Vikan


Vikan - 10.06.1943, Blaðsíða 12

Vikan - 10.06.1943, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 23, 1943 „Alveg rétt. Mundir þú segja að ungfrú Buckley elski Byggðarenda ofstækislega ? “ „Þetta er mjög fast að kveðið." „Já, og herra Vyse er ekki gefinn fyrir að nota mikið svona stóryrði. Eðli hans er ekki þannig — hann mundi frekar draga úr en hitt. Og samt seg- ir hann að ást ungfrúarinnar á ættaróðali hennar sé ofstækisfull!" „Manni virðist það heldur ekki eftir orðum hennar sjálfrar í morgun“, sagði ég . „Hún talaði mjög skynsamlega um þetta, að mér fannst. Það er augljóst, að henni þykir vænt um staðinn — eins og sérhverjum í hennar sporum mundi þykja — en svo heldur ekkert meira.“ „Það er því staðreynd, að annað hvort þeirra lýgur,“ sagði Poirot, hugsandi. „Maður getur varla grunað Vyse um að ljúga.“ „Nei — hann er eitthvað svo Georg Washing- ton-legur, þessi náungi. Tókstu eftir nokkru öðru, Hastings?“ „Hvað var það?“ „Hann var ekki í skrifstofunni sinni klukkan hálf eitt á sunnudaginn." 7. KAFLI. Harmleikur. Fyrsta manneskjan, sem við sáum um kvöldið, er við komum að Byggðarenda, var ungfrú Nick. Hún dansaði fram og aftur í anddyrinu, klædd skósíðum heimaslopp, skinandi fallegum. „Ó! eruð það bara þið!“ „Ungfrú — mér þykir þetta sorglegt!" „Ég veit það. Þetta var dónalegt. En sjáið þér til, ég er að bíða eftir að kjóllinn minn komi. Þeir lofuðu upp á æru og trú að senda hann.“ „Ó! Þá skil ég yður! Það á að dansa í kvöld, er ekki svo?“ „Jú. Við dönsum öll, þegar flugeldasýningunni er lokið. Eg geri að minnsta ko3ti ráð fyrir þvi.“ Hún lægði allt í einu róminn. En næsta augna- blik hló hún. * „Aldrei gefast upp! Það eru einkunnarorð mín. Hafa ekki áhyggjur af neinu, þá skeður aldrei neitt, sem veldur manni áhygggjum! Taugar mín- ar eru nú aftur eins og þær eiga að vera. Nú ætla ég að vera kát og skemmta mér.“ Það heyrðist fótatak í stiganum. Nick sneri Sér við. „Ó! þama kemur Maggie. Maggie, hér eru sporhundarnir, sem ætla að halda vemdarhendi sinni yfir mér. Farðu með þá inn I myndasalinn og láttu þá segja þér þetta allt.“ Við heilsuðum báðir Maggie Buckley og eins og fyrir hana var lagt, þá bauð hún okkur inn í myndasalinn. Mér leizt strax vel á hana. Ég held það hafi verið hinn rólegi og greindar- legi svipur hennar, sem dró mig að henni. Kyrr- lát, snotur stúlka, dálítið gamaldags í útliti — vissulega ekki skrautbúin. Andlit hennar var ó- snortið af fegurðarlyfjum og kjóllinn var óbrotinn og fátæklegur. Augu hennar vom dökkblá og fölskvalaus, röddin lág og lét vel í eyrum. „Nick var að segja mér frá svo mörgu skemmti- legu,“ sagði hún. „Hún hlýtur að gera of mikið úr þessu? Hvaða lifandi manneskja ætti að vilja Nick feiga? Hún getur ekki átt nokkurn óvin í heiminum." Það var auðheyrð tortryggni í rödd hennar. Hún horfði með hálfgeröri vanþóknun á Poirot. Ég geri ráð fyrir að stúlka eins og Maggie tor- tryggi alla útlendinga. Alls ekki, ungfrú, ég fullvissa yður um að þetta er sannleikur," sagði Poirot alvarlega. Hún svaraði engu, en vantrúarsvipurinn á and- liti hennar var auðsær. „Nick er eitthvað einkennileg i kvöld,“ sagði hún. „Ég veit ekki hvað er að henni. Það er eitt- hvað óeðlilegt við alla framkomu hennar. Kæti hennar er svo vilt.“ Það fór hrollur um mig, við þessi orð hennar. Það var eitthvað í rödd hennar, sem snart mig og vakti undmn mína. „Eruð þér skozkar, ungfrú Buckley?" spurði ég skyndilega. „Mamma mín var skozk," svaraði hún. Ég varð þess var, að henni leizt betur á mig heldur en Poirot. Og ég vissi að álit mitt og gerð- ir í þessu máli mundu hafa meira að segja en Poirots. „Frænka yðar er mjög hugrökk," sagði ég. Hún er fastákveðin í að vera þannig í framtíðinni." „Er það ekki eina leiðin?“ spurði Maggie. „Ég á við — hvemig svo sem manni líður með sjálf- um sér, þá er bezt að gera ekkert veður úr því. Það er aðeins til að auka öðram óþægindi." Hún þagnaði og bætti síðan við, með þýðri röddu: „Mér þykir mjög vænt um Nick. Hún hefir ávallt verið mér fjarska góð.