert, og loks minntust gest- lmir tveir þess, að stúlkan hefði komið til þess að leita ráða Wynne, og klukkan var þegar orðin níu. Þeir báðust afsökunar, stóðu á fætur og kvöddu. Nú voru hjónin ein eftir. „Jæja, Lawrence," sagði Madeline, brosti glað- lega og áhyggjulaust, eins og hennar var vandi, og gekk yfir að aminum og hélt höndunum yfir glóðinni. „Jæja, Madeline," sagði Lawrence, gekk á eftir henni yfir að arninum, studdi höndunum á arin- hilluna og leit alvarlega á hana, eins og hún væri vitni, sem hann ætti að yfirheyra. „Hvað á þetta að þýða? Ertu búin að missa vitið, eða ertu al- komin hingað?" „Hvoragt," sagði hún rólega. „Pabbi er á ferða- lagi og kemur seint heim, svo að ég ákvað að koma þér skemmtilega á óvart og borða kvöld- verð með þér. En nú býst ég við, að ég geti sleppt orðinu skemmtilegt." „Það getur þú,“ sagði hann hörkulega. „Ég furða mig aðeins á því, að þú skulir ekki vera Bkynsamari. Þú gazt hringt og sagt, að þú kæmir. Að minnsta kosti gazt þú látið kynna þig með hinu rétta nafni þínu, frú Wynne. Það er ófyrir- gefanlegt að koma hingað sem ungfrú West, og ég banna þér í eitt skipti fyrir öll slíkan asna- akap. Hvað heldurðu, að starfsbræður mínir hugsi Um þig? Fitzherbert segir öllum þetta. Tekurðu ekkert tillit til nafns þíns og mannorðs?" „Láttu þetta nú nægja, Lawrence minn," sagði hún elskulega, „þú ert nú búinn að skamma mig nóg að sinni." „Nei, það er langt frá því," sagði hann gremju- lega. „Ég held sannarlega, að þú sért farin að álíta mig einhvem heimskingja, sem þú getur boðið hvað, sem þér þóknast. Ég hefi þolað meira en nokkur annar maður hefði gert, en nú er líka komið meira en nóg. Heimsókn þín hingað í dag er dropinn, sem lætur út úr flóa. Ef þér finnst þú ekki þurfa að taka tillit til mannorðs þíns, þá bið ég þig að taka tillit til míns mannorðs. A morgun munu allir tala um það hér í Temple, að ég fái heimsóknir af ungri og laglegri vin- konu, og ég hefi þó alltaf verið talinn áreiðan- legur og heiðarlegur maður. „Hvaða vitleysa, Lawrence. Það er nú í tízku að vera ófeiminn. Líttu bara á ungu stúlkurnar í Ameríku." „Við eram ekki í Ameríku, heldur í London, þar sem fólk vill fá skýringu á þvílíku athæfi." „Jæja, gefðu þeim þá einhverja skýringu. Ekk- ert er auðveldara. Þú hlýtur að vera slæmur lög- fræðingur, ef þú getur ekki ráðið við mál sem þetta. Ó, Lawrence, þú hefðir átt að sjá framan í sjálfan þig, þegar ég kom inn," hélt hún áfram og hló, er hún minntist þess. „Vertu nú góður. Segðu vinum þínum, að ég sé skjólstæðingur þinn, þeir munu öfunda þig af því, en þú getur mín vegna líkt sagt þeim, að ég sé fóstursystir þín, mágkona þin eða hvað, sem þér kann að detta I hug. Og þar sem þér veitist nú svo sjaldan sú ánægja að sjá mig, þá skulum við vera skemmti- leg," sagði hún og settist. „En kallaðu nú fyrst á gamla húsálfinn þinn og biddu hana að færa mér kaffibolla." „Alveg strax," sagði Lawrence og settist nú einnig. „En fyrst ætla ég þó að segja þér það, Madeline, að þú verður nú að velja um það, hvort þú ætlar að vera ungfrú West eða frú Wynne framvegis." Nú varð dálítil þögn, og Madeline sagði við sjálfa sig, að hún hefði aldrei haldið, að Lawrence væri svona harður, en loks tók hún í sig kjark og svaraði: „Sem stendur vil og verð ég að vera hvort- tveggja, en það mun ekki líða á löngu, þar til ég verð einungis frú Wynne. Pabbi er ekki vel hress og er auk þess í ákaflega slæmu skapi. 