Vikan - 15.06.1944, Síða 8
8
VIKAN, nr. 23—24, 1944
ardegi Ólafs konungs 3. ágúst, og þá er
Margrét drottning fyrsti danski þjóðhöfö-
inginn, sem ræður yfir Islandi, og þannig
var það í reynd og framkvæmd, hvað sem
annars er um sameiningarárið að segja.
En nú er ekki svo vel, að aðeins sé um
ofangreind tvö ártöl rætt sem upphafsár
sambandsins milli þessara tveggja landa,
— heldur er alls ekki ótítt að sjá þriðja
ártalinu haldið fram í þeirra stað, og geng-
ur ef til vill sumum varfærni til að hafa
það helzt, þar sem þeir kinoka sér við að
gera upp á milli áranna 1380 og 1387.
Þetta þriðja úrræði er árið 1397, og er þá
komizt svo að orði, að ísland hafi samein-
azt Danmörku „með Kalmarsamband-
inu“, sem stofnað hafði verið á því ári.
En við þá lausn málsins er ýmislegt
að athuga. Prá 1380 til 1397 eru full 17
ár, og frá 1387—1397 heill áratugur.
Það er óneitanléga óviðfelldið að ár-
setja viðburði 10—17 árum eftir, að þeir
gerðust. Stundum má þó segja, að eitt-
hvað 1 þá átt sé leyfilegt, ef um er að
ræða viðburði eða ástæður, sem hafa
eitthvað fálmkennt eða yfirborðslegt
við sig í fyrstu, eða eru álitnir vera að-
eins til bráðabirgða, — en fá síðar ein-
hverja þá fullmótun, sem verður upp-
haf að sögulegu mikilvægi þeirra og
varanleik.
En tæplega verður það sagt um fund
þann, sem haldinn var í Kalmar árið
1397, að hann hafi haft nokkur slík
áhrif á samband Islands og Danmerkur
eða yfirleitt á samband Norðurlandanna
(Svíþjóð með Finnlandi hafði bætzt í
hópinn árið 1389) undir veldissprota
Danakonungs, er réttlætti, að það ár sé
talið upphafsár þess. Tilefni fundarins
í Kalmar var það, að Margrét drottn-
ing hafði unnið að því, að ungur frændi
hennar, Eiríkur af Pommern, skyldi
verða eftirmaður hennar sem konung-
ur allra Norðurlanda. Smiðshöggið á
það verk vildi hún reka með því að
bjóða stórhöfðingjum Dana, Norð-
manna og Svía að vera viðstaddir
krýningu hans. Fór sú athöfn fram í
Kalmar 1397.
En frumvarp að sambandslögum fyrir
ríkin, sem höfðingjar sömdu þarna, fékk
aldrei lagagildi. Margrét drottning stakk
því blátt áfram undir stól, enda höfðu að-
eins 10 af 17 fundarmönnum sett innsigli
sitt á það. Eiginlega er ekkert það minnis-
vert um Kalmarsfundinn, sem réttlæti, að
samband Norðurlandaríkjanna sé kennt
við hann, hvað þá, að það sé talið hef jast
með honum. Og sízt af öllu er ástxða til
þess í íslandssögu, að gera mikið veður út
af þessum fundi, því enginn Islendingur
var til hans kvaddur og engu breytti hann
um hagi Islendinga til bóta né til hins
verra. Og varla getur krýning Eiríks frá
Pommern talizt svo merkilegur viðburður,
að ártal hennar og jafnvel nafn bæjarins,
þar sem hún fór fram, megi með engu
móti falla í gleymsku. Fimmtán ár liðu,
þangað til hann tók við ríkisstjórn, og
reyndist hann sá vandræðagepill, er frá
leið, að hann var loks rekinn frá ríkjum.
Að þessu öllu athuguðu, virðist árið 1397
ekki þurfa að valda neinum glundroða við-
víkjandi upphafi sambands Islands og
Danmerkur. Og í sjálfu sér er ekki heldur
neitt örðugt að velja um ártölin 1380 og
1387.
Tvær ástæður mæla með árinu 1380,
önnur er í orði kveðnu, en þó mikilvæg frá
miðaldasögulegu sjónarmiði: að Ólafur
Hákonarson er Danakonungur, þegar hann
erfir Island, — hin er raunveruleg — að
Margrét drottning tekur þá í reyndinni við
stjórn landsins, og skiptir það mestu máli
Fæddur 8.
Björn Jónsson.
október 1846 í Djúpadal
Gufudalssveit.
Foreldrar voru: Jón Jónsson bóndi þar og kona hans
Sigríður Jónsdóttir bónda í Látrum, Ólafssonar. Varð
stúdent í Reykjavík 1869. Stofnaði blaðið Isafold 19.
sept. 1874 í Reykjavík og var ritstjóri þess til 1909.
