Vikan


Vikan - 25.05.1944, Blaðsíða 5

Vikan - 25.05.1944, Blaðsíða 5
5 VIKAN, nr. 21, 1944 ----- Ný Iramhaldssaga: niiiiuiuMMniraMiiiiiuniuiiniinuinuiiiiuiiimmnnHwnnni iimnniranuinimninniHnmnimnuuiiHiimiuni 1» Poirot og lœknirinn .__________Sakamálasaga eftir Agatha Christie 5 Ackroyd sneri örkinni vi3 og þagnaði. „Fyrirgefðu, Sheppard, en ég verð að lesa þetta einn," sagði hann órólega. „Það er aðeins œtlað augum mínum, aðeins mínum." Hann setti bréfið í umslagið og lagði það á borðið. „Seinna, þegar ég er einn." „Nei," hrópaði ég ósjálfrátt, „lestu það núna.“ Ackroyd starði dálitið undrandi á mig. „Fyrirgefðu," sagði ég og roðnaði. „Ég átti ekki við, að þú iæsir það upphátt fyrir mig. En lestu það samt, þó að ég sé hérna." Ackroyd hristi höfuðið. „Nei, ég ætla heldur að bíða." En af einhverri ástæðu, ég veit ekki hverri, hélt ég áfram að knýja hann til þess. „Lestu að minnsta kosti nafnið á manninum," sagði ég. Ackroyd er afskaplega þrár. Því meir sem hann er hvattur til að gera eitthvað, því síður gerir hann það. Allt, sem ég sagði, var árangurs- laust. Bréfið kom þegar klukkuna vantaði tuttugu minútur í níu. Klukkuna vantaði tíu mínútur i niu, þegar ég fór frá honum, og bréfið var enn óiesið. Ég hikaði með höpdina á hurðarhúninum, leit aftur til þess að vita, hvort ég hefði skilið eitthvað eftir ógert. Ég mundi ekki eftir neinu. Ég gekk út, um leið og ég hristi höfuðið, og lok- aði hurðinni á eftir mér. Ég hrökk við að sjá Parker rétt hjá mér. Hann virtist ruglaður, og mér datt I hug, að hann hefði verið á hleri við dymar. En hvað maðurinn hafði holdugt og snyrtilegt andlit, en þó voru augun slóttug. „Ackroyd vill ekki láta ónáða sig," sagði ég kuldalega. „Hann bað mig að segja það við yður." „Einmitt það. Mér fannst ég heyra bjölluna hringja." Þetta var svo augsýnilega ósatt, að ég hafðí ekki einu sinni fyrir því að svara. Parker fylgdi mér fram i forstofuna, hjálpaði mér i frákkann, og ég fór út. Ský var fyrir tungli og allt var mjög dimmt og hljótt. Kirkjuklukkan sló níu um leið og ég fór út um hliðið. Ég sneri til vinstri i áttina til þorpsins og rakst næstum því á mann, sem kom úr hinni áttinni. „Er þetta vegurinn til Femley Park, herra minn?" spurði sá ókunnugi með hárri röddu. Ég horfði á hann. Hann var með frakkann ofan í augum og uppbrettan jakkakragann. Ég gát eiginlega ekkert séð af andliti hans, en hann virtist vera ungur maður. Röddin var hás og mér fannst auðheyrt, að maðurinn væri ómenntaður. „Héma er hliðið," sagði ég. „Þakka yður fyrir, herra minn." Hann þagnaði og bætti svo við „ég er nefnilega ókunnugur á þessum slóðum." 1 Hann héit áfram og fór í gegnum hliðið um ieið og ég sneri mér við til þess að horfa á eftir honum. Það var undariegt, hvað rödd hans minnti mig á einhverja rödd, sem ég þekkti, en mundi ekki hver var. Tiu mínútum seinna var ég aftur kominn heim. Caroline var mjög forvitin að vita, hvers vegna ég hefði komið aftur svona snemma. Ég bjó til smá sögu til þess að róa hana, en mér fannst Sfl.mt eins og hún vissi, að ég segði ekki satt. Þegar klukkan var orðin tíu, stóð ég upp, . Sheppard læknir er að koma frá heimili frú Ferr- ars, en hún hafði iálizt um nóllina. Caro- line sysiir hans spyr hann spjörunum úr og heldur þvi fram, að frú Ferrars hafi íramið sjálfsmorð, og að hún hafi komið manni sinum fyrir kattarnef, er hann lézt fyrir nokkrum mánuðum. Sheppard segir söguna og er búinn að lýsa því, er hann mælti Roger Ackroyd, rikum manni, er býr í Fernley Park. Raiph Paton er uppeldis- sonur Ackroyd. Sheppard kynnist i’oirot. Þeir eru nágrannar. Roger Ackroyd býður Shcpþard til sín í kvöldverð og trúir hon- um fyrir því, að frú Ferrars hafi sagt sér, að hún hafi gefið manni sínum eitur, og að einhver, sem vissi það, hafi gert henni lífið óbærilegt. Ackroyd fær bréf, sem frú Ferrarst hefir skrifað rétt áður en hún dó og í því segir hún nafn þess, sem hefir of- sótt hana, en hann vill ekki lesa það állt fyrir lækninn. geispaði, og stakk upp á því að við færum að hátta. Caroline samþykkti. Þetta var föstudagskvöld, og á föstudagskvöld- um dreg ég upp klukkuna. Ég gerði það eins og venjulega, á meðan Caroline gekk úr skugga um að stúlkumar hefðu læst eldhúsinu. Klukkan var kortér yfir tíu, þegar við gengum upp stigann. Ég var rétt kominn upp, þegar sim- inn hringdi niðri. „Það