Vikan


Vikan - 06.04.1944, Blaðsíða 14

Vikan - 06.04.1944, Blaðsíða 14
14 r __ - marminum, að hann skuli ekki taka baggana af honum, þegar hann ái á leiðinni „og mun hann þola“, sagði hann. Síðan gaf hann kaupamannin- um ýmislegt upp á hestinn, er hann hafði sjálf- ur, nesti til ferðarinnar og annað, sem ekki er getið. Síðan bjóst kaupamaðurinn til ferðar. Þá mælti karlinn til hans: „Þegar þú kemur heim, skaltu sleppa hesti minum, og mun hann rata heim aftur. Gott þætti mér, að þú kæmir hingað i dalinn aftur að sumri, og værir hér i kaupa- vinnu hjá mér, og bið ég þig að gefa mér að smakka fisk, ef þú kemur aftur; skal hestur minn vera kominn þangað, sem þú sleppir honum og skaltu flytja á honum fiskinn hingað." Kaupa- maðurinn þakkaði karlinum fyrir allt þetta og lofaði honum að koma aftur. Síðan skildu þeir með mestu vináttu. Fór kaupamaðurinn heim til sin og breytti eíns og karlinn sagði honum. Aldrei vissi hann neitt meira um félaga sinn. Þegar hann kom heim tók hann ofan af hesti karlsins og sýndist honum hann ekki vera lú- inn. Síðan sleppti hann hestinum og vó bagg- ana, og var hvor þeirra 24 fjórðungar. Engum sagði hann af ferðum sínum. Nú safnaði hann fiski, þangað til hann hafði fengið 6 vaettir. En um sumarið, er hann vildi af stað fara, var hesturinn karlsnautur kominn undir vallargarð- inn. Tók hann nú hestinn og lét á hann bagg- ana og fór svo af stað og tók ekki ofan af hon- um á leiðinni. Kom hann nú í dalinn og fann karlinn, varð þar fagnaðarfundur og þótti karli vænt um fiskinn, var kaupamaðurinn þar um sumarið. En um haustið borgaði karlinn honum fiskinn og galt honum eins mikið kaup og hið fyrra sumarið, léði honum hestinn og fór allt, sem áður hafði farið. Eftir þetta fór hann á hverju ári í dalinn til karlsins í kaupavinnu, á meðan hann vildi ferðast, og fór jafnan eins, að hann færði honum fiskinn og karlinn galt hon- um kaupið; eins mikið og áður er sagt. Og lýkur hér svo frá þeim að segja, Það þykir meðal-káupamannskaup i sveit, að fá 16 fjórðunga smjörs fyrir átta vikna vinnu, betri verkamenn hafa þó fengið 20 fjórðunga og hinir beztu 24; eftir þessu hafa vinnulaunin verið tvígild við það, sem nú er bezt goldið. , CÚr þjóðsögum J. Ámasonar). „Hvers vegna klæðirðu þig ekki betur?“ sagði vinur John D. Rockefeller, í ásökunartón. Þú getur svei mér fengið þér betri föt.“ „Hvað er að þessum fötum?“ sagði olíu- kóngurinn. „Allt!“ svaraði hinn. „Faðir þinn hefði borið kinnroða fyrir þig. Þú veizt, að hann var alltaf vel klæddur." „En,“ andmælti John D. Rockefeller brosandi, „ég er núna í fötum af honum pabba!" Svör við veiztu, — á bls. 4. 1. Upp, upp mín sál og allt mitt geð, upp mitt hjarta og rómur með, hugur og tunga hjálpi til, herrans pínu ég minnast vil. 2. Franskur, 1862—1918. 3. Ásdís á Bjargi við Gretti, son sinn. 4. 490 f. Kr. 5. Það hét Fram og Ottó Sverdrup var skip- stjóri. 6. Puecini. í Róm 1900. 7. 1475—1564. 