Vikan


Vikan - 06.04.1944, Blaðsíða 4

Vikan - 06.04.1944, Blaðsíða 4
4 VIKAN, nr. 14, 1944 Ccnn fyóAum. Rúfus var að kveðja ástvini sína. Slík- ur aðskilnaður átti sér oft stað. Hann var hermaður í aftökusveit land- stjórans í Jerúsalem. Nú var það varð- skyldan, sem kallaði. Eftir nokkra daga fengi hann aftur tíma til að faðma konu sína og kyssa á enni litla drengsins síns. 1 dag hefði hann þó gjarnan viljað vera heima. Ef til vill mundi heitasta ósk hans uppfyllast á þessum degi og hann iosna við þær þjáningar, sem stöðugt lágu eins og farg á föðurhjarta hans. Rúfus var hversdagslegur hermaður, harður og jafnvel grimmur, en í hvert skipti, sem hann horfði í blindu augun litla drengsms síns, varð honum undar- lega innanbrjósts. Þessi sára sorg þjáði hann sí og æ, og hann öfundaði konu slna af því, að hún gat grátið. Blindi dreng- hnokkinn átti allt það í Rúfusi, sem kall- að verður mannlegt. Og það var ekki furða. Sjálfur hafði hann verið alinn upp í hermannaskálum, og hvar sem hann kom, varð hann að bera vitni um veldi Róma- ríkis, Það var ekki hjarta, — það var agi, sem bærðist í brjósti hans. Þessi tilfinn- ingalausi agi þagnaði aldrei, nema þegar ■drengurinn klappaði honum mjúk’.ega með litlu höndunum sínum. Þá féllu töfrar ag- ans af honum og hann varð — maður. Ekkert þráði hann eins og það, að geta gefið syni sínum sjónina aftur. En hvorki stjörnuspekingar Kaldea né hinar fræg- ustu seiðkonur gátu hjálpað honum, og hinir máttarmiklu guðir Rómverja reynd- ust einskis megnugir. Allar vonimar höfðu orðið að engu. Nú glæddust vonir Rúfusar aftur. Kona hans sagði honum frá manni, sem gerði kraftaverk, og komið hafði til borgarinn- ar fyrir nokkrum dögum. Hún sá, að tek- ið var á móti honum með mikilli viðhöfn. Ungi rabbíinn reið á asna, en konur breiddu dýrindis ábreiður á veginn fyrir framan hann. Drengir og telpur stráðu blómum og nýjum pálmaviðargreinum á götuna. Farlama aumingjar kysstu klæða- fald hans, og betlarar Jerúsalem-borgar grétu af gleði. Allir tö’.uðu um kenningu og kraftaverk þessa unga meistara. Hann hreinsaði líkþráa og gaf blindum sýn. Þegar Rúfus heyrði þetta, afréð hann að fara með son sinn til þessa manns. En nú varð hann að fara á vörð. Þeirri skyldu sinni gat hann ekki skotið á frest. Hitt varð að bíða í nokkra daga. Hvað gat hann gert annað? En þó var honum ekki rótt. Ef til vill yrði maðurinn far.'nn, áður cn hann næði tali af honum, og þá . . . Loks kom honum ráð í hug: Móðir.'n varð að gera það, sem faðirinn gat ckki. Hann safnáði saman öliu því, sem verðmætt var SAGA eftir Jul o Boghy, þýdd úr esperanto. á heimilinu, setti það í sedrusviðar-öskju, fékk konu sinni og sagði: „Fleygðu þessu fyrir fætur hans og segðu, að rómverski hermaðurinn Rúfus vilji launa honum með lífi sínu, ef hann lækni drenginn.“ Konan hristi höfuðið þegjandi. „Það er sagt, að hann hafi ímugust á auðæfum. Gull og silfur er í hans augum ekki meira virði en rykið á götunni.“ „Hvað getum við þá boðið honum,“ æpti Rúfus í örvæntingu. Heiðna konan beygði sig með móður- legri viðkvæmni niður að syni sínum og kyssti hann innilega. „Tár og þjáningar móðurhjartans.“ Rúfus horfði aðdáunaraugum á konu sína. Hann þagði langa stund, en hneigði svo höfuðið til samþykkis. Það var kominn dagur, þegar Rúfus fór að heiman. Hanarnir voru farnir að kalla á sólina. Hlýr vindur lék um olífutrén í Getsemane-garðinum. Ibúar Jerúsalem- borgar voru nú snemma á fótum, því að komið var að páskum, og Gyð'.ngar höfðu nóg að gera að undirbúa þá. Það var 14. dagur Nisan-mánaðar, og hátíðin því al- veg fyrir dyrum. Rúfus flýtti sér til hallar landstjórans. Hann var svo hugsi, að hann tók ekki eftir því, að menn hlupu fram hjá honum í smá- hópum og ræddu eitthvað af ákafa. End- urnærð von um afturbata sonarins er hið eina, sem hann hefir í huganum, og hann veitir því auðvitað enga eftirtekt, að hann treður með þungum ilskónum á visnuðum blómum og brýtur þurrar pálmaviðar- greinar, sem liggja á veginum. V EIZT.U —? 