Vikan


Vikan - 08.04.1943, Blaðsíða 12

Vikan - 08.04.1943, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 14, 1943: um það. Ég vona, að ég hafi ekki þreytt þig um of, gamli vinur? Vinnan hjálpar mér, vona ég, til þess að gleyma.“ Þó að Lawrence talaði mjög rólega og ákveðið, heyrði Jessop, að þetta særði hann ákaflega. „Dæmdu hana vægt, Dick,“ hélt hann áfram. „Hún er ennþá ung og fögur. Ég er aðeins fá- tækur málaflutningsmaður, og hún varð að þola mikið, meðan hún var hjá mér. Þú veizt, hvernig það var og hvað hún bar sig hetjulega. Ég á engan meðbiðil, ég veit, að þó hún elski mig ekki, þá elskar hún engan annan. Auðurinn er eini óvinur minn og fyrir honum verð ég að beygja mig. En tíminn læknar öll mein.“ „Tíminn! Bull! Tíminn breytir engu um það, að hún er móðir bamsins þíns! Barnið er það band á milli ykkar, sem hvorki tími, peningar eða neitt annað getur sundur slitið." „Þú litur ekki réttum augum á hlutina, Jessop,1' sagði Lawrence og brosti raunalega. „Djúp það, sem nú er milli okkar, verður ekki brúað nema að Madeline komi til mín af frjálsum vilja. En það gerir hún aldrei; hún elskar mig ekki lengur, og ég vek aðeins hjá henni endurminningar um neyð 'og veikindi. Hún gladdist mjög, þegar ég bauð henni frelsið." „Það var það vitlausasta, sem þú gazt gert," sagði Jessop. „Það álít ég ekki. Hún er ekki lengur konan mín að nafninu til, hvað þá meira, og hví skyldi ég þá ekki gefa henni frelsi sitt. Þar að auki er ég nú sjálfur frjáls!" „Ekki samkvæmt lögum, vinur minn. Þú mátt til dæmis ekki giftast aftur," „Ég mundi aldrei gera það," sagði Lawrence, og sló eldinn af vindlinum með miklum ákafa. „Brent bam forðast eldinn. Og konur eru og verða alltaf óútreiknanlegar. Madeline er ágætt dæmi þess. Meðan ég var fátækur, vann hún hjá mér eins og þræll, en nú síðan hún varð rík, lifir hún í hégóma og skemmtunum. Ungfrú „rétt- vísi" verður i framtíðinni eina ástmey min. Henni er mér óhætt að treysta." „Það er þér óhætt, vinur minn, en þú munt fljótt komast að raun um, að hún er bæði gömul og kaldlynd. Ég hefi að minnsta kosti ákveðið að skilja við hana," svaraði Jessop. „Prændi minn arfleiddi mig að landsetri sínu og töluverðum peningum, og nú hefi ég ákveðið að setjast þar að og eyða dögunum við fisk- og dýraveiðar og við aðrar viðlíka höfðinglegar skemmtanir." „Er þér alvara, Jessop?" „Fullkomlega. En þú þekkir gamla málshátt- inn: eins dauði er annars brauð, og þar sem þú ert ákveðinn í að vígja lögfræðinni líf þitt, getur þetta komið þér að miklu gagni. Mér er ánægja I að hjálpa þér. Ég arfleiði þig að málflutnings- skrifstofu Bagge & Keep, og það ei-u engir smá- munir, vertu óhræddur," Veðrið var dásamlegt daginn sem garðveizlan var haldin; öll sæti voru skipuð, en West gamli sá um, að þau kæmu í tæka tíð og fengju góð sæti nálægt aðaltjaldinu, þar sem allir gætu séð þau og þau sæju alla. Madeline var í hvitum kjól og undrafögur. Pjöldi vina og kunningja komu og heilsuðu henni, og sumir þeirra séttust hjá þeim. Það leið ekki á löngu, að lafði Rachel kæmi. Hún var klædd kjól í öllum regnbogans litum og var í mjög áköf- um samræðum við fylgdarmann sinn. Hún hafði atrax komið auga á Madeline og flýtti sér í áttina til hennar. „Kæra Maddie, en hvað fer vel um yður hér, ég hefi ekki getað náð í stól, hvorki með góðu né illu. En sjáum til, þér hafið hérna aukastóla. Það var dásamlegt! Það er sæti fyrir yður héma!" hrópaði hún til fylgdarmannsins, er stóð álengd- ar og ræddi við nokkra kunningja. „Ég held, kæra Maddie, að þér þekkið Wynne, hann skrifar svo yndisiega! Wynne, þetta er ungfrú West, ein af áköfustu aðdáendum yðar! Ég held hún kunni allar sögurnar yðar utan að.