Vikan


Vikan - 06.04.1944, Blaðsíða 11

Vikan - 06.04.1944, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 14, 1944 n r | i 1 Höfundurinn: AgaUia Christie Framhaldssaga: Hver gerði það1 Sakamálasaga eftir AGATHA CHRISTIE 22------------------------- iiercult) i*uirot i „Ekki það, að ungfrú Debenham var aðstoðar- kennslukona hjá Armstrongfjölskyldunni á þeim tíma, þegar Daisy litlu Armstrong var stolið ?“ Það var dauðaþögn í minútu. Poirot kinkaði vingjarnlega kolli. „Þama sjáið þér,“ sagði hann. „Við vítum meira en þér álítið. Ef ungfrú Debenham er saklaus, því var hún þá að leyna sannleikanum ? Hvers vegna sagði hún mér, að hún hefði aldrei komið til Ameriku?" Ofurstinn ræskti sig. „Getur ekki verið að yður skjátlist?" „Mér skjátlast ekki. Hvers vegna, sagði tmg- frú Debenliam mér ósatt?" Arbuthnot ofursti yppti öxlum. „Þér ættuð heldur að spyrja hana. Ég held samt, að þér hafið á röngu að standa." Poirot kallaði. Einn borðstofuþjónanna kom úr hinum enda vagnsins. „Farið og biðjið ensku stúlkuna, í klefa nr. 11, um að gjöra svo vel að koma hingað." „Já, herra minn.“ Maðurinn fór. Mennirnir fjórir sátu þögulir. Andlit Arbuthnots ofursta var eins og höggvið út í stein, hart og sviplaust. Maðurinn kom aftur. „Stúlkan er rétt að koma, herra rninn." „Þakka yður fyrir." Nolckrum mínútum síðar gekk ungfrú Deben- ham inn í borðstofuvagninn. 30. KAFLI. Sannleikurinn um Mary Dcbenham. Hún var hattlaus. Hún bar höfuðið næstum þrjózkulega. Svarta hárið var greitt frá and- litinu; á þessari stundu var hún 'falleg. Hún leit á Arbuthnot ofursta eitt andartak — aðeins andartak. Hún ávarpaði Poirot. „Þér vilduð tala við mig?“ „Mig langar til að spyrja yður, ungfrú, hvers vegna þér sögðuð mér ósatt í morgun?" „Sagði ósatt? Ég skii ekki, hvað þér eigið við.“ „Þér leynduð mig því, að þér höfðuð verið hjá Armstrong fjölskyldunni á þeim tima, sem barns- ránið var framið. Þér sögðuð mér, að þér hefðuð aldrei koniið til Ameríku." Hann sá að hún hrökk við, en náði sér aftur. „Já,“ sagði hún. „Það er satt.“ „Nei, ungfrú, það er ekki satt." „Þér misskiljið mig. Ég á við, að það sé satt, að ég laug að yður.“ „Ó, þér viðurkennið það?" Hún brosti dálítið. „Vitanlega, fyrst þér hafið komizt að því.“ „Þér eruð að minnsta kosti hreinskilin, ung- frú." „Ég get ekki gert annaö.“ „Nei, það er satt. Og má ég nú, ungfrú Deben- ham, spyrja hvers vegna þér sögðuð mér ekki satt?" „Ég hélt það lægi nú i augum uppi, Poirot." „Ekki mínum, ungfrú.“ Hún sagði rólega, jafnvel dálitið biturlega: „Ég verð að vinna fyrir mér.“ „Þér eigið við — ?“ Hún leit upp og horfði framan í hann. „Hvað vitið þér, Poirot, um baráttuna að fá að halda góðri stöðu? Haldið þér, að stúlka, sem hefir verið flækt inn í morð, og nafn hennar og ef til vill mynd verið birt í enskum dagblöð- um — haldið þér, að nokkur góð og virðuleg miðstétta kona vildi ráða þá stúlku sem kennslu- konu dætra sinna?“ „Ekki skil ég i öðru, ef þér væruð saklausar." „Ó, sakleysi. — Það er ekki sakleysið — held- ur opinbert umtal! Svo mikið hefi ég lært af lifinu, Poirot. Ég hefi haft vellaunaðar og skemmtilegar stöður. Ég ætlaði ekki að missa þá stöðu, sem ég hefi náð, þar sem endirinn á þessu hlaut að fara illa.“ „Ég dirfist að halda því fram, ungfrú, að ég sé færari um að dæma um það en þér.“ Hún yppti öxlum. „Þér hefðuð til dæmis getað hjálpað mér.“ „Hvað eigið þér við?“ „Er það mögulegt, að þér hafið ekki þekkt að Andrenyi greifafrú er yngri systir frú Arm- strong, sem þér kennduð í New York?" „Andrenyi greifafrú? Nei.