Vikan


Vikan - 06.04.1944, Blaðsíða 12

Vikan - 06.04.1944, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 14, 1944' þér það ? Það veit guð —Hann lamdi hendinni á borðið. „Jú, þér hafið nokkuð að segja okkur," sagði Poirot ákveðinn. „Sannleikann!“ „Sannleikann ?“ Hann gaut augunum til Poi- rots. Hann var ekki lengur ákafur. „Já. Það getur verið, að ég þekki hann þegar. En það væri betra fyrir yður, ef þér gerðuð það af fúsum vilja.“ „Þér talið eins og ameríska lögreglan. „Hreins- aðu samvizkuna" —þetta segja þeir — hreinsaðu samvizkuna!“ „Ó! svo þér kannist við amerísku lögregluna?" „Nei, nei, aldrei. Þeir gátu aldrei sannað neitt á móti mér.“ Poirot sagði hægt: „Það var í Armstrong- málinu, var það ekki? Þér voruð bílstjórinn ?“ Augu þeirra mættust. Æsingurinn var horfinn úr þessum stóra manni. Hann var eins og göt- óttur loftbelgur. „Þar sem þér vitið — hvers vegna spyrjið þér þá mig?“ „Hvers vegna sögðuð þér ekki satt í morgun?" „Verzlunarástæðum. Auk þess treysti ég ekki' júgóslavnesku lögreglunni. Þeir hata Itali. Þeir hefðu ekki verið mér réttlátir." „Ef til vill hefðu þeir einmitt sýnt yður rétt- læti!" „Nei, nei, ég kom hvergi nálægt þessu í nótt. Ég fór aldrei út úr klefa mínum. Það getur langi Englendingurinn staðfest. Það var ekki ég, sem drap þetta svín — þennan Ratchett." Poirot var að skrifa eitthvað á pappírsörk. Hann leit upp og sagði rólega: „Ágætt. Þér megið fara." Foscarelli hikaði. „Þér skiljið að það var ekki ég?“ Að ég kom hvergi nálægt þessu?" „Ég sagði, að þér mættuð fara.“ „Þetta er samsæri. Ætlið þið að kenna mér eaklausum um glæpinn? Allt vegna mannfýlu, sem hefði átt að vera settur i rafmagnsstólinn! Það var svivirðilegt, að það skyldi ekki hafa verið gert. Ef það hefði verið ég — ef ég hefði verið handtekinn —.“ „En það voruð ekki þér. Þér komuð ekki nálægt bamsráninu ?“ „Hvað eruð þér að segja? Þessi litla elska — hún var öllum í húsinu til ánægju. Hún kallaði mig Tonio. Henni þótti svo gaman að sitja í bílnum hjá mér og látast stýra. Allt þjónustu- fólkið dýrkaði hana! Jafnvel lögreglunni skildist það að lokum. Hún var svo falleg!" Rödd hans var orðin mildari. Tár voru komin fram í augum hans, þegar hann sneri við og flýtti sér út um dymar á borðstofuvagninum. „Pietro," kallaði Poirot. Borðstofuvagnsþjónninn kom hlaupandi. „Nr. 10 — sænska konan." „Já, herra." „Annar?" hrópaði Bouc. „Ó, nei — það getur ekki verið. Ég segi þér, það getur ekki verið." „Kæri vinur -— við verðum að komast að því, þó að það komi upp úr kafinu, að allir i lestinni hafi haft ástæðu til að drepa Ratchett, þá verð- um við að komast að því.“ „Það suðar i höfði mínu," stundi Bouc. Gretu Ohlsson var vísað inn með mikilli samúð af þjóninum. Hún grét beizklega. Hún settist á stól fyrir framan Poirot og grét ákaft í stóran vasaklút. „Takið þetta ekki nærri yður, ungfrú góð. Verið ekki hryggar." Poirot klappaði á öxl henn- ar. Aðeins nokkur sönn orð, það er allt. Þér voruð hjúkrunarkonan, sem gætti Daisy litlu Arm- strong? " „Það er satt — það er satt," grét veslings konan. „Ó, hún var lítill yndislegur engill. Hún þekkti ekkert nema viðkvæmni og ást — svo var henni rænt — þessi vondi maður — og veslings móðir hennar og litla barnið, sem aldrei lifði. Þér getið ekki skilið — þér vitið ekki — ef þér hefðuð verið þar eins og ég — ef þér hefðuð séð 'allan sorgarleikinn! Ég hefði átt að segja yður sannleikann um sjálfa mig í morgun. En ég var hrædd. Ég fagnaði því, að þessi vondi maður væri dauður — að hann gæti ekki lengur misþyrmt eða myrt lítil börn. Ó! ég get ekki talað — ég á engin orð .... “ Hún grét ákafar en áður. Poirot hélt áfram að klappa henni á öxlina. „Svona —*- svona. Ég skil — ég skil allt — allt. Ég skal ekki spyrja yður um meira. Það er gott, að þér hafið viðurkennt það, sem ég vissi að var satt. Ég skil yður.