Vikan


Vikan - 06.04.1944, Blaðsíða 10

Vikan - 06.04.1944, Blaðsíða 10
VIKAN, nr. 14, 1944 3L° urimn in n b i iii i l i u Nokkrar uppeldisreglur. . Eftir Garry Cleveland Myers, .. ■■■■■.- . dr. phil. EwMUMHHUHIUnHHMMI Matseðillinn Enskt baut. 1500 gr. kjöt, hálf teskeið pipar, 300 gr. laukur, 125 gr. smjör, 2 teskeiðar salt. I enskt baiit þarf að hafa gott kjöt. Kjötið er verkað og skorið í sneiðar, þvert yfir kjötþræðina. Kjöt- sneiðamar em barðar vel með baut- hamrinum og gerðar kringlóttar með hnífi. Saltinu og piparnum er stráð öðm megin á stykkin. Laukurinn er flysjaður og skorinn i sneiðar og brúnaður ljósbrúnn, fyrst á pönn- unni, síðan tekinn af og bautið í smjörinu, móbrúnt á báðum hliðum við góðan hita, Er það þá tekið af og raðað á fat og laukurinn látinn ofan á og brúnuðu smjöri helt yfir. Með bauti em hafðar kartöflur eða pönnuegg. Eggin eru þá látin ofan á bautið. Kjötsneiðum má líka velta í hveiti, áður en þær eru brúnaðar, og sjóða svo í vatni í 10 mínútur, en vatnið þarf að gufa burt á meðan. Trifli. 250 gr. smákökur (makkaróni), 250 gr. romm eða sherry, 75 gr. eggjarauður, 500 gr. rjómi eða mjólk, 15 gr. matarlím, 100 gr. sykur, 125 gr. vatn, háli stöng vanilja. Víninu er hellt út á kökumar, og þegar þær eru orðnar blautar í gegn, er þeim raðað i glerskál. Eggjarauð- urnar eru hrærðar með sykrinum, . þar til þær eru orðnar að sléttri froðu. Rjóminn er soðinn litla stund með vaniljunni og svo er honum smá- hellt í þeyttu rauðurnar og þarf stöðugt að hræra í á meðan. í>essu ötlu er svo hellt í pottinn aftur, og þegar • rétt er við að sjóða, er pott- urinn tekinn ofan og má ekki hætta að hræra eitt einasta augnablik, því að þá mærna eggjarauðurnar. Matarlímið er leyst sundur í sjóð- andi vatni, og þegar það er vel mnn- ið, er því hellt í eggjajafninginn. Þegar þessi eggjafroða er orðin köld, en ekki hlaupin saman, er henni hellt yfir kökurnar. Þcgar á að bera þetta á borð, skal þeyta 250—500 gr. af rjóma og láta yfir. Láta má dálítið af berjamauki ofan á kökurnar í skálinni, ef maður vill. Kökuspaði eða skeið er höfð í þessu, þegar það er borið á borð og borðað sem ábætir. Tízkumynd Glæsilegur hvítur minkafeldur. Það var sjö ára verk að safna skinninu í hann. Hér fara á eftir nokkur holl ráð handa foreldrum, sem láta sér annt um uppeldi bama sinna. 1. Áður en fyrsta bamið fæðist eiga öll hjón að koma sér saman um heilbrigðar uppeldisreglur, sem nota eigi við uppeldi barnsins, og endur- skoða síðan þær reglur öðru hvoru eftir því sem barnið eldist eða fleiri börn bætast í hópinn. Foreldrarnir eiga að leitast við að skapa heil- brigðan félagsanda á heimilinu, þar sem börnin jafnt og foreldrarnir eru þátttakendur. 2. Temjið börnunum timanlega aliar hreinlætis- og heilbrigðisregl- ur. 3. Venjið barnið svo fljótt sem hægt er á að virða fyrirmæli yðar, og skilja það, að þegar þér bannið þvl eiithvað, þá sé því sjálfu fyrir beztu að hlýða. 4. Leitið eftir samvinnu við bam- ið með því að fá það til að gera það, sem þér viljið að það geri, og takið siðan þátt í fögnuði þess, ef vel gengur. 5. Eflið sjálfstraust bamsins. Gerið yður að reglu, að leysa ekkert verk af hendi fyrir það, sem þér vitið, að það getur sjálft gert. Látið það borða sjálft, klæða sig sjálft og sjá að öðru leyti sjálft fyrir þörfum sínum. Látið það svara sjálft, þegar aðrir leggja fyrir það spurningar í návist yðar. Lofið því að vinna og leika sér eins og það sjálft kýs, á meðan það er ekki öðrum eða því sjálfu til skaða eða óþæginda, og látið það sjálft æ meir um að velja og hafna og taka ákvarðanir, eftir því sem það eldist. 6. Lofið þvi að gera ýmislegt af því, sem það langar til að gera og getur gert, þó að það sé að öðrum jafnaði verk fuliorðinna, svo sem að taka þátt í ráðagerðum fjölskyld- unnar um fjármál heimilisins og náttúrlega verkaskiptingu á heimil- inu. Sjáið einnig um, að strax og það fær aldur til taki það sinn þátt 1 skyldum og réttindum innan fjöl- skyldunnar, og þá engu síður því, sem er miður skemmtilegt; og að það öðlist þessa reynslu með sem minnstum óþægindum og erfiðleikum fyrir sjálft sig og aðra meðlimi fjöi- skyldunnar. 7. Hvetjið það þegar frá upphafi til að taka sér fyrir hendur skap- andi og þroskandi leiki með hluti og orð, eitt eða með bömum á sinu reki. 8. Venjið það snemma á að um- gangast önnur börn á svipuðum aldri, og látið það sem mest sjálft um að gera út um deilur sínar við þau — halda fram rétti sínum og laga sig eftir óskum annarra. 9. Sýnið því, að þér berið fulla virðingu fyrir því sem persónu, og hlæið aldrei að spurningum þess eða athugasemdum, heldur svarið spurn- ingum þess í alvöru og einlægni, og hlustið þolinmóð á það, sem þau hafa að segja. 10. Látið bamið finna, að það sé einskis metið, elskað og kært öðram meðlimum fjölskyldunnar. 11. Stigið á eigingjamar óskir þess og hvetjið það tii sjálfsafneit- unar og sjálfsfómar. 12. Hagið öllu uppeldi yðar þannig, að sem minnstur ótti og kviði fái tækifæri til að ásækja barnið. Kennið því, í einu orði sagt, að ná valdi yfir tilfinningum sinum. Gerber's Cereal Food er talið aí Iæltnum og Ijósmæðrum vera nær- ingarbezta barnafæða. - Fæst í pökkum og dósum í Nýja ameríska sápan er handsápa hinna vandlátu. F æ s t v í ð a. öruggasta og — bezta hand|)\ ottaefnið. Athugið! Fombókaverzlun vor kaup- ir allar bækur hæsta verði. Einnig tímarit og blöð. — Greiösla hvort heldur er i pening- um eða bókaskiptum. Komið og reynið viðskiptin. Bókaverzlun Guðmundar Gamalíelssonar Lækjargötu 6. - Sími 3263. | Matarlitur, Eggjalitur Salatolía. | EFNAGERÐIN STJARNAN ] I Iíemisk-teknisk verksmiðja | i Borgartúni 4. Siml 5799. §

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.