Vikan


Vikan - 10.06.1943, Blaðsíða 7

Vikan - 10.06.1943, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 23, 1943 7 Smælki: Churchill og hestarnir. Forsætisráðherra Breta er annálaður fyrir það, hve orðheppinn og fyndinn hann getur verið. Eru til mörg smellin tilsvör, sem höfð eru eftir honum. Churchill segir: „Gefið ekki sonum ykkar peninga. Gefið þeim hesta. Engin stund, sem eytt er á hest- baki, fer til einskis. Marg- ir ungir menn hafa eyðilagt lif sitt með því að veðja á hesta, en aldrei á baki þeirra, nema þá því aðeins með því að detta af baki og hálsbrotna — en það er verulega góður dauðdagi! Churchill og lávarð- urinn. Londonderry lávarður spurði Churchill, hvort hann hefði lesið síðustu bókina sína. Hann svaraði: „Nei, það hefi ég ekki. Ég les annaðhvort mér til skemmt- unar eða til þess að hagnast á því.“ Leikarinn og súpan. E. H. Sothem, hinn frægi ,, Shakcspeareleikari, ‘ ‘ sat kvöld nokkurt og neytti kvöldverðar, á hinu fræga Delmonico veitingahúsi í New York. Þegar þetta var, borðuðu allir frægustu menn höfuðborgarinnar þama, og Delmonico var eftirsóttur staður allra sælkera. Að kvartað væri yfir matnurn var óþekkt fyrirbrigði. Þetta umgetna kvöld var Sothern samt sem áður eitt- hvað óánægður með súpuna. Er þjónninn hafði sett hana fyrir framan hann, starði hann á diskinn fyrirlitlega og ýtti honum siðan til hliðar. „Þjónn,“ hrópaði hann, „ég get ekki borðað þessa súpu!“ Þjónninn bað afsökunar og sótti annan súpudisk. En Sothem líkaði hún eigi að heldur. Þjónninn ypti öxlum og sótti yfirþjóninn. Sá síð- arnefndi kom sjálfur með þriðja súpudiskinn. En allt fór á sama veg, Sothern hélt þvi ennþá fram að hann gæti ekki borðað súpuna. I örvæntingu sinni lét yfir- þjónninn sækja Delmonico sjálfan. Delmonico var mjög hreykinn af veitingahúsi sinu og honum sámaði öll hnjóðsyrði um eldamennsk- una. „Hvað heyri ég?“ sagði hann. „Því getið þér ekki borðað súpuna?“ Sothem leit á hann kulda- lega. „Af því,“ sagði hann, „að ég hefi enga skeið!“ Hestmannafélagið Fákur leggur af stað í skemmtiferðalag. Myndin er tekin við Tjörnina í Reykjavík. Fákur Framh. af bls. 3. kappreiðar úr sögunni. Þá tóku við Thom- sens-kappreiðarnar svo nefndu, er Ditlev ræðismaður Thomsen stóð fyrir, og háðar voru til skemmtunar farþegum á þýzkum skemmtiferðaskipum, er hingað komu ár- lega allt þangað til heimsstyrjöldin skall yfir. Kappreiðar þessar voru fyrst háðar á Melunum, en síðar á íþróttavellinum. Þó að þar mætti líta á stundum snjalla hesta, voru þó bykkjurnar að jafnaði yfirgnæf- andi. Fóru kappreiðar þessar oft í handa- skolum og þóttu ómerkilegar. Þær féllu alveg niður, er skemmtiferðaskipin hættu að koma.“ Síðan þetta var hefir orðið breyting á þéssu sviði. Hestamannafélagið Fákur hef- ir verið hér starfandi frá 18. apríl 1922 og .starfað margt og mikið, bæði til gagns og gamans fyrir hestaeigendur og aðra. Það hefir séð um hagagöngu og kappreiðar og lagningu reiðvega. Hestmannafélagið Fákur hefir stofnað til tveggja kappreiða á hverju ári og stund- um þriggja. Nú á næstunni, á annan í Björn Gunnlaug'sson, íörmaður „Fáks“. Hestamannafélaag-ið Fákur var stofnað 18. apríl 1922 og voru stofnendurnir 24. Daníel Daníelsson var fyrsti formaður þess og alla tíð meðan hann lifði. Hann andaðist 1937 og tók þá Björn við for- mennskunni og hefir hann haft hana á hendi síðan. Björn var einn af stofnendunum og hefir setið í stjórninni lengst af. hvítasunnu, verða fyrstu kappreiðar ársins á skeiðvellinum við Elliðaár. — Fákur starfrækir veðmálastarfsemi í sam- bandi við kappreiðarnar og rennur ágóði af henni til þarfa félagsins, einkum lagningu reiðvega. Stjórn Fáks skipa nú: Björn Gunnlaugsson, form., Óli Isaksson, ritari, Olgeir Vilhjálmsson, gjaldkeri, meðstjórn- endur: Sigurður Gíslason og Ingólfur Guðmundsson. Daníel Daníelsson á Háfeta árið 1931. Hesturinn töltir. Um Háfeta segir Daníel: „... Þennan hest fékk ég fyrir atbeina Ein- ars vinar míns Sæmundsens. Hann kom með hann norðan úr landi haustið 1928, hafði klófest hann í Húsavík við Skjálfanda, beinlínis með það fyrir augum , að ég fengi hann. En ég hafði stundum, eftir að kappreiðar hófust við Elliðaár, kalsað það við Einar, að hann liti eftir snjöllum vekring, eða vekringsefni handa mér, er hann væri í skógarferðum sínum úti um land. Lét Einar svo um mælt, er hann kom með hestinn, að hann væri snjallari og kostameiri en nokkur annar gæðingur, sem hann vissi deili á . . . Ég reyndi hestinn og fann brátt, að Einar hafði sízt gumað af kostum hans, þó að oft megi vara sig á skáldaýkjum. Og eftir þvi sem ég kynntist hestinum betur, fann ég, að öfundarverður var hver sá, er eignaðist slíkan gæðing.. . Þá var Háfeti sjö vetra. Áttum við síðan samleið í níu ár og féll jafn- an vel á með okkur. Og aldrei hefði ég orðið svo féþurfi, að gefið hefði ég hann falan, hvað sem í boði hefði verið. Svo var mér hann kær og tilþrif hans ógleymanleg . . . Þegar ég horfi um öxl og sé þá bera fyr- ir gæðingana, sem ég hefi átt um dagana eða kynnzt við, þá er ég. ekki í vafa um, að Háfeti er með þeim beztu — ef ekki beztur og snjallastur þeirra allra. Hann var svo fjölhæfur um allt, sem sannan gæðing má prýða, að mér finnst, að lengra verði ekki komist . . . “

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.