“ Lafði Rachel bjó þetta til; að grípa til smálygi, ef svo stóð á, var henni mjög tamt. Madeline leit upp mjög hrædd. Maðurinn, sem stóð fyrir framan hana, var Lawrence, og þó ekki hann. Hvemig hafði hann breytzt svona? Hann var skegglaus og klæddur nákvæmlega samkvæmt nýjustu tízku. Hann var mjög breyttur í útliti. Andlitið var unglegra nú, þegar skeggið var horfið. Hakan var hvöss og ákveðin, munnurinn var fríður, þótt brosið, sem lék um hann, væri frekar hæðnis- legt, en þó vingjarnlegt. Hefði Madeline séð þetta andlit eins og það raunverulega var, hefði hún sennilega hugsað sig tvisvar um áður en hún gift- ist honum. Hún roðnaði upp í hársrætur, er hún mætti hinu kalda og rólega augnaráði hans. Þetta kom Law- rence ekkert á óvart, því að hann hafði séð hana koma og veitt hinum snyrtilega klæðnaði hennar athygli og aðdáendahópnum, sem fylgdi henni. En það var ekki ætlun hans að nálgast hana og hann var ákveðinn í, hvað sem frú Rachel segði, að flýta sér burtu, svo fijótt sem auðið væri. Það var löng þögn, er lafði Rachel þagnaði, og Lawrence varð þess var, að allra augu hvíldu á honum, er hann mælti hátt og greinilega: „Ég veit ekki, hvort ég á því láni að fagna, að ungfrú West muni ennþá eftir mér.“ - „Jú, jú,“ sagði hún. „Ungfrú West þekkir svo fjöldamargt fólk, að hún ruglar því stundum saman, ekki satt, Maddie?" óð lafði Rachel elginn. „En ég sé, hvað þér ætlið yður, Wynne," hélt hún áfram og sneri sér að Lawrence, „þér ætlið að fara, en það fáið þér ekki. Setjist þér nú hérna hjá mér. Ég hafði ekki það lítið fyrir að ná yður — það slást allir um yður —, svo að yður leyfist ekki að hlaupa á brott strax! Þér ættuð heldur að þakka mér fyrir, að ég skyldi útvega yður stól í forsælunni, að ég nú ekki tali um þennan góða félagsskap." Wynne settist, bersýnilega óánægður, á fjar- lægasta stólinn og lafði Rachel hélt áfram: „Þér eruð eins og mús í gildru, sem bíður færis á að komast í burtu. Yður tekst það ekki, svo að þér ættuð heldur að segja okkur eitthvað um aðalpersónuna í síðustu bók yðar. Hvemig þekkið þér svona vel allan okkar veikleika og duttlunga ? Maður skyldi ætla, að þér væruð kvæntur!" „Eigum við ekki að fara að fá okkur te,“ sagði Madeline biðjandi og sneri sér að föður sínum, er nú kom til þeirra. „Það eru öll borð upptekin eins og stendwr," svaraði West gamli. „En hvað sé ég, herra Wynne? Hvemig líður yður?" West gamla hafði verið sagt, að Lawrence Wynne væri maður, sem ætti mikla framtíð fyrir höndum, bæði sem málaflutningsmaður og rithöfundur. Allt, sem hann skrifaði, vakti at- hygli, menn töluðu um hann, og West gamli var hrifinn af slíkum mönnum. Frægir menn voru í hans augum jafn mikils virði og lávarðar. Haun hélt áfram: „Ég man, að þér heimsóttuð mig einu sinnl í vetur, og höfðuð mjög mikinn áhuga á list, sðr- staklega málaralist. Þér megið til með að heim- sækja mig aftur. Þér ættuð að koma og boröa einhvem daginn." „Þakka yður fyrir." „Við erum alveg nýkomin sunnan frá Miðjarð- arhafi. Þar er dásamlegt að vera. Hafið þér komlð þangað?" • „Nei, ég hefi aldrei komið lengra suður á bóg- inn en til Lyon." „Ég hefi komið þangað," gall lafði Rachel yið, „Mér geðjast ekki að þeim stað, það er svo heitt þar. Þá vil ég nú heldur fara til Monte Carlo." „Þér spilið auðvitað þar," sagði West gamU hlæjandi. „Já, dálítið. 1 fyrstu var lánið með mér. Einu sinni græddi ég 1250 kr. á einni einustu klukku- stund, en ég var reyndar búin að tapa því ÖUw eftir tíu mínútur. En þarna kemur Raimond Tuffo, Sáuð þér hana ekki i Nizza, ungfrú Madeline?" „Jú-jú, hún er alls staðar." „Og alltaf með sama hattinn, með sömu blóm- unum á. Mér verður óglatt í hvert skipti, sem ég sé hana!" sagði lafði Rachel. „Hún er þar að auki fegursta konan í Londrtft,1' sagði Vansittart kapteinn. „Hún hefir útlit senj englamynd, svo blíð og vingjamleg." „Hún er algjörlega'tilfinningalaus," sagði iaföi Rachel. Hún er í burtu svo mánuðum skiptir og skilur börnin eftir hjá þjónustustúlkunum. Hún á yndislega tveggja ára telpu, sem þekkir ekki mömmu sína í sjón." „1 Frakklandi er venja að senda bömin i ayeit,“ sagði frú Leach, sem aldrei var á sama máli og lafði Rachel. „Rétt eins og hvolpa, sem sendir eru í tamn- ingu," rumdi í Vansittart kapteini. R A G G I OG MAGGI. 1. Systirin: Slepptu kökúnni, ungi maður, og snáfaðu héðan út, þær eiga að vera fyrir gesti. Raggi: Æ, æ! Systir, slíttu ekki af mér eyrað! 2. Maggi: Hvaða hávaði var þetta ? Raggi: Ég ætl- aði að ræna köku frá systur minni, en hún varð vond og rak mig út. 3. Raggi: Aldrei skal ég giftast stúlku, sem spil- ar bridge. Maggi: Hvers vegna ekki? 4. Raggi: Af þvi að ég veit, að allt það bezta, sem búið yrði til á heimilinu, færi í spila-vinkonur hennar!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.