er frú Bates," sagði Caroline undir eins. „Ég er hræddur um það," sagði ég dauflega. Ég hljóp niður stigann og tók upp heyrnartólið. „Hvað?" sagði ég. „Hvað? Já, ég skal koma þegar í stað." Ég hljóp upp, greip tösku mina og tróð nolckr- um fleiri umbúðum í hana. „Parker var að síma," kallaði ég til Caroline, „frá Femley. Þeir voru að finna Roger Ackroyd myrtan." Forsaga 5. KAFLI. Morðið. Ég var næstum því enga stund að taka út bilinn og ók hratt til Femley. Ég stökk út úr bílnum og hringdi óþolinmóður bjöllunni. Það var ekki opnað undir eins, og ég hringdi aftur. Svo heyrði ég skröltið í keðjunni og Parker, sem var alveg eins rólegur og sviplaus og venju- lega, stóð í dymnum. Ég þaut framhjá honum og inn í forstofuna. „Hvar er hann?" spurði ég hvass. „Afsakið, herra?" „Húsbóndi yðar. Ackroyd. Glápið ekki svona á mig maður. Hafið þér gert lögreglunni aðvart?" „Lögreglunni, herra? Sögðuð þér lögreglunni?" Parker starði á mig eins og ég væri draugur. „Hvað er að yður, Parker? Ef, eins og þér segið, húsbóndi yðar hefir verið myrtur — Parker tók andköf. „Húsbódinn ? Myrtur ? Það er ómögulegt, herra minn!" Nú var ég hissa. „Hringduð þér ekki til mín fyrir fimm mínút- um og sögðuð mér, að Ackroyd hefði fundzit myrtur?" „Ég, herra? Ó, nei, nei. Mér dytti ekki í hug að gera slíkt." „Ætlið þér að segja, að það sé allt ósatt? Að ekkert sé að Ackroyd?" „Afsakið, herra, en notaði sá, sem hringdi, nafn mitt?" „Ég skal segja yður nákvæmlega það, sem ég heyrði: „Er þetta dr. Sheppard? Það er Parker, kjallarameistari í Fernley, sem talar. Viljið þér gjöra svo vel að koma undir eins, herra Ackroyd hefir verið myrtur." Við störðum ráðalausir á hvom annan. „Þetta er mjög illkvittnislegt grín, herra," sagði Parker að siðustu. „Hugsið yður að getá sagt svona." „'Hvar er Ackroyd?" spurði ég allt i einu. „Ég býst við því, að hann'sé ennþá inni 1 skrifstofunni. Konumar eru gengnar til hvíldar, ’ og Blunt majór og Raymont eru í biiliardstof- unni." „Ég ætla aðeins að líta inn til hans í einá mln- útu," sagði ég. „Ég veit, að hann vill ekki láta ónáða sig aftur, en þetta hefir gert mig örólegan. Ég vil sjá, hvort hann sé heill á húfi." „Alveg rétt, herra. Ég er líka sjálfur órólegur.' Hafið þér nokkuð á móti þvi, að ég gangi með yður að hurðinni, herra —?“ „Nei, alls ekki," sagði ég. „Komið." Ég fór inn um dymar til hægri og Parker kom á eftir, við gengum eftir litla ganginum, þar sem stiginn upp á loft var, og börðum á skrifstofudymar. Ekkert svar. Ég tók i húninn, en húrðin var læst. „Leyfið mér, herra," sagði Parker. Hann lagðist mjög fimlega á annað hnéð og lagði augað að skráargatinu. „Það er lykill í skráargatinu, herra," sagði hann um leið og hann stóð upp. „Ackroyd hlýtur að hafa lokað sig inni sjálfur, og svo hefir hann liklega sofnað. Ég beygði mig niður til þess að staðfesta'það, sem Parker sagði. . „Já, það litur út fyrir það,“ sagði ég. „En Parker, ég ætla nú samt sem áður að vekja hús- bónda yðár. Ég fer ekki rólegur heim fyrr en ég; hefi heyrt frá hans eigin vömm, að allt sé í'lagi.'* Um leið og ég sagði þetta, tók ég i hurðar- húninn og kallaði: ' ‘ „Ackroyd, Ackroyd, heyrðu mig!“ Enn kom ekkert svar. Ég leit um öxl. „Ég vil ekki gera fólkið í húsinu hrætt," sagði ég hikandi. Parker fór og lokaði hurðinni á milli forstof- unnar og gangsins. „Nú hygg ég, að allt sé i lagi, herra. Billiard- stofan er hinumegin i húsinu og líka eldhúsið og svefnherbergi kvennanna." Ég kinkáði kolli, svo barði ég einu sinni enn fast á hurðina, beygði mig niður og kallaði inn um skráargatið: „Ackroyd, Ackroyd! Þetta er Sheppard. Hleyptu mér inn." , Og ennþá var þögn. Ekkert lífsmark innan úr læstu herberginu. Við Parker störðum á hvom annan. , „Parker," sagði ég, „við verðum að brjóta hurð- íná upp. Ég 'tek á mig alla ábyrgð." L 1 • „Ef þér viljið, herra," sagði Parker fremur vantrúaður.i j „Ég vil það. Ég er alvarlega hrædur utn . Ackroyd." 1 Ég leit í kringum mig á litla ganginum og tók uþp þungan eikarstól. Við Parker héldum á hon: um á milli’ pkkar og réðumst á hurðina. Einú sinni, tvisvar og þrisvar skelltum vi'ð hohum á lásinn. I þriðja sinn lét hann undán og við dutt- um inn í herbergið. Ackroyd sat, eins og þegar ég fór, í hægindastól við arineldinn. Höfuð hans lá út á hllðina, og

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.