Vikan


Vikan - 06.04.1944, Blaðsíða 5

Vikan - 06.04.1944, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 14, 1944 5 3?7i/ frcnnZ/alcfsBaga Gamla konan á Jalna Eftir MAZO DE LA ROCHE. Magga greip fram í fyrir henni og þær fóru báðar að skellihlæja. Aðalheiður gamla lifnaði öll við af þessu æskufjöri, fékk sér meira sultu- tau og bað um meira te. „Þið hefðuð átt að sjá öll fötin mín, þegar ég gifti mig,“ sagði gamla frú Whiteoak. „Það voru engar druslur. Ég tók það allt saman með mér alla leið frá Irlandi til Indlands, í ellefu stórum ferðakistum. Sagt var, að faðir minn hefði ekki verið búinn að borga það allt, þegar hann dó.“ Þessar skemmtilegu samræður voru á hámarki sínu, þegar flauelsdyratjöldunum, sem hengu fyr- ir rennihurðinni inn í bókaherbergið, var ýtt til hliðar, og elzti sonur Filippusar, Renny leit á hópinn, sem sat við tedrykkjuborðið. Hann var tveim árum yngri en Margrét og alveg eins full- orðinslegúr. „Komdu inn,“ hreytti Emest út úr sér. „Það er kaldur gustur beint í hnakkann á mér. Mér hitnaði svo við að leika tennisið." „Hvers vegna kemur hann alltaf of seint í te?“ muldraði Nikulás. „Taktu ekki þennan óhreina hund inn með þér!“ kallaði systir hans, og ungu stúlkumar æptu, þegar hundur Rennys labbaði í kringum borðið og dinglaði loðnri rófunni. Renny gretti sig afsakandi og hvarf með hund sinn bak við dyratjöldin og setti hann út, síðan kom Renny aftur inn um dymar, sem vom fram í forstofuna. Hann var hár og grannur, en þó sterklegur, og andlitsdrættirnir voru þegar mjög likir ömmu hans. Hörund hans, sem hafði verið mjallhvitt og mjúkt, þegar hann var drengur var nú að verða veðurbarið af vindi og sól allan ársins hring. Fjörleg, brún augu hans leiftruðu undir dökkum augnabrúnunum. Hár hans, sem var brúnt í skugga, varð skínandi rautt, þegar ljósið féll á það. Þetta fremur óvenjulega hár þakti vel skap- að höfuð. Magga hafði einu sinni sagt um það, að ef því yrði slegið við steinvegg, myndi fara ver fyrir veggnum. Þar sem hann átti að erfa Jalna, hafði hann á uppvaxtarárunum orðið fyrir miklum aðfinnslum af hendi ömmu sinnar, for- eldra, frænkna og frænda, og öll framkoma hans og hegðun hafði alltaf verið svo mikið umræðu- efni, að hann var nú orðinn varkár og aðgætinn, eins og hann væri alltaf viðbúinn einhverri árás. Þegar hann kom inn, hvíldi eftirtekt ungu stúlknanna á honum, svo að Nikulás neyddist til þess að hefja raust sina og segja Möggu frá þvi einu sinni enn, að hann hefði fengið bréf frá systur sinni, þar sem hún skrifaði, að hún og maður hennar myndu sigla til Kanada í næstu viku. „Það verður yndislegt," sagði Magga kæru- leysislega, en svo bætti hún við með meiri hlýju: „Gaman væri að vita, hvað þau færa mér í brúð- argjöf!“ „Einhverja gamla uppgjafa hálsfesti, eða eitt- hvað af draslinu, sem frænka þín á," sagði gamla frú Whiteoak, um leið og hún skóf ávaxtamauks- skálina. Magga setti stút á fallega munninn sinn. „Þau ættu að gefa mér eitthvað verulega fallegt." „Ég er viss um, að Agústa og Edwin koma með einhverja dásamlega gjöf handa þér," sagði Ernest. „Ekki skil ég, hvemig þér dettur það í hug,“ Forsaga: Það hefir nýlega verið gert við gamla húsið á öndverðu sumri árið 1906. Á Jalna býr Whiteoakfjölskyldan. Gamla frú Whiteoak, sem hafði verið gift Whitheoak sáluga kapteini, sem hafði haft mikil áhrif í opin- berum málum, þó að hann hefði aldrei gefið sig að stjómmálum. Sonur þeirra yngsti, Filippus erfði jörðina. Eldri synirn- ir, Nikulás og Ernest höfðu fengið sinn hluta af auðæfum föður sins. Þeir áttu eiginlega heima í London og höfðu sjaldan látið sjá sig í Kanada. Og ekki höfðu þeir komið heim til Jalna, fyrr en ekki var annað fyrir þá að gera. — Þeir eru báðir ókvæntir. Filipus er tvíkvæntur. Fyrri konan hans, sem dó, átti með honum tvö börn, dótturina Margréti og soninn Renny. Seinni kona hans heitir Maríá, með henni á hann tvö börn, Eden og Piers. Þegar hér er komið í sögunni er fjölskyldan stödd úti á grasfletinum fyrir framan húsið. Margrét og vinkona hennar Vera voru að koma úr bænum, þar sem þær voru að verzla fyrir brúðkaup Margrétar, en hún er í þann veginn að gifta sig. sagði móðir hans. „Það er alltaf fúkkalykt af þeirra gjöfum .... meira te, Maja! Hefir þú sofn- að bak við tekönnuna ? Ha — það er rétt — mik- inn sykur!" „Þau koma með nokkuð handa þér, Magga, sem er miklu skemmtilegra en gjöf," sagði Nikulás. „Þau hafa með sér brúðkaupsgest, frænda þinn í öðrum eða þriðja lið — herra Malaheide Court." Margrét starði á frænda sinn. „Ég hefi aldrei heyrt hann nefndan. Er það nú nafn!