Vikan


Vikan - 25.05.1944, Side 3

Vikan - 25.05.1944, Side 3
VIKAN, nr. 21, 1944 3 0 Þjóðskjalasafn Islands Dr. Jón Þorkelsson. Hann var fæddur í Ásum i Skaftártungu 16. apríl 1859, sonur Þorkels Eyjólfssonar, siðast prests á Staðastað og Ragnheiðar Pálsdóttur, pró- fasts í Hörgsdal, Pálssonar. Varð stúdent 1882 frá Latíunuskólanum í Reykjavík og lauk meist- araprófi i norrænu við Kaupmannahafnarháskóla 1886. Hann varð doktor í heimspeki 1888 fyrir ritgerðina: Om Digtningen paa Island i det 15. og 16. Aarhundrede. Ritstörf Jóns eru svo um- fangsmikil, að engin leið er að telja fau hér. En með Vísnakveri Fornólfs skipaði hann sér á bekk með beztu ljóðskáldum þjóðarinnar. Hann flutt- ist frá Kaupmannahöfn 1898 og var skipaður landsskjalavörður 1899. Því starfi gegndi hann í full 24 ár. Harin var alþingismaður 1893, 1909, 1911 og 1915. Hann andaðist 10. febrúar 1924. Bæði voru þessi skjalasöfn umfangs- meiri en nöfn þeirra benda til. Einkum biskupsskjalasafnið. Biskuparnir höfðu umsjón með skólum og spítölum, og voru því skjöl þeirra stofnana í biskupssafni. Ivjartan Sveinsson. Hann er fæddur 16. marz 1901 á Dvergasteini í ögurþingum, sonur Sveins Bjarnasonar og Sigríðar Magnúsdóttur. Varð stúdent í Reykja- vik 1921 og tók heimspekipróf 1922. Kom að þjóðskjalasafninu 1. ágúst 1924 og hefir starfað þar óslitið síðan. (Framhald af forsíðu). Þar voru einnig merk skjöl frá kirkjum, og skal hér nefna hinn fræga Reykholts- máldaga. Elzti hluti hans er skráður á 12. öld, sennilega 1185. Hann er annað elzta handrit, sem til er á íslenzku. Elzt mun vera prédikanabrot í Árna Magnússonar safni frá miðri 12. öld. 1 stiftamtmannssafni voru skjöl amt- mannsembættisins frá þeim tíma, er amt- maður var einn yfir landi öllu, svo og skjöl alþingis við Öxará, nema alþingisbækur þær, sem flutzt höfðu úr landi. Einhver hin merkasta nýjung við stofn- un landsskjalasafnsins var sú, að nú varð skylt að afhenda þangað prestsþjónustu- bækur og aðrar bækur, sem prestar halda. Prestsþjónustubækur (oftast nefndar kirkjubækur) eru helztu gögn ættfræð- Dr. Björn Itarel Þórölfsson. Hann er fæddur 24. ágúst 1892 á Dalshöfða í Fljótshverfi í Vestur-Skaftafellssýslu, sonur Þór- ólfs bónda og söðlasmiðs Jónssonar og Sigriðar Bjömsdóttur, Björnssonar frá Fitjarmýri undir Eyjafjöiium. Björn Karel varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1915 og meistari í norrænum fræðum frá Kaupmannahafnarháskóla 1922. Hann dvaldi í Kaupmannahöfn til 1937, lengst af sem styrkþegi Árna Magnússonar sjóðsins. Varð doktor við Háskóla Islands fyrir bók um rímur fyrir 1600. Siðan 1. janúar 1938 hefir hann verið starfsmaður við þjóðskjala- safnið. inga, svo langt sem þær ná. Síðan á 18. öld var prestum skylt að halda þær, en þær höfðu geymzt ærið misjafnlega og eru því miður margar hverjar týndar og tröll- um gefnar. Ef prestum hefði frá öndverðu verið skylt að afhenda þær þiskupum til geymslu, þá mundi meira vera til af þeim nú — og ættfræðingar geta skorið úr mörgu, sem nú er í óvissu. Eðlilega eru það einungis embættismenn og stofnanir hér á landi, sem afhending- arskylda til þjóðskjalasafns vors hvílir á. En æðsta stjórn íslands hafði öldum sam- an verið í Kaupmannahöfn og þar eru skjalasöfn stjórnarvalda þeirra, er málum vorum stýrðu. Þau voru þar eftir sem áð- ur, þó að hér væri stofnað skjalasafn fyr- ir Island. Að nokkuru levti var úr þessu bætt árið 1904, þegar æðsta stjórn sér- Dr. Hannes Þorsteinsson. Hann var fæddur að Brú í Biskupstungum 30. ágúst 1860, sonur hjónanna Þorsteins Narfasonar og Sigrúnar Þorsteinsdóttur, bónda á Drumbodds- stöðum í Biskupstungum, Tómassonar. Hann varð stúdent 1886 og kandidat í guðfræði 1888. Harrn var eigandi og ritstjóri Þjóðólfs 1892—1909 og alþingismaður 1901—1911. Hannes var talinn einn mesti ættfræðingur landsins og liggja eftir hann geysimikil ritstörf. Hann var skipaður að- stoðarmaður við landsskjalasafnið 2. nóv. 1911, en þjóðskjalavörður 9. maí 1924. Hann var kjör- inn heiðursdoktor af Háskóla Islands 23. des. 1925. Hann andaðist 10. apríl 1935. mála vorra varð innlend. Þá voru afhent hingað öll skjöl hinnar íslenzku stjórnar- deildar í Kaupmannahöfn allt frá því er hún tók til starfa árið 1849. Þetta var gert í því skyni, að hin innlenda sérmálastjórn gæti gripið til þessara skjalgagna eftir þörfum, en ekki til þess hugsað, að frekari afhendingar hingað úr dönskum skjala- söfnum ætti sér stað. Þó fékkst sama ár til landsskjalasafnsins úr ríkisskjalasafni Framhald á bls. 7. Bencdikt Sveinsson. Hann er fæddur 2. des. 1877 í Húsavík við Skjálfanda, sonur Sveins Víkings Ma^nússonar op- Kristiönu Siguri'ardóttur, bónda í Hálsi í Kinn, Kristjánssonar. Benedikt varð stúdent 1901. Hann var ritstjóri Ingólfs og Fjallkonunnar og í rit- stjórn Landvarnar. Var um skeið settur ’banl'a- stjóri Landsbankans og endursko~andi Isiands- banka í mörg ár. Bæjarfuiltrúi í Reykjavík 1914 —1920. Alþingismaður 1908—1931 og tíu ár for- seti neðri deildar. Bókavörður í I andsbókasafn- inu 1931—19-U og hefir síðan verið aðstoðarmað- ur i þjóðskjalasafninu.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.