Vikan


Vikan - 06.04.1944, Blaðsíða 7

Vikan - 06.04.1944, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 14, 1944 7 Jón biskup. Framhald af bls. S. til aðstoðar honum í byskupsstörfum eða officialis I byskupsdæminu. Á sama ári sendi byskup sjálf- ur, hálfum mánuði fyrir andlát sitt, umsókn til konungs um það, að Jón mætti verða officialis og aðstoðarmaður sinn og eftirmaður í embætt- inu eftir sinn dag og fá vonarbréf fyrir því. Fylgdu þessu nú meðmæli amtmanns með hinu mesta lofi fyrir ræðusnilld Jóns og lærdóm; má og hafa til dregið, að hann hafi með þessu viljað tryggja síra Úlafi Péturssyni Garða. Eftir lát Þórðar byskups bjóst Jón til utan- farar. Setti hann mág sinn, sira Áma Þorvarðs- son á Þingvöllum, officialis í fjarveru sinni, en fór utan siðan, um alþingistíma öndverðan, með fyrsta skipi til Kaupmannahafnar. Studdi ekkja Þórðar byskups hann með farareyri og öðru því, er við þurfti og var það mál sumra manna sam- tímis, að hún hefði fellt hug til hans. En nú veik svo við, að því er sagnir herma, þegar Jón kom til Kaupmannahafnar, að voldugur maður þar (og nefna menn til hina miklu hetju, flota- foringjann Niels Juel, sem var í miklum metum hjá konungi), hafi sterkan hug á að koma skjól- stæðingi sínum, dönskum manni einum, í byskups- embætti í Skálholti. Þá var það Jóni til happs, að Árni Magnússon var mjög handgenginn öðr- um voldugum manni, Mattíasi Moth, sem mikils mátti sín, þvi að systir hans var hjákona konungs. Fekk hann komið svo orðum sínum í nærveru Niels Juels, að sögn, að inna eftir því, hversu útlendingur mætti dæma um ræður presta, hvort þeir kenndu guðsorð rétt og hreint, rannsaka þekking almúgans í trúargreinum, leiðrétta og fræða einfeldninga o. s. frv. Myndi útlendingur vafalaust þurfa að verja 2—3 árum áður til þess að læra íslenzku. Er mælt, að konungur hafi sannfærzt af þessum rökum og mælt svo fyrir, að Islendingur skyldi hljóta embættið. Engin skjalgögn eru fyrir þessu, og ekki minnist Árni Magnússon á þetta i bréfum sínum. En vafalaust má telja, að hann hafi styrkt Jón við Moth af fremsta megni. Annar samtíðarmaður (Jón Skál- holtsrektor Thorchillius) segir og þveröfugt, að Niels Juel hafi stutt Jón til að ná embættinu. En hvort tveggja þetta hlýtur að vera þvætting- ur, því að Niels Juel var látinn, áður en hann gat hafa fengið vitneskju um dauða Þórðar byskups. Ef nokkur fótur er fyrir sögnum þessum, þá hefir verið um annan flotaforingja að ræða. Hitt er annað mál, að komið mun hafa til tals að skipa annan mann til byslcups í Skálholti. En hvort sem umræður um þetta efni hafa staðið lengur eða skemur, lauk svo, að Jón var kvaddur til að vera byskup með bréfi konungs 16. nóv. 1697, en vígður var hann af Henrik Sjálandsbyskupl Bornemann 1. mai 1698. Skömmu síðar, 1. júní sama ár, sæmdi háskólinn hann magistersnafnbót i heimspeki. Jón byskup kom til Islands þá um vorið og tók við Skálholtsstól í fardögum. (Hér er sleppt úr löngum kafla). Jón byskup varð ekki gamall maður. Dauða hans bar að með þessum hætti: Þeir byskup og mágur hans, síra Þórður Jónsson á Staðastað, höfðu heitið því hvor öðrum, að sá þeirra, er lengur lifði, skyldi flytja líkræðu yfir hinum. Sira Þórður andaðist 21. ágúst 1720, og frétti byskup látið 24. eða 25. sama mánaðar. Lagði hann þegar af stað 26. ágúst frá Skálholti, til þess að fylgja síra Þórði til grafar. Hafði hann verið á sífelldu erli og ferðalögum það sumar fram að þessu. Sama dag kenndi hann verkjar fyrir brjóstinu, einkum eftir að hann kom vestur á Sleðaás og komst með naumindum i sæluhúsið. Versnaði honum svo um nóttina, að hann treyst- ist ekki að fara lengra. Lét hann taka sér blóð, og linaði það verkinn, en við það dró úr honum mátt. Andaðist hann þar í sæluhúsinu aðfara- nótt 30. ágúst. Skömmu eftir kom kona hans þangað að vestan, en hún hafði farið vestur að Staðastað i kynnisför og hitt þi bróður sinn dauðvona. Frétti hún um veikindi manns síns og hraðaði sér að banabeði hans, en þá