Vikan


Vikan - 15.06.1944, Síða 13

Vikan - 15.06.1944, Síða 13
VIKAN, nr. 23—24, 1944 13 b ■ABAimnikOiinniii BwunuuiiHnouiiiMW == SmdLscujCL efitbi. ScmdtoA 'ffjmg.adg, ■ Ucn sumarið dvaldi fjölskyldan á ströndinni og bjó í litlu, kyrrlátu gistihúsi, sem hafði aðeins þrjátíu gestaherbergi. Þau voru að snæða kvöldverð á svöl- unum, sem lágu út að sjónum. Þetta var stjörnubjart, fagurt kvöld. Foreldrarnir borðuðu sína venjulegu rétti, kjöt, steikt á rist, með brúnuðum kartöflum og græn- metismauki, ís og ávexti. Þau drukku ítalskt rauðvín og svart kaffi. Með kaff- inu reykti faðirinn vindil, en móðirin reykti vindling. Tveir reykjarstrókar stigu upp frá þeim og blönduðust ilmandi kvöldloftinu. Fifi fékk hvorki kjöt, vín né svart kaffi. Mikil rækt var lögð við mataræði hennar og uppeldi yfirleitt. Alltaf var annað hvort þeirra að áminna hana: „Sittu upprétt! Talaðu ekki svona hátt! Haltu rétt á gaff 1- inum!“ Fifi hlýddi hinum duttlungasömu kröf- um foreldra sinna með einstakri þolin- mæði. Hún var vel upp alin, grönn og hraustleg stúlka. Hún var aðeins fimmtán ára gömul. Eftir kvöldverð fékk Fifi að leika borð- tennis við aðra stúlku, er var á svipuðu reki, í fordyri gistihússins. Þegar klukkan var tíu, lét móðir henn- ar hana fara að hátta. Barnið var bara ekki vitund syfjað. Hún hefði gjarnan vilj- að fá að leika sér dálítið lengur við vin- stúlku sína. En henni datt ekki í hug að hreyfa ncinum mótmælum. Með bljúgu gcði kyssti hún móður sína og föður sinn og hljóp síðan upp á þriðju hæð og tók þrjú þrcp í einu. Þar voru herbergi þeirra. Hún byrjaði á því að draga upp grammó- fóninn og prófaði nokkrar plötur. Síðan fór hún að hátta. Þegar hún hafði af- klæðst, fór hún í bað. Hún blístraði lag meðan kalt vatnið féll um nakinn líkama hennar. Hún burstaði tennurnar og klæddi sig því næst í hvítu silkináttfötin, sem voru ilmandi síðan hún var í þeim síðast. Hún skreið upp í rúmið og lokaði aug- unum. Nokkrar minningar frá deginum svifu fyrir hugskotssjónum hennar. Brot af venjulegu bæninni hennar, drengsand- lit, nokkrar óreglulegar franskar sagnir, fáein dansspor og hávaðinn, þegar tennis- knötturinn kom í borðið. Þó að hún væri ekki vitund þreytt, sofn- aði hún samt jafn auðveldlega og jasint- an, þegar rökkrið umlykur hana. Meðan þetta gerðist, voru foreldrarnir á leiðinni til Oruornero gistihússins, því að þar átti að verða dansleikur um kvöldið. Maðurinn var í mjúkri silkiskyrtu innan- undir jakkanum. Sterku hornspangargler- augun hans voru í hægrihandar vasanum. Allt í einu nam hann staðar. „Finnurðu lárviðarilminn? Ég fæ mig aldrei fullsaddan af þessum dásamlega ilmi,“ sagði hann við konu sína. Allt var upplýst af marglitum ljósker- um, söngurinn og hljóðfæraslátturinn ómaði og gróðurinn ilmaði. Konan var svo upptekin af sjálfs- hyggju, að hún gleymdi að svara manni sínum, en í stað þess sagði hún: „Ég borð- aði of mikið! Ég verð að dansa, svo að maturinn sjatni í mér.“ Þau komu til Qruornero og settust niður við borð, sem upplýst var af skriðljósum. Þau báðu um kampavín og drukku. Síðan fóru þau að dansa. Áfengið kom þeim í gott skap. Þau fóru að hugsa um það, hvort í sínu lagi, hve VEIZTU — ? : 1. Hvenær voru fau Ingibjörg Einars- : dóttir og Jón forseti Sigurðsson gefin : • . saman í hjónaband og hve gömul voru * * þau þá? • 2. Hvenær er talið, 1) að landnám hafi > byrjað á Islandi og 2) hvenær hafi : landið verið fullnumið ? ; 3. Hvað er gizkað á að fólksfjöldi hafi • verið mikill í lok landnámsaldar ? £ 4. Hvenær er talið að Egill Skallagríms- : son hafi verið fæddur, og hver eru tvö ■ frægustu kvæði hans ? : 5. Hvenær voru lögin fyrst færð í letur? : 5 6. Hvar og hvenær var Ari fróði Þor- ■ gilsson fæddur og hvenær dó hann ? 