“ Hún hristi höfuðið. „Yður, má virðast það undarlegt — en ég þekkti hana ekki. Hún var ekki fullorðin, þegar ég þekkti hana. Það eru meira en þrjú ár siðan. Það er satt að greifafrúin minnti mig á einhverja; mér fannst það skrýtið. En hún er svo útlendings- leg — mér datt aldrei í hug, að hún væri litla ameríska skólatelpan. Ég tók aðeins eftir henni stundum, þegar hún kom inn í borðstofuvagninn, og þá tók ég meira eftir klæðnaði hennar en andliti." Hún brosti dauflega. „Það gerir kven- fólk! Og þá — jæja — ég hafði annað að hugsa um." „Þér viljið ekki segja mér frá leyndarmáli yðar, ungfrú?" Rödd Poirots var blíðleg. Hún svaraði lágt: „Ég get það eltki — get það ekki." Og allt í einu, fyrr en nokkurn varði, féll hún saman, fól andlitið í höndum sér og grét eins og hjarta hennar ætlaði að bresta. Arbuthnot ofursti stökk upp og stóð við hlið hennar. „Ég — sjáið þið —.“ „Hann þagnaði, sneri sér við og horfði reiði- lega á Poirot. „Ég skal mylja í yður beinin, þér andstyggi- legi litli hvolpur," sagði hann. „Herra rninn," andmælti Bouc. Arbuthnot hafði snúið sér að stúlkunni. „Mary — í guðanna bænum —.“ Hún stökk upp. „Það er ekkert. Mér líður ágætlega. Þér þurfið ekki að tala meira við mig, Poirot, er það? Ef þér þurfið það, þá verðið þér að koma til mín. ,Ó, að ég skuli gera mig að svona fífli!" Hún flýtti sér út úr vagninum. Arbuthnot snéri sér enn einu sínni að Poirot, áður en hann fór á eftir henni. „Ungfrú Debenham er ekkert riðin við þetta mál — ekkert, heyrið þér það? Og ef þér angrið hana, eða yfirleitt skiptið yður af henni, þá er mér að mæta." Hann gekk út. „Mér þykir gaman að sjá reiða Englendinga," sagði Poirot. „Þeir eru svo skemmtilegir. Eftir því sem þeir eru æstari, því minna vald hafa þeir á tungu ainni." En Bouc hafði engan áhuga á reiðum Englend- ingum. Hann var fullur aðdáunar á vini sínum. „Elskulegi vinur, þú ert dásamlegur!" hrópaðl hann. „önnur furðuleg ágizkun." „Það er alveg ótrúlegt, hvemig yður getur dottið þetta i hug,“ sagði dr. Constantine undrandi. „Ó, það er ekki mér að þakka í þetta skipti. Það var ekki ágizkun, Andrenyi greifafrú sagði mér beinlínis frá því.“ „Hvernig? Það getur ekki verið?" „Þið munið, að ég spurði hana um kennslu- konuna? Ég var þegar viss um, að ef Mary Deben- ham væri við málið riðin, þá hlyti hún að hafa starfað eitthvað hjá Armstrongfjölskyldunni." „Já, en Andrenyi greifafrú lýsti allt öðruvisi konu.“ „Alveg rétt. Há, miðaldra kona með rautt hár, alveg andstæða ungfrú Debenham, svo það var alveg áberandi. En svo þurfti hún að finna upp nafn í flýti, og þar kom hún óafvitandi upp um sig. Þið munið, að hún sagði, að hún héti ungfrú Freebody." „Já ?“ „Nú, það er ekki víst að þið vitið það, en það var til verzlun í London, sem hét Debenham og Freebody. Greifafrúnni hefir þá eðlilega dottið hitt nafnið Freebody í hug, þar sem hún var með hitt í huganum. Ég skildi það undir eins.“ „Þarna var þá ein lýgin til. Hvers vegna skyldi hún hafa gripið til hennar?" „Ef til vill meiri tryggð. Það gerir allt dálítið erfitt." „Það veit trúa mín!“ sagði Eouc með ákefð. „Ljúga þá allir hér i lestinni?" „Það,“ sagði Poirot „er einmitt það, sem við þurfum að komast að.“' 31. KAFLI. Fleiri furðulegar uppgötvanir. „Ekkert kæmi mér óvænt núna." sagði Bouc. „Ekkert! Jafnvel ekki, þó að það kæmi i ljós, að allir hér i lestinni hefðu unnið hjá Armstrong- fjölskyldunni, þá skyldi ég ekki verða neitt undrandi." „Þú tekur djúpt í árinni," sagði Poirot. „Lang- ar þig til þess að heyra, hvað uppáhalds grunur- inn þinn, Ital'.nn, hefir að segja sér til máls- bótar?“ „Ein til af þínum frægu ágizkunum?" . „Alveg rétt." „Þetta er sannarlega mjög einkennilegt mál," sagði Constantine. „Nei, það er mjög eðlilegt." Bouc pataði út í loftið í örvæntingu. „Ef þú kallar þetta eðlilegt, vinur minn —", hann átti engin orð. Poirot hafði beðið þjóninn um að sækja Antonio Foscarelli. Stóri Italinn var varkúr á svip, þegar hann gekk inn. Hann leit órólega í kringum sig, eins og dýr í búri. „Hvað viljið þér?“ spurði hann. „Ég hefi ekkert meira að segja yður — ekkert, heyrið

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.