Vikan


Vikan - 06.04.1944, Blaðsíða 3

Vikan - 06.04.1944, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 14, 1944 3 Jón biskup Vídalín. Menntamálaráð og Þjóðvinafélagið hefir enn látið frá sér fara nýtt bindi af Sögu Islendinga. Er það sjötta bindi ritverksins og tekur yfir tímabilið frá 1701—1770, og er samið af Páli Eggert Ólasyni og Þorkeli Jóhannessyni. Myndin á síðunni er úr þessu bindi og kafli sá, sem hér fer á eftir um Jón biskup. Jón byskup Þorltelsson Vídalín. Hann fæddist í Görðum á Álftanesi 21. mars 1666. Var faðir han síra Þorkell Arn- grímsson prests hins lærða, Jónssonar ..., en móðir Margrét Þorsteinsdóttir prests í Holti undir Eyjafjöllum, Jóns- sonar (prests og skálds í Vest- mannaeyjum, Þorsteinssonar). Stóð að honum mesta gáfufólk landsins í alla ættliðu. Síra Þor- kell Arngrímsson andaðist 5. dec. 1677, og var þá Jón, son- ur hans, á 12. ári. Nám byrjaði hann hjá föður sínum, er hélt kennara handa sonum sínum, og á 7. ári hóf hann að nema latínu. Eftir það lærði hann hjá síra Páli Ámundasyni á Kol- freyjustað, þangað til hann var tekinn í latínuskólann 1 Skál- holti, og var það 1679. Þaðan útskrifaðist hann að þrem ár- um liðnum, 1682. Eftir það er talið, að hann hafi um hríð ver- ið á ýmsum stöðum til meira lærdómsframa, hjá frændum sínum og venzlafólki, en mest mun hann hafa dvalizt hjá síra Oddi Eyjólfssyni í Holti undir Eyjafjöllum; en hann átti móðursystur hans. Hafði síra Oddur áður verið rektor í Skál- holti og var nafnkunnur lær- dóms- og fremdarmaður. Voru stúdentar oft hjá honum til framhaldsnáms, áður en þeir leituðu til háskólans. Jón mun einnig hafa verið með systur- manni sínum, síra Árna Þorvarðssyni á Þingvöllum, en hann var skáld, vel gefinn og vel að sér. Talið er og, þótt óvíst sé, að hann hafi þá dvalizt einn vetur með frænda sínum, hinum rómaða lærdóms- manni, síra Páli Björnssyni í Selárdal. Voru þeir systkinasynir, þótt aldursmun- ur væri mikill (síra Páll dóttursonur síra Arngríms lærða af fyrra hjónabandi hans). Á þessum árum reri hann tvær ver- tíðir í Vestmannaeyjum, og bendir það sterklega til þess, að hann hafi þá átt heima 1 Holti undir Eyjafjöllum. Árið 1685 veitti Þórður byskup Þorláksson hon- um predikunarleyfi, einkum „meðan hann er nálægur“ síra Oddi Eyjólfssyni í Holti, og fer byskup þar um Jón fögrum orðum. Árið 1686 sókti hann um kennarastöðu (heyrarastarf) í Skálholti, en Þórður, bróðir hans hlaut hana þá, enda var hann guðfræðingur frá háskólanum í Kaup- mannahöfn og í metum hjá Heidemann landfógeta. Þess má geta að í umsögn sinni um þessa umsókn kallar Þórður Jón biskup Þorkelsson Vídalin. byskup Jón „fallega lærðan ungan mann“. Árið 1687 ákvað Jón loks að fara utan til háskólanáms, og var það um leið og Arngrímur, bróðir hans, er síðar varð lærður maður og rektor í Danmörku, en andaðist ungur. Fékk Jón þá ágæt með- mæli til háskólans, bæði frá rektor skól- ans, Ólafi Jónssyni, síðar presti í Hítar- dal, og Þórði byskupi. (Hér er sleppt úr kafla). Um þessar mundir voru eigi góðar horf- ur til frama heima fyrir, á Islandi, með því að ungir menn sátu þá fyrir í öllum embættum, er Jón kynni helzt að hafa rennt auga til. Það má og ætla, að hann hafi um hríð eigi hugsað til heimkomu. Þá var það eigi ótítt, að ungir menn háskóla- gengnir tókust á hendur herþjónustu, sumir af neyð, aðrir af tilhneigingu eða af framgirni. Jón var alla tíð ör í lund, fljótfær nokkuð og stórhuga. Hugðist hann skjótara mundu ná frama nokkrum, með því að velja þessa leið í bili, enda eggjuðu hann kunningjar hans sumir meðal undirforingja til þess að velja þetta starf. Varð það og úr, að hann gekk í her- þjónustu árið 1689. En þær vonir brugð- ust, er hann kann að hafa gert sér af því starfi. Hann komst í sjóliðið, og var þar nálega 2 ár, jafnan í óbreyttri her- mannastétt, og leið honum illa. Kom svo, að Heidemann landfógeti, að beiðni móður hans og frænda, fekk leyst hann með gjaldi úr herþjónustunni, 18. apríl 1691. Var þá þeim draumum lokið, og leiddi hvorki af frama né upphefð. Síðan fór hann til Islands um vorið með Heidemann landfó- geta, heldur af vanefnum bú- r.inn. Mun hann þá hafa verið „ með móður sinni eða frændum ? um sumarið. En um haustið S réðst hann í Skálholt, í þjón- í ustu Þórðar byskups. Segja , sumir, að byskup hafi tekið hann af miskunnsemi qg að beiðni frænda hans, en aðrir, að byskup hafi ráðið hann til sín, til þess að kenna börnum. Víst er það, að byskup hafði áður metið hann mikils vegna þekk- ingar. Komst Jón nú þegar í hið mesta gengi í Skálholti og hlaut traust byskups fullkomið. Árið 1692 varð hann kennari (heyrari) í Skálholtsskóla og árið 1693 kirkjuprestur þar. Þess má geta, að sumarið 1693 var hann í Selárdal að hebresku- námi, hjá síra Páli, frænda sín- um. Jókst dálæti byskups svo mjög á Jóni, einkum eftir að sjúkdómur hans ágerðist, að hann sendi hann í stað sinn- í yfirreiðir um byskupsdæmið. Árið 1694 varð laust Garðá- prestakall á Álftanesi og ósk- aði Jón að fá það og setjast að á fæðingarstað sínum. En. Miiller amtmaður veitti staðinn síra Ólafi Péturssyni, er verið hafði skrifari hans, og vildi ekki skrifa á umsókn Jóns til konungs. Jón samdi umsóknina eigi að síður (15. ágúst 1695), og ritaði Þórður byskup sterk meðmæli með henni. Þorði þá amtmaður eigi annað en að senda um- sóknina fyrir konung. Fór svo, að kon- ungur veitti Jóni prestakallið. í fardögum 1696 setti hann bú í Görðum með móður sinni, en síra Ólafur varð að standa upp, hvort sem amtmanni líkaði betur eða verr. Þó hélt síra Ólafur áfram búskap þar í sveit, enda gerðist hann aðstoðarmaður Jóns í prestsverkum, því að hann var það ár með annan fótinn í Skálholti, til að- stoðar byskupi, og svo kom, 2. mars 1697, að amtmaður setti Jón, að bón byskups.. Framhald á bls. 7.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.