“ Amma hennar leit byrst yfir borðið til hennar. „Vogaðu þér ekki að skopast að þessu nafni, ungfrú góð!“ „Ég gerði það ekki! Ég sagði bara, er það nú nafn!" „Þú varst að gera gys! Þú veizt það vel sjálf! Ég vil ekki hafa það! Ég er af Courtættinni, og betri ætt er ekki til. Og Malaheide er gamalt og gott nafn úr ættinni. Malaheidarnir giftust Courtunum og bjuggu í höllum þeirra, þegar Whiteoakarnir voru ekki nema eins og sauð- svartur almúginn, get ég sagt þér! Þú hefir ef til vill gleymt því, að afi minn var jarl, ha? Hefir þú gleymt því?" Amma var að æsa sig upp í reiðikast. Hún sló skeiðinni í borðið til áherzlu hverri setningu, sem hún sagði. „Vertu róleg, mamma," huggaði Filippus hana. „Við þekkum öll hina göfugu ættfeður þina, og við gerum okkur fyllilega grein fyrir því, að við erum ekki nema aumir landnemar. Þú þarft ekki að æsa þig upp af þeirri ástæðu." „Malaheide Court hlýtur að vera rúmlega fer- tugur," sagði Emest. „Ég man, að hann kom í skólann, rétt þegar ég var að ljúka honum." „Hvernig var hann?“ spurði Nikulás. „Mesti skussi." „Hafði hann nef Courtapna ?“ spurði gamla frú Whiteoak. „Hm — ja, það man ég ekki, en hann var ekki fagur." „Ég hlakka til að sjá hann. Ég vona að hann verði hérna í allt sumar." Filippus lyfti augabrúnunum. „Við skulum sjá hann fyrst, áður en við förum að vona, mamma." Létt fótatak heyrðist frammi i forstofunni; María ljómaði í framan, og hún leit í áttina að hurðinni. Hún opnaðist, og elzti sonur hennar, Eden, kom hlaupandi inn. „Ég er hestur," sagði hann og valhoppaði I kringum borðið. María rétti fram hendurnar til þess að grípa hann, um leið og hann færi fram- Hjá. Hún hafði misst þrjú börn, áður en hún eignaðist hann, og henni fannst hún ekki örugg í hinni ofsalegu ást sinni á honum. Hann skauzt fram hjá henni, en Magga greip hann og lét sigri hrósandi kossana dynja yfir hann. Bæði hún og Renny sýndu litla hálfbróður sínum áka,ft eftirlæti, og eftir því, sem Maríu skildist, var þeim það sérstök ánægja, að komast upp á milli hennar og bámsins. Nú spurði Magga hann: „Hvað heldur þú, að ég hafi komið með úr bænum?" „Það veit ég ekki. Litla járnbrautarlest handa mér?“ „Litla fífl — nei! En ég er með brúðarsveins- búninginn þinn. Úr hvítu silki með kniplinga- kraga." ,,Ó!" hann var stórhrifinn. „Má ég fara i hann' núna?" „Nei, Eden, þú verður að bíða þangað til á morgun," sagði móðir hans ákveðin. „Þú ert áreiðanlega óhreinn á höndunum, og nú er líka kominn timi til fyrir þig að hátta." „Sjáðu, hendur minar eru hreinar!" Hann glennti út finguma til athugunar. Magga setti hann í kjöltu sína. Hún beygði sig að honum og hvíslaði í eyra honum einhverju, sem augsýnilega gerði hann ánægðan. Hann tók við kökustykkinu, sem Renny rétti honum og byrjaði að borða það, um leið og hann leit ögr- andi til móður sinnar. Fullorðna fólkið talaði enn um Malaheide Court og veltu fyrir sér, hvers vegna hann kæmi í heimsókn. Þegar tedrykkjunni var lokið, tóku stúlkumar Eden með sér upp í herbergl Margrétar og læstu hurðinni. „Er það nú uppátæki hjá mömmu að segja, að han megi ekki fara í fötin!“ sagði Magga. „Svona er hún alltaf — hún skal alltaf eyði- leggja ánægju okkar, ef hún mögulega getur." „Það hlýtur að vera hræðilegt að eiga stjúp- móður,“ sagði Vera. „Það er andstyggilegt, sérstaklega þegar hún hefir áður verði kennari manns. Þá er hatrið helmingi meira. En við Renny látum nú ekki kúga okkur." Hún dýfði horninu á handklæðinu í vatnskönnuna og þvoði Eden um andlitið og hendurnar. Hann horfði alvarlegur á hana. Vera tók búninginn úr pappírnum. „Það er fallega gert af þér að þykja svona vænt um böm hennar," sagði hún. „Viltu vera svo góð, að kalla þau ekki böm hennar! Hún fæddi þan — það er nú líka það skársta, sem hún hefir nokkum tíma afrekáð — en þau eru Whiteokar með húð og hári." „Hann er nú líkur henni — er það ekki?" „Hm — hann hefir litarhátt hennar; en annars. er hann aðeins líkur sjálfum sér.“ Hún hafði klætt hann úr fötunum, og hann stóð fyrir framan þær í kotinu, hvítur og fín- gerður, en samt framúrskarandi vel vaxinn. Magga fór að klæða hann í hvítu silkifötin. Þegar þær komu niður aftur, var fjölskyldan búin að flytja sig út á grasflötina, til þess að njóta eftirmiðdagssólarinnar. Filippus, Nikulás

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.