hafði hann nýlega skilið við, er hún kom að. Hugðu menn, að hún myndi ekki bera af harminn. Jarðarför byskups fór fram í Skálholti í viðurvist fjöl- mennis, amtmanns og 22 prófasta og presta. Lík- ræðu flutti prófasturinn í Árnesþingi, síra Jó- hann Þórðarson. Ekki var hún prentuð, en brot (æviatriðin) úr henni mun vera til i handriti. Var Jóns byskups almennt saknað mjög samtímis, og kemur það fram í eftirmælum eftir hann, einna bezt í latínuljóðum eftir Erlend rektor Magnús- son, en margir urðu og fleiri til að yrkja eftir hann, jafnvel sira Jón Sigmundsson, sá er mála- ferlin átti við hann. Um Jón Biskup má segja það, að brestir hans gleymdust og frægð hans óx því meir, er hann fjarlægðist, og drógu til þess ritstörf hans, eink- um helgidagaræður hans, húspostillan. Hér hefir nú verið birt glefsa úr einum kafl- anum í Sögu Islendinga, sem Menntamálaráð og Þjóðvinafélagið eru að gefa út. Er sá hluti bók- arinnar eftir Pái Eggert Ólason. Það er mjög nauðsynlegt hverri þjóð að þekkja sögu sina og því ættu slíkar bækur að vera kærkomnar á hvert heimili. r Árnesingafélagið í Reykjavík hefir I j hafið útgáfu á Árnesinga sögu og er : j Guðni Jónsson, magister, ritstjóri. j ■ Fyrsta bindið af sögunni er ný- j j komið út og er það náttúrulýsing j j Árnessýslu, fyrri hluti. Bindið skipt- j j ist í tvo meginkafla: Yfirlit og jarð- j j saga, eftir Guðmund Kjartansson, j jarðfræðing; — og Gróður í Árnes- j j sýslu, eftir Steindór Steindórsson, j j menntaskólakennara. 1 ■ Meirihluti bókarinnar er jarð- j j sagan, og um hana farast höfund- j inum svo orð í formálanum: ■ ■ „Undanfarin sumur, einkum sum- j arið 1941, hef ég ferðast nokkuð um j j Árnessýslu í rannsóknar skyni og hafði þá samningu þessa rits í huga. j j Lítið hefir áður birzt á prenti um j j jarðfræðiathuganir mínar, og segir j j frá þeim flestum í fyrsta skipti í ■ þessu riti. Mér verður miklu tíðrædd- j j ara um mínar athuganir en annarra, j j og því vil ég taka það skýrt fram, að j j jarðsaga Árnessýslu er að mjög litlu j j leyti mitt verk. Sjálft efnið — rann- j j sóknir og uppgötvanir — hefir verið j j dregið að um því nær tveggja alda j j skeið. Þeir Eggert Ólafsson og j j Sveinn Pálsson drógu að fyrstu við- j j ina til þeirrar smíðar. Jónas Hall- j j grímsson og ýmsir merkir útlendir ■ j vísindamenn juku miklu við. Þor- j : valdur Thoroddsen viðaði feikimiklu : j að, en lét ekki þar við sitja: hann j rak saman grindina. Helgi Péturss j j fann veilu í grind Þorvalds, reif j j nokkurn hluta hennar niður og reisti að nýju traustari en áður. Síðan hefir j | lítill hópur jarðfræðinga, innlendra j j og útlendra, neglt f jalir í máttarvið- j j ina, en lítt hróflað við þeim sjálfum. j Minn skerfur er aðeins af því tagi.“ j 2 ■ Árnesingafélagið fer myndarlega j j af stað með þessa sögu, og mun hún, j j áður en lýkur, verða drjúgur skerf- j j ur til menningarsögu landsins. Enginn Árnesingur má láta þessa bók vanta í bókaskápinn sinn. Allir, j sem áhuga hafa á menningarsögu j íslands, þurfa að lesa hana. NÝ SKÁLÐSAGA : Pósturinn hringir alltaf tvisvar Eftir James M. Cain. Fáar skáldsögur hafa vakið slíka athygli nú á síðari árum sem þessi. f Ameríku var henni strax tekið með kostum og kynjum. Brezka bókmennta- félagið valdi hana fyrst allra bóka til útgáfu, þegar það tók að keppa við „Penguin“ bækurnar alkunnu. Á skömmum tíma hafa komið út af henni f jölda margar útgáfur bæði austan og vestan Atlantshafsins. Hún hefir einnig verið kvikmynduð og vakti kvikmyndin heimsathygli. Bók þessi hefir hlotið einróma lof brezkra gagnrýnenda, enda er hún óvenjulegum kostum búin. Stílsnilldin er gagntakandi og frábær, persónulýs- ingar listrænar, efnið áhrifamikið, frásögnin heilsteypt og afburða spennandi. Þessa bók getur enginn lagt frá sér, fyrr en að lestri hennar loknum — og enginn verður vonsvildnn af lienni. Eignist þessa bók. Fæst hjá bóksölum. Bókaútgáfa Pálma H. Jónssonar.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.