Vikan


Vikan - 15.06.1944, Side 19

Vikan - 15.06.1944, Side 19
VTKAN, nr. 23—24, 1944 19 Frá. Akureyri. Þessi mynd er af Akureyri, höfuðstað Norðurlands. Fá bæjarstæði hér á landi munu vera fegurri en á Akureyri við spegilsléttan Eyjafjörðinn og fjallahring- inn um hann. Á Akureyri hefir annar menntaskóli landsins aðsetur sitt, og gnæfir hátt yfir allar aðrar byggingar bæjarins. V Margir telja Mývatnssveitina einhverja fegurstu sveit landsins. Þar er fjölbreyttni landslags mikil, skógi vaxin eldhraun og dáfögur fjallasýn. — Þá er fuglalífið ekki síður' fjölbreytt. Á Mývatni og í hinum gullfallegu og gróðursælu hólmum, sem í því eru, er talið vera fjölbreyttara fuglalíf en á nokkrum einum stað öðrum á land- inu. — Myndin hér að ofan er af Dröngiun við Kálfastrandarvoga. Myndin að ofan er úr Slútnesi. Vindbelgjafjall í baksýn Slútnes er einhver fegursti bletturinn í allri Mývatnssveit. Það er eyja, en ekki nes, eins og nafnið bendir til. Gróður er þar með af- brigðum fjölskrúðugur. Taldar hafa verið þar um 70 tegundir plantna. Mest ber á trjágróðri. Þar eru allhá birki- og reynitré, en auk þess mjög hávaxinn gulviðir. Fuglalíf og varp einnig mjöj’- mikið í eyjuimi. i i i i Geysir. Hverir og laugar eru mjög víða hér ú landi eins og allir vita. Fyrsti landnámsmaðurinn, Ingólfur Amarson, kall- aði bæ sinn Reykjavik, eftir laugunum, sem voru þár í nágrenninu. Nú er þar höfuðborg landsins, hituð upp með heitu vatni frá öðru hverasvæði. Hagnýting hvera hér á landi er enn skammt á veg komin, en vonandi verður þess’ekki langt að biða, að hver einasta byggð á landinu, sem hefur nokkurn möguleika til þess, legú sinnar vegna, verði hituð upp með hveravatni. Þannig ættu Islendingar að geta nálgast það að vera sjálfum sér nógir um eldsneyti. — Myndin qýnir Geysi, goshverinn, scm hefir gert landið frægt um víða veröld. Nafn hans hefur orðið að alj- þjóðaorði yfir hveri og heitar laugar

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.