7. Hvenær var Guðmundur Arason biskup : að Hólum ? ■ 8. Hvenær var Snorri Sturluson veginn? ■ : 9. Hvcnær gengu Islendingar Noregskon- 5 ungi á hönd? ■ 10. Hverjar eru "bækur Snorra Sturlusonar, : sem oftast eru nefndar í sambandi við : hann ? ; 11. Hvenær var Kalmarsambandið stofn- • að ? ■ 12. Hvenær barst Svarti dauði til íslands ? : ; 13. Hvenær var Jón Arason biskup að ■ Hólum ? ' ■ 14. Hvar og hvenær var Árni Magnússon : fæddur og hvenær dó hann? ■ 15. Hvar og hvenær var Skúli Magnússon fæddur og hvenær dó hann. | 16. Hvenær voru Móðuharðindin ? ; 17. Hvenær vár Hið íslenzka bókmennta- 5 félag stofnað? 5 18. Hver voru kjörorð Fjölnismanna ? ; 19. Hverjir voru Fjölnismenn? : 20. Hvenær var Baldvin Einarsson fædd- ur? • 21. Hvenær kom Fjölnir fyrst út? ■ 22. Hvenær kom Alþingi fyrst saman eftir að það var endurreist, og hvað voru þingmenn margir? ■ 23. Hvenær var Þjóðíundúrinn ? I 24. Hvenær var verzlunin gefln frjáls? ; 25. Hvenær fengu Islendlngar stjórnar- : skrá? Sjá svör á bls. 17. : ’___________________________________ : auðvelt mundi vera að komast í smá- ævintýri, ef þau væru sitt í hvoru lagi í svona glaðværum hóp af fólki. Maðurinn var fimmtugur, og það hafði ekki svo mikið sem hvarflað að honum, að ellin væri að nálgast. Svona menn eru til. — Konan var sögð 44 ára á vegabréfinu, og hún var hreint ekki líkleg til þess að láta aldurinn svæfa áhrif og útlit sitt í ótíma. Hún ht- aði hárið, strengdi sig í mittið, og borð- aði aldrei brauð. Siðir hennar höfðu áhrif á Fifi, einkum þannig, að hún klæddi hana of barnslega, til þess að láta hana sýnast yngri. Konan var samt sem áður ekki vond móðir. Hún trúði á barnið sitt. Þegar þau komu heim seint um nóttina frá dansleikn- um, staðnæmdist hún fyrir framan Fifi litlu ,og horfði hrærð á hina fagurlega vöxnu dóttur sína. Hún kallaði á mann sinn: „Komdu hérna, Emil. Líttu á sof- andi barnið. Hún er eins og dís.“ Maðurinn gekk að rúminu. Sál hans var full af föðurlegu stolti. Honum var innan- brjósts eins og sterkum, viðurbitnum fjár- hirði, sem þetta litla, fallega lamb hefir verið falið til umsjár og gæzlu. • Gistihúsið, sem þau bjuggu í, hafði sér- staka fjöru. Þar voru nokkur óhrein tjöld á víð og dreif. Nokkrir merkjastaurar úti í sjónum sýndu, hve langt grunna vatnið náði. Foreldrarnir lágu í sandinum og böðuðu sig í sólskininu og smurðu sig með olíu. Blæjalogn var og fagurt veður, og sjór- inn var spegilsléttur. Allt í einu hrópaði konan: „Guð minn góður! Fifi!“ Maðurinn, sem lá á bakinu, settist upp í ofboði. „Hvað er að?“ Konan benti út á sjóinn. Langt úti, þar sem sjórinn hafði tekið á sig útfjólubláan lit, var unnt að greina lítinn rauðan blett. „Sjáðu hvar hún er! Þetta er hettan hennar. Og ég hefi bannað henni hundrað sinnum að fara út fyrir staurana!“ Faðir hennar varð í fyrstu æfareiður. En svo greip hann stcrkur kvíði. Hann brá hönd fyrir augu og horfði á litla, rauða blettinn smáminnka, er hann f jarlægðist. Móðirin neri hendur sínar. „Emil, farðu á eftir henni! Komdu með hana aftur. Þetta er að gera mig vitlausa." Hvað gat faðirinn gert? Hann þurfti að standa á fætur, taka af sér hornspangar-, gleraugun og vaða út í sjóinn. Hann var fremur góður sundmaður og fyrstu hundrað metrana miðaði honum vel áfram. Þá byrjaði hann að þreytast. Hann synti baksund, hliðarsund og bringusund. Þá tók hann sér andartaks hvíld. En samt fannst honum sem hann væri að örmagn- ast. Nú var hann kominn langt frá strönd- inni. Hann var farið að svíða í augun af saltinu, limir hans voru byrjaðir að dofna, og hjartað barðist ákaft. Það meir en hvarflaði að honum að snúa aftur, en

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.