Vikan


Vikan - 06.04.1944, Blaðsíða 6

Vikan - 06.04.1944, Blaðsíða 6
6 VIKAN, nr. 14, 1944 og Kmest stóöu saman og dáðust að húsinu. Það horfði frjálslega framan í sólina, eins og það væri væri þess meðvitandi, að allt væri í prýðilegasta Jagi. Það voru engir molnandi steinar, fúnir bjálkar eða lausir gluggahlerar, sem gátu rænt því vellíðan þess. Hesthúsin voru hulin af stór- um sígrænum trjám, og bak við þau teygðu sig sex hundruð ekrur af ökrum, skógi, engjum og skurðum, sem Whiteoak kapteinn hafði komið í rækt fyrir hálfri öld. Renny hafði tekið upp tennisspaða og var nú að henda boltum í netið. Gamla frú Whiteoak tók hinn spaðann og stillti sér upp fyrir framan hann. „Jæja, komdu þá! Komdu!“ hrópaði hún ögr- andi. „Sendu ömmu þinni bolta, hvolpurinn þinn!“ Renny hló og sendi henni mjúkan bolta. Hún lét eins og hún sæi hann ekki og stóð kyrr með spaöann á öxlinni og var vígaleg ásýndum með böndum skreyttan kappann á höfðinu. „Hallarðu þetta bolta? Heldurðu að ég sé svona mikill aumingi? Komdu nú, sendum mér — viðunandi bolta!“ Renny horfði ógnandi á hana. „Renny!" áminnti Ernest. „Farðu varlega." „Hugsaðu um sjálfan þig, Ernest!“ skipaði hún. „Er það ég, sem leik, eða þú?“ Það kom bolti fljúgandi beint í áttina til kapp- ans. Hún hitti hann með spaðanum og sendi hann aftur yfir netið og gerði það laglega; en hún þorði ekki að gera það einu sinni enn. Hún brosti sigri hrósandi. „Nú, hvað segir þú um þetta? Get ég kannske ekki leikið tennis?“ „Þú ert dásamleg, arnrna!" Hann hló til hennar yfir netið og gekk svo til hennar. Hún tók í handlegg hans. „Þarna koma stelpurnar, sérðu hvað þær hafa gert?“ Magga og Vera komu niður tröppumar og leiddu Eden á milli sín. „Sjáðu, pabbi!“ kallaði Magga. „Við ætlum að hafa æfingu!“ Hún lét Eden taka í pilsfald sinn og gekk svo hægt og virðulega eftir grasfiet- inum í fylgd með Veru. „Dásamlegt!" hrópaði Nikulás. „Það veit sá sem allt veit, að barnið er dá- jsamlegt!" sagði Ernest. Filippus gekk nú til dóttur sinnar, og hún lagði hönd sína á handlegg hans. „Jæja,. mamma, nú verður þú að leika prestinn, Renny, getur þú ■ekki verði brúðguminn ?“ „Mér líkar ekki, þegar verið er að leika sér að svona hátíðlegum hlutum,“ sagði móðir hans. „Það er ills viti. Komdu til ömmu, elskan mín, og sýndu henni fínu, nýju fötin." En Eden hélt fast í pils Möggu og gekk mjög virðulega. • „Hæ!“ kallaði Renny, „þama er Maurice! Flýttu þér Maurice!" Maurice Vaughan kom inn um lítið hlið, sem var á limgirðingunni. Hann hafði komið yfir giiið, sem aðgreindi land föður hans frá Jalna, og á leiðinni hafði hann tint vönd af hvítum liljum. „Góður drengur!" sagði Filippus glaður. „Þarna kemur hann — með blómvönd og tilheyrandi!" Nikulás byrjaði að blistra brúðkaupssálm. „Hvað á þetta allt að þýða?“ spurði Maurice. „Æfing," sagði frú Whiteoak, „mér líkar það ekki, alls ekki. Ég er hjátrúarfull, þegar um slíkt er að ræða.“ Maurice gekk til unnustu sinnar og rétti henni blómvöndinn. Hann hneigði sig að gömlum sið, en það var alvörusvipur á andliti hans, og þung- lyndislegur svipur í augunum, svo að Magga hætti að brosa. ,Hún hélt blómunum að sér og spurði: „Er nokkuð að?“ Hann hristi höfuðið. „Nei, það er að segja, pabbi er ekki vel góður til heilsunnar. Við mamma emm óróleg hans vegna." „Ég hefi þekkt föður þinn alla ævi mína,“ sagði Filippus, „en ég hefi aldrei séð hann vel hraustan. Þið skuluð ekki vera áhyggjufull hans vegna; hann iifir okkur hin.“ Hann lyfti Eden upp. „Nú, hvað segir þú um svona brúðarsvein, eins og Eden?