Vikan


Vikan - 06.04.1944, Blaðsíða 13

Vikan - 06.04.1944, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 14, 1944 13 ^•••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••MIMMMMMMMMMMJMMMMMIMM(MMMMM«MM*## Dægrastytting Orðaþraut. R ATI • Ó M U R FRIÐ N Á Ð I ALLI LlM A MÆLI ASK A S N A R Fyrir framan hvert þessara orða skal setja einn staf þannig, að séu þeir stafir lesnir ofan frá og niður eftir myndast nýtt orð, og er það algeng dægrastytting. Lausn á bls. 14. Kaupamennirnir. Tveir menn voru einhverju sinni á Suðumesj- um; þeir voru vanir að fara i kaupavinnu norður í sveitir. Eitt sumar fóru þeir sem oftar, en þegar þeir voru komnir norður á heiðar, kom á þá, þoka mikil, villtust þeir nú brátt, en héldu þó áfram lengi, þar til þeir komu i dal nokkum, er þeir þekktu ekki; 2 bæi sáu þeir i dalnum, sinn hvoru megin við á, sem rann eftir dalnum, fóru þeir nú heim að öðrum bænum og börðu þar að dyrum. Karl kom til dyrá; þeir heilsa Kvikmyndadisin Oene Tierney. *«««««««««««««««««««««««««««««««««« honum. Hann tekur því vel. Hann spyr þá frétta og hvert þeir væru að fara. Þeir sögðu honum. það ljósasta af því. Hann sagði, að þeir mundu koma seint í kaupavinnuna, af því að þeir væru komnir langt afvega, og bauð þeim að vera þar í dalnum, og sagðist skyldi taka annan þeirra, en ráðlagði hinum að fara yfir á hinn bæinn. Þeir þáðu þetta, og valdi karlinn annan þeirra til sín, en hinn fór nú yfir á hinn bæinn; voru þeir þar um sumarið og sáu hvor til annars. Ekki er þess getið hvað margt fólk hafi verið þar, eða hvort þeir hafi fundizt um sumarið. Seinasta heyskapardaginn snemma morguns kom karlinn til kaupamanns síns, og segir, að mál muni komið að gjalda honum kaupið og biður hann að ganga með sér út; segir karlinn, að nú sé verið að gjalda félaga hans kaupið í hlaðbrekkunni á hinum bænum. Sýnist honum vera verið að skera hann á háls; fer karlinn í skemmu eina og kaupamaðurinn á eftir; var þar trog og hnifur i. Tekur karlinn kaupamann- inn og leggur hann niður við trogið. En hann gat ekki neitt. Síðan bar karlinn hnifinn að barka hans, en hikaði þó og leit i augu hans og sagði: ,,Þú hræðist ekki dauða þinn.“ Kaupa- maðurinn mælti; „Ég á einu sinni að deyja, og er mér sama, hvort það kemur að nú, eða síðar.“ Þá sleppti karlinn honum, og fór kaupamaður- inn að búa sig af stað. Karlinn sagði: „Ég mun nú mega enda það, er ég hét, að gjalda þér kaup- ið, en ekki lízt mér svo á hryssur þinar, að þær muni mikið bera, en ég á brúnan klár, er ég skal ljá þér.“ Síðan batt hann bagga af smjöri allmikla og lætur upp á hest sinn og segir kaupa- Einn af fjórum. Framhald af 4. síðu. hann samt til einskonar meðaumkunar með raanninum og vorkunnsemi í garð lýðsins, því að þar var uppruni rabbíans, sem vonandi gæfi syni hans sjónina. Ef til vill væri hann að blessa drenginn þessa stundina. Skipun kvað við. Rúfus hlýddi umhugs- unarlaust, hóf upp svipuna og tók að hýða háifnakinn manninn af mikilli grimmd. Blóðugar rákir komu undan höggunum. Æðisgengnum lýðnum var nautn í slíkri villimennsku. En maðurinn við staurinn þagði. Hann drap höfði, andvarpaði hvorki né stundi, umbar allt með fórnarlund písl- arvottsins. Rúfus trylltist af þessu jafnaðargeði hans. Hann hýddi af öllu afli og leit ekki á djúp sárin eftir hvassa gaddana. Hann vildi knýja fram að minnsta kosti eitt and- varp úr þessum þrjózkufulla glæpamanni. Þegar Rúfusi var sk'pað að hætta, hóf bandinginn höfuðið og leit á hann. Himin- blá augu full af tárum. Rúfus fékk óvenju’egan st'ng í hjartað. „Sagði ég ekki, bróðir, að hún mundi særa minn líkama?