1. Hvemig byrja Passíusálmamir ? 2. Hverrar þjóðar var tónskáldið Claude : Debussy og hvenœr var hann uppi? • 3. Hver sagði: „en svipul verður mér • sonareignin" ? 4. Hvenær var orustan við Maraþon? 5. Hvað hét skipið, sem Friðþjófur Nan- • sen fór á norður í höf 1893 og hver • var skipstjóri þess? 6. Eftir hvern er óperan „Tosca" og hvar i var hún fyrst uppfærð? 7. Hvenær var Michael Angelo uppi? 8. Hver hefir samið bókina „Undir ör- : lagastjörnum" ? 9. Hvenær dó Lenin? 10. Eftir hvem er þessi visa: Er hér sálin inni svelt, andinn þessu veldur tíðar, hættir em að geta gelt gamlir seppar Blönduhlíðar. Sjá svör á bls. 14. En svo berst honum að eyrum þungur niður, líkt og veðurhljóð í fjarska. Sér til mikillar undrunar sá hann mannfjölda fyrir framan höll landstjórans. Þeir, sem höfðu þyrpst þarna saman, hrintust á, og voru að krefjast einhvers með hnefana á lofti. Það er ef til vill uppreisn, hugsaði hann og tók að hlaupa. Pílatus landstjóri stóð á dyraþrepinu og talaði til lýðsins. Rúfus heyrði ekki, hvað hann sagði, vegna þess að dynjandi hróp fólksins yfirgnæfði allt. „Barrabas! Barrabas! Barrabas!“ Rúfus skildi, hvað um var að vera. Það var ekki uppreisn, heldur var mannfjöld- inn að krefjast dóms yfir Barrabas, sem hermennirnir tóku fastan fyrir skömmu. Rúfus þekkti þennan glæpamann aðeins af afspurn. Þessi háværa dómkrafa minnti hann á skydlu sína. Hann ruddi sér braut gegnum manngrúann, hljóp upp tröppurn- ar og hraðaði sér á sinn stað. Hann mátti ekki vanta, af því að hann var einn af þeim f jórum hermönnum, sem sáu um af- tökurnar. Félagar hans voru asjálfsagt farnir að bíða eftir honum. Sjöþætta gaddasvipan hans hékk á súlu í ganginum. Einn þátturinn hafði raknað upp. Það þurfti að gera við hann og festa nýjan gadd í hann. Rúfus tók þegar til starfa. Digrir fingurnir brugðu hnút cftir hnút, en hugurinn var annars staðar. Hann sá fyrir sér blinda drenginn í nýju fötun- um sínum. Bráðum færi mamma hans með hann til undramannsins, sem ugglaust mundi lækna hann. Rúfus efaði það ekki eitt andartak, en hitt þótti honum leiðin- legt, að hann skyldi ekki geta fleygt sér fyrir fætur rabbíans og tjáð honum þannig þakklæti sitt, sem tungan gat ekki látið í ljós. Hann var staðráðinn í að gera allt, sem þessi maður bæði hann um, jafnvel þótt það samrýmdist ekki rómverskum hermannsháttum. Þá heyrði hann þýða, lága rödd: „Hvað ert þú að gera, bróðir?“ „Ég er að flétta hnútasvipu, sérðu það ekki?“ „Á hvem?“ „Á Barrabas.“ „Ég segi þér, bróðir, að hún mun særa minn líkama.“ Rúfus sneri sér á hljóðið. Hann sá í him- inblá augu — þvílík augu hafði hann aldrei séð. Maðurinn stóð með bundnar hendur og horfði — horfði á hnútasvipuna. Rúfusi datt Barrabas í hug og yppti öxium. „Ég held það geti verið,“ og hann festi hvassan gadd í þáttinn. Rúfus og félagar hans þrír stóðu hjá hýðingarstaurnum. Rúfus kreppti hnefann utan um hnútasvipuna og horfði með venjulegu skeytingarleysi ýmist á mann- inn, sem hermennirnir voru að binda, eða, á lýðinn. Mann.'nn var honum sama um, því að hann hlaut að vera glæpamaður, og lýðinn fyrirleit hann. Eitt andartak fann Framhald á bls. 13.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.