Vikan - 15.06.1944, Page 12
12
VIKAN, nr. 23—24, 1944
borð er fyrir framan einn gluggann. Sögðuð þér
ekki það, læknir?"
Raymond svaraði fyrir mig.
„Jú, gluggann til vinstri.“
,,Og glugginn var opinn?“
„Þeir voru báðir í hálfa gátt.“
„Jæja, ég held það sé tilgangslaust að vera að
spyrja meira núna,“ sagði lögreglufulltrúinn.
Einhver — ég segi fyrst um sinn bara einhver
— hefir getað náð í rýtinginn, hvenær sem hann
hefir viljað, og það skiptir engu máli, hvenær
hann náði honum. Raymond, ég kem með yfir-
lögregluþjóninn i fyrramálið. Ég vil, að Melrose
sjái nákvæmlega allt eins og það er. Ég veit, að
hann er hér í þorpinu núna og ætlar að vera í
nótt . . .“
Lögreglufulltrúinn tók upp skálina með rýt-
tngnum.
„Ég verð að fara gætilega með þetta,“ sagði
hann. Rýtingurinn getur orðið okkur að miklu
gagni á einn eða annan hátt.“
Fáum mínútum siðar, þegar við Raymound
komum út úr knattborðsherberginu, rak hann
upp lágt undrunaróp, glaðlegur á svip.
Raymond lagði höndina á handlegg mér og ég
leit þangað, sem hann horfði. Davis iögreglufull-
trúi virtist vera að taka fingraför Parkers í litla
vasabók.
„Ekki ber á öðru,“ sagði Raymond. „Er Parker
þá grunaður? Eigum við ekki líka að láta lög-
reglufulltrúanum í té fingraför okkar?“
Hann tók tvö spil af borðinu, þurrkaði af þeim
með silkivasaklútnum sínum, rétti mér annað, en
hélt hinu sjálfur. Síðan fékk harin fulltrúanum
þau, spozkur á svip.
„Minningagjafir!" sagði hann. Nr. 1 er læknis-
ins, nr. 2 er mitt. Svo fáið þér eitt á morgun frá
majór Blunt.“
Æskan er léttlynd. Það gat jafnvel ekki til
lengdar dregið skugga yfir hið góða skap Geoff-
rey Raymonds, að vinur hans og atvinnuveit-
andi hafði verið myrtur á hinn hryllilegasta hátt.
Ef til vill er það eins og það á að vera. Ég veit
það ekki. Ég veit bara það, að ég er búinn að
tapa þessum hæfileika fyrir löngu.
Það var orðið mjög framorðið, þegar ég kom
heim, og ég var að vona, að Caroline væri háttuð.
En ég hefði svo sem átt að vita, að það gat ekki
átt sér stað.
Hún hafði kókó tilbúið handa mér, og á meðan
ég drakk rakti hún úr mér allt, sem komið hafði
fyrir um kvöldið. Ég minntist ekki á neina fjár-
kúgun, en lét mér nægja, að gefa henni skýrslu
um morðið sjálft og það, sem því við kom.
„Lögreglan grunar Parker,“ sagði ég, þegar ég
stóð upp og bjóst til að ganga til hvílu. „Það
er margt, sem bendir til þess að hann sé sekur.“
„Parker!“ sagði systir min. „Hvaða vitleysa!
Þessi fulltrúi hlýtur að vera algerður bjáni.
Parker grunaður! Það þýðir ekki að segja mér
svona lagað!“
Eftir þessa ákveðnu yfirlýsingu fórum við að
hátta.
Starf nábúa míns.
Morguninn eftir flýtti ég mér i sjúkravitj-
ununum. Ég afsaka það með því, að um engin
alvarleg veikindatilfelli var að ræða. Þegar ég
kom heim aftur, hitti ég Caroline í fordyrinu.
„Flóra Ackroyd er hérna,“ hvislaði hún og var
mikið niðri fyrir.
„Hvað ?“
Ég reyndi að leyna undrun minni.
„Henni er mjög umhugað um að hitta þig. Hún
er búin að bíða i hálftima."
Caroline gekk á undan mér inn í litlu setu-
stofuna okkar.
Flóra sat á legubekknum við gluggann. Hún
var dökkklædd og néri saman höndum í tauga-
æsingi. Mér brá, þegar ég leit framan í hana.
Hún var náföl. En er hún fór að tala var rödd-
in stillileg og einbeitt.
„Sheppard læknir, ég kem hingað til þess að
biðja yður að hjálpa mér.“
„Auðvitað er hann fús til þess, góða mín,“
sagði Caroline.
