Vikan


Vikan - 04.03.1943, Blaðsíða 1

Vikan - 04.03.1943, Blaðsíða 1
Nr. 9, 4. marz 1943. y^l K AN „Oli smaladrengur" aftur á leíksviði í Reykjavik. Arið 1916 setti frú Stefanía Guðmundsdóttir leikkona þennan barnaleik á svið, til ágóða fyrir Landsspítala- sjóðinn. Nú hefir Leikfélag Reykjavíkur tekið hinn vinsæla sænska ævintýraleik aftur til sýningar og eru dætur frú Stefaníu, Emilía Borg og Þóra Börg Einars- son, leikstjórar. ff^AÐ er þarft verk, sem leikfélagið hefir nú tekið sér fyrir *^ hendur: að gefa all-stprum hóp barna kost á því að koma fram á leiksviði, því að slíkt þjálfar þau á ýmsan hátt, og þó er hitt meira virði, að börnum og unglingum bæjarins gefst tækifæri til að sjá heilbrigðan leik við sitt hæfi. Það er svo lítið gert fyrir börnin, fáar skemmtanir sniðnar fyrir þau, að með uppfærslu þessá leiks er bætt úr brýnni þörf. Bersýnilegt er, að mikil alúð hefir verið lögð við allan undirbúning og fara leikendur furðu vel og smekklega með hlutverk sín. Frú Stefanía Guðmundsdóttir leikkona. Leikendur í „Óla smaladreng" 1916: Frá vinstri: Agústa Þorvarðardóttir, Gunnar Bjarnason, Asta Norðmann, Anna Borg Reúmert, (fyrir aftan hana:) Elta Hafstein, Svanhildur Þorsteinsdóttir (sitjandi), Sigríður Þorvarðardóttir (sitjandi), (fyrir aftan hana:) Ragnheiður Hafstein, Gottfreð Bernhöft, Axel Blöndal, Thor Thors, Sváva Blöndal, Walter A. Sigurðsson (fyrir framan hann, með brúðu:) Þóra Borg Einarsson, Asgeir Jónsson, Emilía Borg, Asthildur Briwn, (aftari röð:) Margrét Thors, Panney Egilsson, Asta Jónsd., (Utlu telpurnar þrjár:) Aslaug Asgeirsd., Aslaug Borg, Jórunn Norðmann!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.