“ Rúfus gerði sér upp kæruleysi og yppti öxium til þess að leyna geðshræringu sinni. ,,Ég sagði lika, að það gæti verið.“ Um langan aldur hafði ekkert þvílíkt borið við í Jerúsalem. Það var því cngin furða, þótt ö'.l borgin kæmi t'l þess að horfa á fulinæg ngu hins rómverska rétt- lætis. Beggja megin vegarins út á Golgata var múgur manna, einkum kvenfólk. Marg- ir höfðu klæðst sorgarbúningi, margir grétu hástöfum og mjög margir hæddu og hræktu á hina dómfelldu. Rúfus gekk á eftir bandingjanum. Nagl- arnir og hamarinn í leðurtöskunni hans glömruðu við hvert skref. Hann hlustaði hugsunarlaust á þetta feigðarhljóð. Það var honum til afþreyingar á langri leiðinni. E'.nn af krossberunum féll til jarðar í þriðja sinn. Lögum samkvæmt varð sér- hver sakamaður sjálfur að bera krossinn til aftökustaðarins. Lög eru lög. Rúfus hóf upp svipuna til þess að hleypa f jöri í magn- lausa limi mannaumingjans. En höndin stöðvaðlst á miðri leið. Grátin kvenmanns- rödd stöðvaði hana. „Meistari, blessaðu drenginn minn.blind- an sakleysingjann!“ Rúfusi fannst kökkur koma í hálsinn á sér. Fremst í mannþyrpingunni kraup kona og drengur. Það voru eiginkona hans og sonur. Hann sá, að örmagna krossber- inn lyfti særðum handleggnum og strauk blíð’ega hrokkið höfuð drengsins skjá’f- andi hendi, og heyrði hann mæla veikum, lágum rómi: „Blessuð sé trú þín, kona.“ Reidd svipan féll úr hendi Rúfusar. Hon- um vöknaði um augu og hann sá allt cins og í þoku. Hann gat sér þess til, að lcon- an, sem féll fram á rykugan veginn, og kyssti grátandi hnútasvipuna, væri konan sín. Fætur hans urðu blýþungir. Honum fannst sem allur þungi krossins lægi á nínu eigin hjarta. Allt til þessa hafði hann gilt einu, hvort það var Barrabas eða annar glæpamaður. En nú . . . nú . . . Hræði- legt! Höfuðsmaðurinn kvaddi mann úr þröng- inni til þess að bera krossinn. Og hersing- in hélt aftur af stað. Rúfus gekk rænu- laust á eftir þeim, sem hann átti að kross- festa. Naglamir og hamarinn glömruðu í töskunni — glömruðu við hvert skref. En nú stakk þetta feigðarhljóð Rúfus í hjartað. Krossinn var settur á jörðina og hinn dauðadæmdi lagðist þegjandi ofan á hann. Rúfus kraup á kné með nagla og hamar í hendinni, og einblíndi á hægri hönd band- ingjans, sem hann rétti fram sjálfkrafa. Eftir andartak átti hann að negla hana á krossinn. Einmitt þessa hönd, sem blessað hafði drenginn hans — hönd mannsins, sem hann hafði heitið að gera allt fyrir. Hvað átti hann að gera? Hvað gat hann gert? Hvað var skylda hans að gera? Þessar spurningar þjáðu hann. Aginn barðist í brjósti hans við nýja kennd, cem hann hafði aldrei fundið til áður. Hann reyndi að verjast gráti, en tárin féllu á framréttan lófann, tár böðulsins. Maðurinn á krossinum leit á Rúfus augnaráði, sem fyrirgaf allt. Skipun kvað við. Tveir þungir hamrar féllu næstum samtímis á naglana, en í fyrsta skipti á ævinni gegndi Rúfus ekki. Hann starði agndofa á lófann, sem cngd- ist af kvölunum. En blíð bænarrödd písl- arvotts:ns kom honum til sjálfs sln. „Gerðu skyldu þína!“ . . . og Rúfus lyfti þreknum handleggn- um og reiddi hamarinn til höggs . . .

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.