Vikan


Vikan - 05.08.1943, Page 9

Vikan - 05.08.1943, Page 9
VIKAN, nr. 31, 1943 9 Sæmdur heiðursmerki. Þessi mynd er af ame- rískum liðþjálfa, er fyrstur var sæmdur heið- ursmerki í Norður-Afríku. Hann ók háttsettum liðsforingja í smábil (,,Jeep“) gegnum eldlín- una til fundar við franska hershöfðingja, rétt eftir að innrásin í Norður-Afríku hófst. Sigurvegarinn í Norður-Afríku. Bemard Montgomery, hinn sigursæli foringi 8. brezka hersins, er hér að halda innreið sina í Tripolis, eftir að hafa hrakið hersveitir Rommels 1300 mílur yfir eyði- mörkina. Hlustendur brugðust vel við! Kona þessi á heima i Staten Island í New York riki í Bandaríkjunum. Hún talaði í útvarp og þegar hún hafði lokið máli sínu bað þulurinn hlustendur um að senda henni bréf með einu penníi i, til þess að kaupa fyrir stríðsmerki. Undirtektimar vom svo góðar, að hún fékk á þennan hátt sendar 70 þúsund krónur. Óvenjuleg skurðaðgerð. Mynd þessi er af amerískum dreng ásamt móð- ur hans og hjúkrunarkonu. Eftir að hafa gengið með slæmt kvef í lang- an tíma fór móðir hans með hann til gegnumlýsingar og kom þá i ljós, að öll meltingarfærin vom vinstra megin í brjóstholinu og höfðu þau ýtt hjartanu og lungunum út í hægri hlið brjóstholsins. Tvær skurðað- gerðir voru gerðar á drengnum og tókst að laga þetta. Myndin er tekin rétt áður en hann fór af spítalanum. Þetta er mynd af „Curtis A-25“ steypuflugvél í reynsluflugi. Banda- rikjaherinn hefir nýlega tekið þessa tegund í notkun. A listsýningu. Þessi fallega leikkona er að virða fyrir sér persneskan postulínshund, sem var á listsýningu i Los Ange- les nú fyrir skömmu. Þessi stúlka vinnur i skipasmiðastöð í Bandaríkjunum. Hún heldur á líkani af skipstegund þeirri. sem kölluð eru „frelsisskip."

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.