“ Maurice brosti og það lifnaði yfir Möggu. María kom nú út úr húsinu og hélt á yngsta barni sínu, Piers, tuttugu mánaða gömlum dreng, sem allir kölluðu Pip. Hann sat sperrtur á hand- legg hennar, fastákveðinn að vera ekki syfjaður, þó að hann vissi að farið væri með hann út til þess .að bjóða góða nótt. Hann hafði mjög bjart hörund, þunnt ljóst hár og skærblá augu. „Ó, mér er illa við, að þið færðuð Eden í þessi föt!“ sagði hún reiðilega. „Hann setur bletti í þau.“ En hún brosti af gieði yfir því, hvað hann var fallegur, þegar hann hljóp til hennar eins og örskot. „Sjáðu mig! Sjáðu mig!“ æpti hann. Renny, hljóp á eftir honum. „Látu mig fá Pip,“ sagði hann við Maríu. „Þá geturðu tekið Eden að þér.“ Hún rétti honum þann litla hálf treg. Hann ( öskraði af ánægju, þegar hann stökk i fang Rennys, sem bar hann til Maurice, sem stóð dálítið afsíðis. Renny rétti honum bamið. „Taktu við honum,“ sagði hann hlæjandi. „Sá dagur kemur að þú verður að skoppast með þitt barn. Lofaðu mér að sjá, hvernig það fer þér.“ Maurice hörfaði undan, eins og hann hefði verið stunginn. „1 guðanna bænum, taktu hann í burtu!" sagðl hann hás. „Renny, ég verð að tala við þig í einrúmi! Reyndu að losna við stelpurnar og. komdu með mér í gilið. Ég þarf að segja þér nokkuð hræðilegt." II. KAFLI. 1 gilinu. Piltamir fóra út um hliðið og niður stíginn að gilinu, einmitt þegar sólin varpaði þangað sið- ustu geislum sínum. Ljósgrænt grasið og burkn- arnir, sem enn vora ekki fuliþroskaðir, voru eins og draumabiær, 'en trén sem sólin skein enn á glitruðu og bærðust í léttum andvaranum. Það var bjólublár blær á stofnum furutrjánna, og ljósir stofnar silfurbjarkarinnar biikuðu. Andstæðumar í hreyfingum Maurice og Renny vora einkennandi ekki aðeins fyrir hvernig skapi þeir voru í nú, heldur eðli þeirra sjálfra. Maurice gekk þungt niður stíginn, svo að smásteinarnir ultu niður á undan honum, og hann virtist varla taka eftir þvi, hvar hann gekk. Renny gekk létt og frjálslega eins og villimaður og ekkert komst undan augnaráði hans Hann nam staðar nokkrum sinnum eins og hann væri að því kom- inn að snúa inn í skóginn; en þá kallaði Maurice: „Komdu!" og hann gekk niður stiginn. Áin, sem rann eftir gilinu, var nú eins og hún gat verið mest. Það var þessi á, sem varð seinna aðeins lítill lækur, vegna flóðgarðs, sem fjöl- skyldan lét gera til þess að reyna að ráða bót á óhófi Nikulásar og Ernst og óheppni þeirra í fjármáium. Það heyrðist greinilegur niður i henni, þar sem hún rann í þéttum skóginum. Renny gekk að brú, sem lá yfir ána, þar sem hún var mjóst; en Maurice dró hann með sér í skjól við nolckur villt kirsuberjatré. „Komdu hingað," sagði hann, „hér getur enginn séð okkur. Það getur alltaf komið einhver yfir brúna. Já, sjáðu! Þarna kemur pabbi! Þegar ég hugsa til þess, hvað ég á, ef til vill, eftir að valda honum mikillar sorgar, gæti ég kastað mér í þessa á.“ Renny horfði á manninn. sem gekk yfir brúna. Hann óskaði þess, að hann gæti sloppið frá Maurice. Erla og unnust- inn. Teikning eftir Geo. McManus. Hermaðurinn: Ætlarðu ekki að vera hér í kvöld? Við fáum ágætan mat og svo verður sýning á eftir. Oddur: Nei — ég ætla að fara til unnustunnar! Oddur; Ég gat ekki verið að gera honum gramt v geði með því að segja honum, að Erla ætlar að útbúa fínan kvöldmat handa okkur! Érla: Já — halló — Haraldur — já — það er inndælt — ég er viss um, að Oddur verður hrifinn af því — hann kemur hingað bráðum. Erla: Elsku Oddur minn! Hann Haraldur frændi hringdi í mig og vildi fá okkur til að borða með sér — er það ekki gott? Erla: I herstöðina þina — hann er orðinn lið- Oddur: Ágætt — hvert föram við með honum? þjálfi þar! L ! k,r.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.