Ég held að Flóra hafi ekki kært sig um að
láta Caroline hlusta á okkur. Ég er viss um, að
hún hefði miklu frekar kosið að tala við mig
í einrúmi. En hún mátti ekki eyða timanum til
einskis, svo að hún setti þetta ekki fyrir sig.
„Ég ætla að biðja yður um að koma með mér
til nábúa yðar.“
„Til nábúa okkar?“ endurtók ég undrandi.
„Til þess að tala við litla, skritna manninn ?"
spurði Caroline.
„Já. Þið vitið hver hann er?“
„Við héldum," sagði ég, ,,að hann væri rakari,
sem hefði leitað sér hér hvildar í kyrrðinni."
Flóra horfði undrunaraugum á okkur.
„Hvað segið þið? Það er Hercule Poirot! Þið
hljótið að hafa heyrt hans getið — það er leyni-
lögreglumaðurinn frægi! Það er sagt, að hann
hafi leyst hinar torráðnustu gátur — alveg eins
og beztu leynilögreglumennirnir í sakamálasög-
unum. Það er ekki nema ár síðan hann hætti
störfum og svo kom hann hingað. Frændi minn
vissi, hver hann er, en hann hafði lofað honum
að segja engum það, af því að Poirot vildi vera
hér í kyrrð og næði.“
„Nú er það hann,“ sagði ég dauflega.
„Þér hafið auðvitað heyrt hans getið?“
„Ég er nú bara gamall sérvitringur, eins og
Caroline kallar mig,“ sagði ég, „en samt sem
áður hefi ég nú heyrt hann nefndan."
„Það er furðulegt!" sagði Caroline.
Ég vissi eiginlega ekki við hvað hún átti —
ef til vill var hún óánægð með að hafa ekki
uppgötvað þetta sjálf.
„Þér viljið fara og tala við hann?“ spurði ég
hægt. „Og til hvers?"
„Auðyitað til þess að koma upp um morð-
ingjann," sagði Caroline hvassleg'a. „Vertu nú
ekki svona barnalegur, James!"
Ég var alls ekki neitt barnalegur, Caroline veit
ekki alltaf hvað mér býr í brjósti.
„Þér treystið ekki Davis lögreglufulltrúa," hélt
ég áfram.
„Auðvitað ekki," sagði Caroline. „Það mundi
ég ekki gera heldur.“
Ókunnugur hefði getað haldið, að það væri
frændi Caroline, sem var myrtur
„Og hvernig vitið þér, að hann muni fást til
að taka málið að sér?“ spurði ég. „Þér verðið
að hafa það í huga, að hann er hættur störfum."
„Já, ég veit það,“ sagði Flóra látleysislega. „Ég
ætla að sannfæra hann um það, að hann eigi að
taka málið að sér.“
„Eruð þér vissar um, að þetta sé rétt skref
hjá yður?“ spurði ég alvarlega.
„Auðvitað er það?“ sagði Caroline. „Ég skal
sjálf fara með henni.“
„Ég vil heldur að læknirinn fari með mér, ef
yður er sama, ungfrú Sheppard," sagði Flóra.
Hún vissi, að það var um að gera að vera
ákveðin, þegar þess var þörf. Hún sá, að öll til-
slökun við Caroline var hættuleg.
„Eins og þér sjáið,“ sagði hún og hélt stefnu
sinni áfram og þó með mestu kurteisi, „þá er
heppilegra, að læknirinn fari, af því að hann kom
fyrst að Ackroyd dánum, og hann getur bezt
skýrt Poirot frá öllum atriðum, sem snerta
málið.“
„Já,“ sagði Caroline með tregðu. „Ég skil það.“
Ég gekk um gólf í herberginu.
„Flóra,“ sagði ég alvarlega, „farið að mínum
ráðum. Ég ráðlegg yður að láta þetta ekki í
hendurnar á þessum leynilögreglumanni."
Flóra stökk á fætur. Hún eldroðnaði.
Framhald á bls. 37.
Erla og
unnust-
inn,
Teikning eftir
Geo. McManus.
Oddur: Já, ástin min, ég sýni þér það, þegar þú kemur
næst!
Liðþjálfinn: Hreyfðu þig maður! Stattu ekki þarna eins
og myndastytta!
Erla: Elsku Oddur minn! Hvar hefirðu myndina af mér —
næst hjartanu — þessu trúi ég, vinur!
Liðþjálfinn: Nei! þú átt að grafa skurð að þú mundir finna legubekk og vín í skurðinum?
— það verður æfing i kvöld!
Oddur: Guð mmn góður! Ég er búinn að eyði-
leggja myndma af henni Erlu! Ég þori ekki að láta
hana sjá myndina!
I