“ Samræðumar urðu ekki lengri, því Frederica Rice kom inn í þessu. Hún var klædd bláum kjól, og manni fannst hún svo litil og loftkennd. Lázar- us kom rétt á eftir henni og að vörmu spori dans- aði Nick inn í salinn. Hún var í svörtum kjól, með rautt dýrindis kinverskt sjal á herðunum. „Hæ, þið!“, kallaði hún, „viljið þið vínblöndu?“ Við skáluðum, og Lazarus lyfti glasi sinu til Nick. „Þetta dásamlega sjal, Nick,“ sagði hann. „Það er gamalt, er ekki svo?“ „Já — einn frændi minn kom með það, fyrir hart nær 150 árum, er hann kom heim frá austur- löndum." „Það er fallegt — verulega fallegt. Ég er viss um, að það á engan sinn lika.“ „Það er hlýtt,“ sagði Nick. „Það verður gott að hafa það, þegar við förum að horfa á flugeld- ana. Og 'svo er það upplífgandi. „Ég — ég hata svart." „Já,“ sagði Frederica. „Ég held að ég hafi aldrei séð þig í svörtum kjól fyr, Nick. Hvers vegna fékkstu þér hann?“ „Ó! Ég veit ekki.“ Hún sagði þetta kæmleysis- lega, en ég tók eftir þvi að það brá andartak fyrir sársaukadráttum í kringum munn hennar, „Hvers vegna gerir maður þetta eða hitt?“ Nú fómm við inn í borðsalinn, til þess að borða. Leyndardómsfullur þjónn birtist þar, sennilega, aðfenginn í tilefni veizlunnar. Maturinn var slæm- ur, en kamþavínið aftur á móti gott. „George er ekki kominn ennþá,“. sagði Nick. „Leiðinlegt, að hann skyldi endilega þurfa að fara í gærkvöldi til Plymouth. Ég býst nú samt við, að hann komi einhverntíma í kvöld. Samt, svona til vonar og vara, bauð ég hingað mannl til þess að dansa við Maggie. Mjög heiðarlegur maður, þó hann sé ekki sérstaklega skemmtl- legur." Dauft mótorhljóð barst inn um opinn gluggann. „Ó! auðvitað mótorbáturinn," sagði Lazarus. „Ég er svo þreyttur af að heyra í honum." „Það er ekki mótorbáturinn," sagði Nick. „Þetta hljóð er frá sjóflugvél." „Ég hugsa að þú hafir á réttu að standa." „Auðvitað hefi ég það. Þetta hljóð er allt öðm vísi.“ „Hvenær ætlar þú að kaupa þér flugvél, Nick.“ „Þegar ég eignast peninga," og Nick hló við.. „Og þá, geri ég ráð fyrir, ferðu til Ástralíu eins og stúlkan — æ, hvað hét hún nú?“ „Mig mundi langa til þess.“ „Ég dáist afskaplega að þessari stúlku," sagði frú Rice, í sínum venjulega þreytu tón. „Þvilíkar dásamlegu taugar! Og gera allt sjálf." „Ég dái allt þetta fólk,“ sagði Lazarus. „Ef Michel Seton hefði lánast flugið umhverfis hnött- inn, mundi hann vera hetja i allra augum nú — og það með réttu. Óskaplega sorglegt, að honum skyldi hlekkjast á. Hann er einn þeirra manna, sem England hefir ekki efni á að missa.“ „Honum hlýtur að batna" sagði Nick. „Varla. Likumar að svo verði eru ein á móti þúsund. Aumingja „vitlausi" Seton." „Þeir kölluðu hann alltaf „vitlausa" Seton, gerðu þeir það ekki?“ spurði Frederica. Lazams kinkaði kolli. „Allt hans fólk er hálf vitlaust," sagði hann. „Frændi hans, Sir Matthew Seton, sem dó fyrir viku — var alveg snarvitlaus." „Var það vitlausi milljónamæringurinn, sem rak fuglahælið?" spurði Frederica. „Já. Hann keypti allar eyjar, sem hann gat fengið, og var mikill kvenhatari. Það sveik hann einhver stúlka." „Hvers vegna segir þú að Michael Seton sé dáinn?" sagði Nick, þrákelknislega. „Ég sé enga ástæðu til þess að hætta að vona — strax." „Þú hefir auðvitað þekkt hann?" sagði Lazar- us. „Ég var nú búinn að gleyma því.“ „Við Freddie kynntumst honum í Le Toquet 1 fyrra," sagði Nick. „Hann var alveg dásamleg- ur, fannst þér það ekki, Freddie?" „Spurðu mig ekki. Hann var auðmjúkur þjónn þinn, ekki minn. Hann tók þig einu sinni með i flugvélinni, gerði hann það ekki?" RAGGI OG MAGGI 1. Raggi: Þessi Viðbjóðslegi snáði frá Lóni og Maggi ætla að fara að slást! Ég vona að Maggi sé . ekki búinn að gera út af við hann! Eva: Við skulum flýta okkur, svo að við getum horft á þá! 2. Raggi! Sérðu! Sérðu það, sem ég sé! Eva: Hvað sérðu ? 3. Raggi: Þú ert þó ekki hræddur, Maggi ? Eva: Ætlarðu ekki að bjóða honum út aftur? Maggi:Jú, það getið þið ver- ið viss um! 4. Undireins og „myrkvunin" er afstaðin! Ég sé ekkert með „glóð- araugum"!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.