Vikan


Vikan - 08.04.1943, Blaðsíða 8

Vikan - 08.04.1943, Blaðsíða 8
8 VTKAN, nr, 14, 1943 Páfagaukurinn. T Benni sjóari: Gissur! Þú ert einmitt rétti maður- inn. Ég- er að fara til sjós. Viltu ekki gæta páfa- • gauksins á'meðan ég er i burtu? Gaukurinn: Hver er hann þessi, með eldrauða nef ið ? Gissur: Jú, svo sannarlega, Benni. Benni sjóari: Hann er mesta fyrirmynd, skilur allt og talar eins og sljornmálamaður. Hann heitir Áppolló. Gaulíurinn: Kallaðu mig Bill, rauðnefur. Gissur: fig skal gæta hans vel, Benni. Gaukurinn: Svo engar bjánalegar spumingar. ViB páfagaukamir érum orðnir leiðir á þeim. Gissur: Þú skalt sjá, að okkur mun koma vel saman. Gaukurinn: Hver er hún, þessi skmkka þama inni? Halló, gamla! Hvenær eigum við að borða? Gissur: Æ, æ! Ég vona. að Rasmína hafi ekki heyrt þetta! Gissur: Já, en — góða Rasmína, ég sagði þetta ekki. Rasmina: En þú sagðir fuglinum að gera það. Þú skalt svei mér gæta þin í framtíðinni. Gaukurinn: Stattu þig, maður, þú sem ert höfu® fjölskyldunnar! Þjónninn: Herra Gissur, veðlánarinn vill fá að tala við yður. Gaukurinn: Ef hann er slungnari en ég, þá erum við ekki heima, annars skuluð þér láta hann koma inn strax. Gissur: Já, látið hann koma, Appolló vill gjaman tala við hann! Veðlánarinn: Þér ætluðuð að kaupa minnst hundr- að hlutabréf í ostafélaginu og þúsund í sement- og sandfélaginu. Gaukurinn: Hvers vegna kaupið þér ekki striðs- akuldabréf ? Og hvar hafið þér fengið þennan jakka ? Veðlánarinn: Herra Gissur! Ég kom hér til þess að vekja athygli yðar á þessu------- Gissur: Og yður tókst það ekki! Gaukurinn: Svo að nú er mál til komið, að þér hypjið yður héðan út! Gissur: Halló, er þetta hjá hlutafélaginu Ólafsson & Ólafsson? Viljlð þér gjöra svo vel og senda mér dýrasta fuglabúrið, sem þér eigið til. Ég hefi fengið páfagauk, sem er hreinasta gull! Gaukurinn: Sestu niður, gamla skjóða! Þér veitti ekki af að losna við nokkur pund af þessu, sem þú kallar fætur! Frú Bolla: En sú ósvífni! Frú Bolla: Svo móðguð hefi ég aldrei verið á æfi minni. Ég Gissur: ja, nú er ég hissa! Og svo getur mun ekki oftar heimsækja yður. hann sungið lika! Rasmina: En frú Bolla------- Gissur: Þetta var ágætt hjá þér! . . Gaukurinn: Við skulum bara láta hana fara, þá fyrst fáum við eitthvert rúm til þess að hreyfa okkur.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.