Vikan - 15.06.1944, Side 16
r
16
VIKAN, nr. 23—24, 1944
nóttlna. Hún gfreip um lága grein, sem slútti fram,
og studdist við hana, á meðan hún leit niður á
vatnið. í huganum fylgdi hún leið hennar í gegn-
um dali, akra og allt að upptökum hennar í f jöll-
unum. Svo renndi hún huganum yfir ævi sina —
eins og hún væri á — austur — austur og norður,
allt að byrjun í hinum þokuhuldu fjöllum x
Country Meaths. Hún var litið barn, sem sat á
öxl föður sins og horfði út í hinn víða heim.
XI. KAFLI.
Forsmáð ást — endurgoldin ást.
Þrem kvöldum síðar leit annar náttfari yfir
fortíð sína. Það var Maurice, sem, þegar hann
ekki gat sofið eða þolað einveruna og aðgerðar-
leysið, tók hest sinn út úr hesthúsinu og þeysti
út á veginn i þeirri von, a3 fá einhverja hvíld og
frið fyrir líkama sinn. En það var sama, hvað
hann þeysti, hugsanirnar voru eins hraðar. Skömm
hans og vonir, sem höfðu brugðist, drógust ekki
aftur úr fjörugum hestinum. Þessi fortíð, sem
hann leit nú yfir náði ekki yfir nema eitt ár —
frá því hann og Elvira höfðu fyrst hitzt í skóg-
inum.
Það var gráturinn í barni hans, sem hafði fælt
hann úr húsinu. Hann hafði séð ljós í herbergi
móður sinnar, og hann vissi, að hún var á fótum
tii þess að stjana við barnið. Hann hataði barnið,
rödd þess, hugsunina um þessa litlu veru, sem
hafði komið á milli hans og Möggu.
Hugsunin um, a3 það væri ávöxtur líkama
hans var honum hryllileg. Hann varð gramur í
hvert skipti, sem hann sá hinn verndandi kær-
leiksglampa í augum foreldra sinna, þegar þau
töluðu um það.
Tunglið var hátt uppi á djúpbláum himninum,
þegar hann fór fram hjá Jalna. Hestur hans var
vanur að snúa inn um hliðið þangað, og hann
varð að halda fast í taumana til þess að fá hann
til þess að fara framhjá. Húsið var nú myrkt og
ógnandi. Átti það fyrir honum að liggja, að koma
þangað aldrei aftur? En villt örvænting greip
hann, hann sneri hestinum við, stökk af baki og
opnaði hliðið. Hann teymdi hestinn yfir gras-
flötinn og að glugga Möggu.
„Magga!" kallaði hann lágt. „Magga!“
Það kom ekkert svar, hann tók handfylli sína
-áf möl ög kastaði í gluggann.
„Magga! Magga!“ kallaði hann örvæntingar-
-fullur.
Hann heyrði einhvem hreyfa sig inni í herberg-
inu. Hún kom út í gluggann, sem var eins og
rammi utan um hana í tunglskininu. Honum hafði
alltaf fundizt Magga falleg, en á þessari stundu
var hún guðdómleg. Það var hræðilegt að hugsa
sér, að hann myndi missa hana. Hún horfði niður
á andlit Maurice, þar sem hann stóð og hélt í
beizlið, fann hún nú meir en áður, hvað aðstaða
hennar var rómantísk og dapurleg. Hún var kraft-
laus af matarskorti. Allt í einu fór um hana alda
af lífi og gleði. Hún vildi ekki hafa það öðruvísi
en hún hafði það hérna. Héðan, úr öruggu skjóli
herbergis síns, gat hún horft niður á iðrun
Maurice.
„Ó, Magga!“ sagði hann. „Þú ættir að vita,
hvað ég fyrirlít mig! Ef þú bara vildir gefa mér
eitt tækifæri enn — ég skal bera þig á höndurn
mér, það sem eftir er ævi minnar! Ó, Mhgga, þú
ert allt of góð til þess að geta verið grimm! Þú
verður að fyrirgefa mér!“
Hún leit niður til hans án þess að mæla orð.
„Góður guð!“ sagði hann. „Ertu gerð úr ís?
Geturðu ekki einu sinni talað við mig?“
Hún sat þögul, gagntekin af sömu undursam-
legu tilfinningunni.
„Ef þú vissir, hva3 ég hefi liðið!" sagði hann.
„Það er mesta mildi a3 ég lifi, þegar ég hugsa
um þá sorg, sem ég hefi valdið pabba og mömmu,
og hva3 ég hefi gert þér — finnst mér lífið vera
eins og dimm gröf. En ef þú bara vilt taka við
mér aftur, þá skal ég vera allt annar ma3ur! Ó,
Magga, taktu mig aftur! Segðu, að þú viljir
fyrirgefa mér!“
Hún hlustaði á allt, sem hann sagði, hlustaði
á hann, þangað til hann stóð aðeins og horfði á
hana, steinþegjandi og hræddur við hana. Svo
sagði hún í rólegum tón, en sem minnti hana á,
þegar hún hafði verið látin lesa upp kvæði í skól-
anum.
„Það er allt búið. Ég get ekki gifzt þér, Mau-
rice. Ég ætla aldrei að giftast."