8. Stefan Zweig. 9. 1924. 10. Bólu-Hjálmar. Lausn á orðaþraut á bls. 13. krossgata. KR ATI RÓMUR OFRIÐ SNÁÐI S ALLI GLÍM A AMÆLI TASK A ASNAR VIKAN, nr. 14, 1944 Lárétt skýring: 226. Vikunnar 1. auðmönnum. — 15. tignaður. — 16. klakstöðvanna. — 17. frumefni. — 18. op. — 19. nokkur. — 20. á nótum. — 21. kvenheiti. — 23. tölu- orð. — 24. silfur. — 26. tala. — 27. stefna. — 29. höfuðáttir (tvær). —- 31. forsetning. — 32. kulda. — 34. söngflokka. — 36. sveigur. — 40. smáfiskarnir. — 41. dolfallinn. — 42. tjónið. — 43. lét. — 44. háttur. — 45. þann ófrjálsa. — 48. þvengþm. — 51. skráir. — 52. vindar. — 53. beindu. — 55. aura- söfnun. — 56. frumefni. — 57. sk.st. — 59. amboð. — 61. höfuðáttir. — 62. frumefni. — 63. götu. — 65. orku. — 67. drap. — 69. felling. — 70. fugl. — 72. forfaðir. — 73. hafnk. — 76. ástar- hótið. — 78. formannsstarfið. Lóðrétt skýring: 1. ofan við fjöruborð (þf.). — 2. straumkast. — 3. tveir eins. — 4. nudd. — 5. brjálaðri. — 6. átu. — 7. ending. — 8. kind. — 9. jötunn..— 10. Ásynja. — 11. lærði. — 12. tveir samhljóðar. — 13. kvenheiti. — 14. þræl. — 22. á fæti. — 23. borða. — 25. hávaði. — 26. óviðkomandi. -— 28. grastætla. — 30. íþróttamann. — 31. tímabilin. — 33. viðvarandi. — 35. öldunpi. — 37. blundir. — 38. goð. — 39. endi. — 40. stafur. — 45. neyðir. — 46. skrifa. — 47. komast. — 48. kyrrð. — 49. gabb. — 50. slóðinn. — 54. hringur. — 58. töluorð. •— 59. tenging. — 60. tónn. —■ 61. barðist. — 64. gott. — 66. hannyrðir. — 68. mörg. — 69. tíni. — 71. flýti. — 72. kindina. — 74. sinn af hvorum. — 75. úttekið. — 76. umbúðir. — 77. hreyfing. Lausn á 225. krossgátu Vikunnar. Lárétt: — 1. Lundarreykjardal. — 15. erfiðir. — 16. slangra. — 17. sg. — 18. kið. — 19. æra. — 20. f. n. — 21. lak. — 23. arm. — 24. km. — 26. MI. — 27. ást. — 29. IV. — 31. f.t. — 32. ráfa. — 34. akra. — 36. áfast. — 40. strik. — 41. markaði. — 42. læknaða. — 43. kal. — 44. ask. — 45. stoðina. —■ 48. þarfari. — 51. læsir. ■■— 52. taðið. — 53. amts. — 55. ligg. — 56. f.a. — 57. t.g. — 59. aur. — 61. f.l. — 62. sr. — 63. lát. — 65. afl. — 67. E. S. — 69. mæt. — 70. lóu. — 72. an. — 73. skóarar. — 76. raknaði. — 78. kosningasigrar.' Lóðrétt: — 1. lesskrám. — 2. urg. — 3. nf. — 4. dik. — 5. aðili. — 6. riða. — 7. r.r. — 8. ys. — 9. klær. — 10. jarmi. — 11. ana. — 12. dg. — 13. arf. — 14. landtaka. — 22. ká. — 23. at. — 25. máfa. — 26. maskaðist. — 28. sú. — 30. vatnsfall. — 31. frið. — 33. farkost. — 35. krak- aði. — 37. talir. — 38. ei. — 39. al. — 40. skart. — 45. slafnesk. — 46. tæma. — 47. af. — 48. þú. — 49. rigs. — 50. iðgrænir. — 54. au. — 58. glæri. — 59. at. — 60. Ra. — 61. flóki. — 64. átan. — 66. flas. — 68. sko. — 69. man. — 71. ung. —, 72. aða. — 74. ós. — 75. r. g. — 76. R. R. — 77. ar. Flugvél nauðlendir á götu. Fólk þyrpist saman í úthverfi Detroit, þar sem flugvél nauðlenti á miðri götu.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.