Varð ráðherra 31. marz 1909. D. 24. nóv. 1912 í Reykja-
vík. Þingmaður Strandamanna 1879; þingmaður Barð-
strendinga 1909—1912.
frá nútímasjónarmiði. Með henni hefst sú
langa röð Danakonunga yfir Islandi, sem
lýkur með Kristjáni 10.
Við skiljum í góðu.
Sá viðburður í lífi þjóðar, að hún segir
slitið sambandi við aðra þjóð, sem hún
hefir átt yfir sér um langan aldur, gerist
sjaldan hávaðalaust. Þess munu fleiri
drmi, að slíkum viðburðum séu samfara
átök og æsingar, — og oft styrjaldir.
En hér, — og það með þjóð, sem oft
hefir þurft lítið til að æsa sig upp og hefir
þótt tómlát um flest, sem hún getur ekki
gert sér að æsingamáli, — hefir 564 ára
sambandi við Dani verið slitið svo æsinga-
laust, svo hljóðlega og illindalaust, sem
framast má verða.
Með hliðsjón af þeim baráttuaðferðum,
sem algengt hefir verið, að stjórnmála-
flokkar beittu hér, þegar mikið hefir þótt
við liggja, hefði það ekki þurft að koma
neinum á óvart, þótt tónninn í garð Dana
í ræðu og riti hefði verið í kaldara lagi,
að minnsta kosti síðasta sprettinn fyrir
atkvæðagreiðsluna. Eins og ýmsir áhuga-
manna vorra um opinber m'ál hafa átt það
til að sveigja óþyrmilega að mannorði
þeirra landa sinna, erstaðiðhafaáöndverð-
um meiði við þá um einhver deilumál dags-
ins, — gat það hugsazt, að mörgum fynd-
ist nú réttur tími til að ryf ja upp synda-
registur yfirráða- og sambandsþjóðarinn-
ar til þess að brýna menn til öflugra fylgis
við hin endanlegu sambandsslit.
Sannarlega er enginn hörgull á dæmum
úr sögu þjóðarinnar, sem gátu verið
tilvalin áróðursefni í slíkum tilgangi.
Bessastaðavaldið og verzlunareinok-
unin, — framkvæmd siðaskiptanna,
Stóridómur, erfðahyllingin í Kópavogi,
galdrabrennurnar, — og fjöldi dæma
um harkalega hegðun manna, sem
gegndu hér embættum í náð og umboði
danskra stjórnarvalda, — gat allt kom-
ið í góðar þarfir, ef út á slíka braut
hefði verið lagt.
En ekkert slíkt var gert, svo orð sé
á hafandi. Það var eins og þegjandi
samþykkt, að þessi aðferð væri ekki
samboðin því málefni, sem leiða átti til
lykta. Skáldsaga, sem kom út á síð-
asta ári og bregður upp átakanlegum
myndum af meðferð Dana á Islending-
um, þegar rammast kvað að einveldinu
og áþjáninni, virðist blátt áfram ekki fá
notið sannmælis sem listaverk hjá ekki
allfáum, af því að hún er um þetta efni
og gefin út nokkrum mánuðum áður en
sambandsslitunum var ætlað að fara
fram. Og þátttakan í atkvæðagreiðsl-
unni og úrslit hennar hafa sýnt, að
þjóðin þurfti engin æsandi lyf til þess
að halda sér vakandi í þessu máli. Og
það hafa naumast verið margir, sem
fóru á kjörstað þessa daga brynjaðir
hefndarhug til Dana fyrir fornan viður-
gerning þeirra við Islendinga eða með
hugann fullan af réttlátri reiði ætt-
feðra sinna í garð Biðriks frá Minden,
Kristjáns skrifara, Tómasar Nikulás-
sonar, Þorleifs Kortssonar, Múllers amt-
manns eða Trampe greifa. Hitt má
víst fullyrða, að hjá flestum hafi
heldur verið hreint og beint jákvæðar
hvatir að verki, fyrst og fremst sannfær-
ing þeirra um réttmæti og þörf þessarar
athafnar, byggð á skynsamlegum forsend-
um, en jafnframt sá ylur, sem flestir Is-
lendingar finna um hjartaræturnar, er
þeim verður hugsað til frelsis- og fullveldis-
baráttu genginna kynslóða hin síðustu
hundrað ár.
Sunnlendingar drápu Diðrik frá Mind-
en, Norðlendingar gerðu Kristjáni skrif-
ara sömu skil. Tvö orð, höfð eftir Brynjólfi
biskupi um Tómas Nikulásson fógeta, er
hann spurði lát hans, eru þó ef til vill enn
kröftugri hefnd á þann óhappamann fyrir
þjóðarinnar hönd, en þótt hann hefði
verið myrtur. Biskup taldi drukknun Tóm-