Hann gat og vildi ekki trúa henni. Hann tók á
öllum kröftum sínum tii síðustu baráttunnar,
gekk að glugganum og sagði að 'nýju:
„Ó, þú ættir bara a5 vita, hvað ég fyrirlít sjálf-
an mig, og hvað ég elska þig!“ Hann reyndi i
mesta ósamhengi að útskýra allt fyrir henni, en
svo strandaði hann alveg og varpaði sér kvein-
andi á jörðina. Hesturinn stóð alveg rólegur hjá
honum og beit gras.
Renny vaknaði Við rödd Maurice og gat ekki
komizt hjá þvi að heyra, hvað hann sagði. Hann
vorkenndi Möggu, en eftir því sem Maurice jós
úr hjarta sínu án þess að geta fengið úr henni
orð, varð Renny óþolinmóður, og þegar hann
heyrði Maurice kvéinka sér, rauk hann upp úr
rúminu.
Hann var óákveðinn eitt andartak. Átti hann
að fara a3 dyrum Möggu og biðja hana um
að sýna miskunnsemi? Nei, þá vekti hann bara
hina. Frændumir og Ágústa sváfu nú annars í
hinum enda hússins; og það var mjög erfitt að
vekja föður hans, þegar hann loksins var sofnað-
ur, og það var vafamál, hvort stjúpa hans mundi
skipta sér af því, sem _hún eflaust vonaði að lyki
með sætt.
Renny stökk berfættur niður stigann og út á
grasflötinn til vinar sins, sem stóð undir glugga
Möggu. Hún horfði upp á tunglið, og þó hún
hafi heyrt hann koma, þá sýndi hún það að
minnsta kosti ekki.
„Þú getur ekki haldið þessu áfram,“ sagði hann
lágt og ákaft. „Að fela þig í herbergi þínu, á
meðan hjarta þitt brestur — þú, verður að herða
þig, Magga! Maurice ætlar að hjálpa þér! Ég
ekal hjálpa ykkur báðum, og þá náum við okkur \
eftir þetta. Elsku Magga! Hugsaðu um öll fallegu
fötin þín og brúðargjafirnar, sem þegar eru farn-
ar að streyma til ykkar! Þú getur ekki haldið
þessu áfrarn!"
Hann vissi, hvernig hann átti að taka hana.
Tárin fóru að streyma niður vanga hennar. En
hún vildi ekki láta undan; hún lokaði glugganum
og hvarf inn í myrkrið.
Nú kom hver á eftir öðrum inn til hennar
til þess að reyna að tala um fyrir henni. Hún
fór að borða ljúffengan matinn, sem henni var
færður, og þetta gaf þeim nýja von. María kom
inn með Eden í brúðarsveinsbúningnum, og þegar
hún sá hann brast hún í grát; en ekkert gat
haft áhrif á ákvörðun hennar. Hún vildi ekki
sjá Maurice framar.
En ólgan var mest í samræðum hennar og
ömmunnar. Aðalheiður missti alla stjórn á sér,
og í fyrsta sinn, — en ekki síðasta — notaði hún
staf sinn sem refsingartæki og gaf sonardóttur
sinni fast högg með honum. Óp Möggu kallaði
Filippus á leiksviðið, og hann ienti í snarpri deilu
við móður sina. Hann vildi ekki láta neyða litlu
dóttur sína til þess a5 ganga í hjónaband, sem
hún hafði andstyggð á. Og það var engin furða,
að Magga gæti ekki sætt sig við brúðguma, sem
var nýbúinn að eignast barn með einni þorps-
stelpunni.
Þessir atburðir höfðu mikil áhrif á Renny. Hug-
ur hans var nú uppfylltur af hugsunum um kynin,
sem hann hafði litið hugsað um áður. Hann var
alinn upp við hesta- og nautgriparækt og meðal
karlmanna, sem töluðu hreinlega um hlutina,
svo að sjúklegar eða kvíðvænlegar hugsanir
höfðu aldrei ásótt hann á uppvaxtarárunum. Sam-
eining kynjanna var eðlileg. Hún var eins og
æsandi, stundum útreiknaður leikur. Þeir Maurice
Framhald á bls. 38.
Erla Ofí
unnust-
inn
Teikning eftir
Geo. McManus.
Erla: Hvað segirðu, elskan ? Ætlarðu að koma mér að óvörum með
eitthvað? Það verður gaman! Þú kemur bráðum? Bless á meðan,
elskan!
Oddur: Ég hefi lengi ætlað mér að láta rispa nafn
Erlu á handlegginn á mér — til þess að sýna henni,
hve heitt ég ann henni!
Oddur: Viljið þér gera svo vel að rispa
nafnið Erla á handlegginn á mér ?
Risparinn: Það tekur ekki langan tíma!
Fáið yður sæti!
Oddur: Þér skuluð ekki halda, að ég þoli ekki
að horfa á þetta — ég vil bara ekki sjá það fyrr
en verkinu er lokið! Mig kitiar svolítið!
Risparinn: Ég er að verða búinn.
Oddur: Guð hjálpi mériÞér hafið sett Ema i
staðinn fyrir Erla!