Vikan


Vikan - 06.04.1944, Blaðsíða 1

Vikan - 06.04.1944, Blaðsíða 1
Jesús Kristur í Grasgarðinum. [Erlndin, sem hér fara á. eftir, eru úr 133. sálmi Passíusálmanna, eftir Hallgrim Pétursson]. Emi vil ég, sál mín, upp á ný upphaf taka á máli þvi: Uppstóð Jesús, þó þreyttur sé, þrisvar sinnum frá bœninni. Lærisveinarnir sváfu fast, sankti Pétur þvi ávitast. Til og frá gekk hann þrisvar þó. Þar fékkst ei minnsta hvíld né ró, undanfæri þvi ekkert fann, alls staðar Drottins reiðl brann, gegnum hold, æðar, blóð og bein blossi guðlegrar heiftar skein. Himnaljósið var honum byrgt, helzt því af nótt var orðið myrkt, ástvina huggun enga fann, allir sváfu um tíma þann. Jörðin var honum óhæg eins, engin fékkst bót til þessa nelns. 1 þessum spegli það sé ég: þeim, sem Drottinn er reiður mjög, hvo-ki verður til huggunar himinn, jörð, Ijós né skepnumar. Án guðs náðar er allt um kring eymd, mæöa, kvöl og fordæming. Hryggðar sporin þín, herra minn, i himnaríki mig leiða inn. 1 næturmyrkrum lá neyð á þér, náðar og dýrðar Ijós gafst mér. Vinir þér enga velttu stoð, svo vinskap fengi ég við sjálfan Guð. Þar kom loksins á þeirri tíð þreytti Jesús við dauðann stríð. Andiát mitt bæði og banasótt blessaðist mér þá sömu nótt. Dauðinn tapaði, en Drottinn vann, dýrlegan sigur gaf mér þann. Myndin er úr hinni nýju útgáfu Passíusálmanna, sem Tónlistarfélagið hefir gefið út í því augna- miði að safna fé til tónlistarhallar. Bókin er skreytt fjölda mynda eftir Albreckt Durer, þýzkan málara, sem uppi var 1471—1528.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.