1 fyrradag gerði ég tilraun til þess að segja honum allt, en augnatillit hans var nóg til þess að fá mig til að þegja. Annars finnst mér ég leika þetta tvöfalda hlutverk anzi vel." „Þú verður að leyfa mér að vera á annarri skoðun," svaraði Lawrence kuldalega. „Það hlut- verk, er þú leikur sem eiginkona, fellur mér alls ekki í geð, og um hlutverk þitt sem móðir er bezt að fara sem fæstum orðum um.“ „Lawrence," sagði Madeline náföl. „Hvernig geturðu talað svona hræðilega? Það er alls ekki líkt þér." „Hvað veizt þú um það, hvort það er líkt mér eða ekki? Ég get vel hafa breytzt eins og þú.“ „En Lawrence, það er einnig annað, sem ég er þér reið yfir," sagði Madeline. „Ég fór á þriðju- daginn upp að sveitabænum og sá Harry litla. Hann er alveg dásamlegur." „Og ertu mér reið þess vegna?" „Auðvitað ekki. Hvers vegna hefirðu bannað frú Holt að taka við peningum frá mér? Hvers vegna má ég ekki borga fyrir hann?" „Vegna þess, að það sé ég um. Faðir þinn borg- ar uppihald dóttur sinnar og ég borga fyrir son minn." „En ég er þó móðir hans." „Ég hélt, að þú værir búin að gleyma því, Madeline. En nú krefst ég þess, að þú snúir tll mín fyrir fullt og allt. Segðu föður þínum sann- leikann eða leyfðu mér að gera það; en veldu á milli min og hans. Hugsaðu um bam þitt, sem elst upp meðal ókunnugra og þekkir ekki einu sinni móður sína. Bannsettir peningarnir hafa eitrað sál þína, sú tilbeiðsla og aðdáun, sem þér er sýnd frá öllum hliðum, gerir þig stæriláta. Þú ert ekki framar eins og þú áður varst, Made- line, þú —“ „Segðu þetta ekki, Lawrence," sagði hún, stökk á fætur og lagði höndina fyrir munn hans. „Segðu þetta ekki. Ég hefi sannarlega gert allt, sem í minu valdi stendur til þess að vera svo huguð að játa allt fyrir pabba, og þráð að geta uppfyllt skyldur mínar við ykkur alla. Ég sé, að ég hefi breytt ranglega, og ætla nú að segja pabba allt á morgun, já, strax á morgun. Ég rétti þér hönd mína til staðfestingar á því. Relti hann mig í burtu, eins og hann sennilega gerir, þá sit ég hér hjá þér á morgun og bý til te þitt. Viltu trúa mér, Lawrence?" sagði hún og hallaði sér að honum, sem enn hvíldi olnbogann á arinhill- unni. „Þú hefir lofað þessu svo oft, og það fer fyrir þér eins og i dæmissögunni um drenginn, sem hafði kallað svo oft á hjálp gegn úlfinum, að enginn trúði honum, þegar úlfurinn loksins kom. „En ég ætla nú samt að trúa þér, Madeline, einu sinni enn. Nú skaltu fá kaffið og svo fylgi ég þér heim." „Heim? Það er allt of snemmt, klukkan er tíu minútur yfir níu. Nei, komdu heldur með mér i eitthvert leikhús dálitla stund. Það gæti verið svo gaman." „Gaman!" sagði hann óþolinmóður. „Ef við hittum þar nú einhvern, sem þekkir þig. Fólkið mundi halda, að ég væri aðdáandi þinn, sem færl leynilega með þér í leikhús, er faðir þinn er ekkl við. Já, það væri svei mér skemmtilegt." RAGGI OG M AGGI 1. Raggi: Réttu mér meðalið og skeiðina, þegar ég er kominn í baðkerið. Maggi: Sjálfsagt! En ég skil ekki, hvað þetta á að þýða. 2. Raggi: Allt í lagi! Nú ætla ég að taka það. Maggi: Hvaða fíflalæti eru í þér? Því tókstu það ekki áður en þú fórst í vatn- ið? 3. Raggi: Ég gat það ekki! Sérðu ekki það, sem stendur á f löskunni ? Maggi: Ha, hvað ertu að segja? 4. Raggi Kantu ekki að lesa ? Héma stendur: Takist í vatni þrisvar sinnum & dag!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.