“ Nú stóð Greta Ohlsson upp, hún gat ekki kom- ið upp nokkru orði fyrir ekka. Þegar hún kom að hurðinni rakst hún á mann, sem var að koma inn, það var þjónninn, Masterman. Hann gekk beint til Poirots og talaði eins og venjulega, rólega og án allrar geðshræringar. „Ég vona að ég ónáði ekki, herra. Ég áleit það bezt, að ég kæmi strax til að segja yður sann- leikann. Ég var með Armstrong ofursta í striðinu,. og seinna varð ég þjónn hans i New York. Ég leyndi þessu í morgun. Það var rangt af mér, og mér fannst betra, að ég kæmi og létti af sam- vizku minni. En ég vona, herra minn, að þér grunið ekki Tonio. Gamli Tonio, mundi ekki gera flugu mein. Og ég get svarið það, að hann fór aldrei úr klefanum í nótt. Svo að þér sjáið, að hann hefir ekki getað gert það. Þó að Tonio sé útlendingur, þá er hann mesti meinleysingi. Ekki eins og þessir ítölsku bófar, sem maður les alls- staðar um.“ Hann þagnaði. Poirot horfði á hann. „Er þetta allt, sem þér hafið að segja?“ „Þetta er allt.“ Hann þagnaði; þar sem Poirot sagði ekkert, hneigði hann sig afsakandi og eftir andartaks hik, gekk hann út úr borðstofuvagninum eins rólega og hann hafði komið inn. „Þetta,“ sagði Constantine „er miklu ótrúlegra en nokkur leynilögreglusaga, sem ég hefi nokk- urntíma lesið.“ „Ég er sammála," sagði Bouc. Af þeim tólf farþegum, sem eru í lestinni, hefir sarinast á níu, að þeir hafa verið við Armstrongmálið riðnir. Hvað kemur næst, spyr ég ykkur. Eða ætti ég heldur að segja hver kemur næst?“ „Ég get næstum því gefið þér svarið,“ sagði Poirot. „Hérna kemur ameríski sporhundurinn okkar, Hardman." „Er hann líka kominn til þess að játa syndir sinar ?“ Áður en Poirot hafði tíma til að svara, var Ameríkumaðurinn kominn að borði þeirra. Hann leit á þá, um leið og hann fékk sér sæti og sagði: „Hvað er eiginlega að gerast í þessari lest? Mér finnst allt vera eins og á geðveikrahæli." Poirot deplaði til hans augunum. „Eruð þér vissir um það, Hardman, að þér voruð ekki sjálfir garðyrkjumaðurinn hjá Arm- strongfjölskyldunni ? „Þau höfðu engan garð,“ svaraði Hardman. „Þá kjallarameistarinn ?“ „Nei, ég hefi ekki eiginleika til þess. Nei, ég hefi aldrei haft neitt samband við Armstrong- fjölskylduna — og ég fer að halda, að ég sé sá eini í lestinni! Getur það ekki verið?" „Það væri vissulega dálitið undarlegt," sagði Poirot rólega. „Það er hlægilegt," kom frá Bouc. „Hafið þér nokkrar sérstakar skoðanir á glæpn- um, Hardman?" spurði Poirot. „Nei. Ég er alveg sigraður. Ég skil ekki, hvernig er hægt að reikna allt út. Það geta allir verið við þetta riðnir — én ekki skil ég, hver er sekur. — Hvernig komust þér að þessu öllu? Það langar mig til að vita.“ „Ég gizkaði bara á." „Þá eruð þér slunginn. Já, mjög slunginn." Hardman hallaði sér aftur og virti Poirot fyrir sér fullur aðdáunar. „Þér verðið að afsaka," sagði hann „en enginn mundi trúa því, sem sæi yður. Ég tek ofan fyrir yður. Já, það geri ég.“ „Þér eruð alltof vingjamlegur, Hardman." „Nei, Ég varð að segja það við yður." „Jæja, þrátt fyrir það,“ sagði Poirot „er málið ekki leyst ennþá. Getum við sagt, hver drap Ratchett?" „Ég segi ekkert," sagði Hardman. „Ég er ein- göngu fullur eðlilegrar aðdáunar. En hvað um hinar tvær, gömlu amerísku konuna og herbergis- þemuna. Ég býst við, að þær séu einkar sak- lausar?" „Nema," sagði Poirot og brosti, „ef við getum komið þeim fyrir sem — t. d. — ráðskonu og eldabusku hjá Armstrongfjölskyldunni ? “ „Jæja, ekkert í heiminum gæti komið flatt upp á mig úr þessu,“ sagði Hardman og stundi. „Þetta er allt brjálæðislegt!" „Ó, vinur minn, það geta ekki allir verið með í þessu," sagði Bouc. MAGGI OG RAGGI Teikning eftir Wally Bishop. 1. Dinni: Settu á þig þessa boxhanzka. Ég hefi lengi beðið eftir tækifæri til að slást við þig, ræfillinn þinn! 2. Dinni: Svona, hertu upp hugann og flýttu þér! Raggi: Já — á. 3. Raggi: Heyrðu annars, ég veit um stað, þar sem við skulum heldur slást! 4. Raggi (fyrir framan að- setur blóðgjafasveitarinnar): Jæja, eigum við ekki að byrja?

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.