Vikan


Vikan - 06.04.1944, Blaðsíða 2

Vikan - 06.04.1944, Blaðsíða 2
2 VIKAN, nr. 14, 1944 Pósturinn Jí Leiðrétting á beiðni um bréfasamband. Eins og lesendur Vikunnar vita, hefir blaðið gert nokkuð að því að birta í „Póstinum" bréf frá fóiki, sem vill komast í bréfasamband. Einkum munu þessi bréf vera frá unglingum og er ekki nema gott eitt um það að segja, að unglingar víðsvegar af landinu skiptist á bréfum. Það getur víkkað sjóndeiidarhring þeirra og með þessu móti eignast menn oft „bréfvini", sem þeim verður hlýtt til. En því miður hefir rúm blaðsins verið misnotað á þessu sviði. Það hefir komið fyrir, að hnuplað hefir verið nafni manna, að þeim fomspurðum, og sent til blaðsins sem beiðni um bréfasamband. Þetta er svo grátt gaman, að hér er eigi um litla sök að ræða, ef upp kemst, hver mlsnot- ar svona nöfn annara. — Okkur hefir verið tjáð, að Ástríður Magnúsdótt- ir, Framnesvegi 60, hafi ekki beðið am bréfasamband það, sem birt er i siðasta blaði. — Það gæti farið svo, að krefjast þyrfti þess, að þeir, sem vilja fá birt slik bréf, sendi með ábyrgð kimns manns á þeim stað, þar sem þau eru rituð. Ktera Vika! Ég má til með að hæla þér svolítið svo þú verðir góð við mig! Þú ert anzi slyng að finna kvæði og vísur, sem fólki langar til að sjá, en hefir ekki aðgang að. Ég veit þú kannast vel við Gígjuna, Um undra-geim, i himinveldi háu. Ég kann tvö fyrstu erindin, en mig Iangar svo til að fá tvö þau næstu. Viltu birta þau fyrirmig? Ljóðelsk. Svar: Gigjan er eftir Genedikt Gröndal og 3. og 4. erindin hljóða þannig: Og harpan skelfur, hátt I andans geimi af höndum veikum snert um dimma tíð, hún truflast fyrir undarlegum eymi, þvi andinn vekur sifellt furðustríð. Og upp af sjónum feiknastjömur stíga, og ströngum augum fram af himni gá, og eldi roðnar nið’r í hafið hníga, en hljómar dauði fjarrum vængjum á. Ég kný þig enn þá, gígjan mín, til gleöi; hvað gagnar sifellt kvein og táraflóð ? hvað gagnar mér að gráta það sem skeði? hvað gagnar mér að vekja sorgarljóð ? Hvað gagnar mér að mana liðna daga úr myrku djúpi fram í tímans hyl? Ég veit að eilíf alltaf lifir Saga, og allar stundir nefnir dómsins til. Kæra Vika! Getur þú gert svo vel og sagt okur úr hvaða sögu kaflinn var sem Páll Skúlason ritstjóri las í útvarpið. 1 Alltaf eitthvað nýtt Nýjar gerðir af □ GOLFTREYJUM og heilum □ KVENPEYSUM fáum við nú daglega. Enn fremur sérlega fallegt úrval af □ BARNAFÖTUM. Prjónastofan HLIN Laugaveg 10. Sími 2779. IW Sendum gegn póstkröfu um Iand allt. "Tpií '<<inUIHnilUIIIIUIUIHHnilllUHIIIUIIII(HUHtlHII»MHnHI sunnudaginn 13. febrúar. Við vorum fjarska hrifnar og langar að vita eftirfarandi: Hvað bókin heitir, eftir hvem hún er, hvað hún kostar og hvar hún fæst. Með fyrirfram þökk fyrir svarið. Margrét og Inga. Svar: Þessi bók er enn ekki til á íslenzku. Hún heitir á ensku „Tish” og er eftir Mary Roberts Reinhart. Páll hefir þýtt upphaf bókarinnar og líklegt má telja að hann ljúki þýð- ingunni við hentugleika, en ekkert er hægt að segja um, hvenær hún kemur út. Nýja framhaldssagan. Mazo de la Roche, höfundur nýju framhaldssögunnar, hefir hlotið mikla frægð fyrir „Jalna“-bækur sín- ar. Þessi saga, sem nú er nýhafin í Vikunni, er þannig, að hægt er að lesa hana sjálfstætt, en verði hún vinsæl meðal lesendanna, er ekk* að vita nema ráðist verði í að birta hin- ar „Jalna“-sögumar. Mazo de la Roche er fædd 1885 i Toronto í Kanada og vom forfeður hennar franskir, írskir og enskir. Fomafnið er spænskt drengjanafn. A ámnum 1922—25 lét hún frá sér fara þrjár skáldsögur, sem ekki vöktu athygli. 1927 sigraði hún i bókmenntasam- keppni með sögunni „Jalna", þó að 1100 handrit bæmst, og eftir það hefir hún sent frá sér margar „Jalna“-bækur. Hún hefir og skrifað leikrit, bók um skozka hundinn sinn og skáldsögu frá Nýja-Englandi og Sikiley. ____ Kæra Vika! Er það ekki bölvuð vitleysa að orðið fuður sé til I íslenzku og ef það er til, hvað merkir það? Svar: Fuður merkir fum: „eftir japl og jaml og fuður Jón var graf- inn út og suður” (Stephan G.). NY SKÁLDSAGA: Fjallið og draumurinn efto Ólaf Jóhann Sigurðsson Ólafur Jóh. Sigurðsson er ungur rithöfundur, sem menn hafa gert sér miklar vonir um, frá því hann birti fyrstu bók sína, aðeins 17 ára gamall. Eftir hann eru áður komnar út, auk barnabóka, tvær skáldsögur og eitt smá- sagnasafn. FJALLIÐ OG DRAUMURINN Idýtur að vekja athygli vegna þess, hve bókin er óvenjulega vel skrifuð af jafn ungu skáldi. Sagan lýsir æskuárum íslenzkrar sveitastúlku, fram til þess hún giftist og fer að búa sjálf. Er sennilegt, að höf- undur hugsi sér framhald af verkinu, og ætli sér með því að rita sögu íslenzku sveitakonunnar. Fjallið og draumurinn er safarík bók, Ijóðræn í stíl, fögur að máli. Þessum unga rithöfundi ættu Islendingar að fylgjast vel með. Fjallið og draumurinn vekur á skáldinu nýtt traust. Bókin er í stóru broti, 432 þéttletraðar blað- síður, vönduð að prentun og öllum frágangi. Verð 50 kr. heft, 62 kr. innbundin. Kápumynd eftir Þorvald Skúlason. Fjallið og draumurinn fæst í öllum bóka- verzlunum, en Bókabúð Máls og menningar hefir bókina í umboðssölu. Utgefandi: VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Kirkjustræti 4, sími 5004, pósthóif 365. iMHUmUnuniMIIIIIIIIUIIIIiflUliUHÍIIIIIIMMUlMMIIIIMI

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.