Vikan - 15.06.1944, Page 22
22
VTKAN, nr. 23—24, 1944
Fundnar fornleifar í Reykjavík
Það varð sögulegra en flesta Reyk-
víkinga mun hafa grunað, þegar
Steindór Gunnarsson prentsmiðjueigandi
lét fara að grafa í grunninn undir og hjá
gamla husinu Tjarnargötu nr. 4 í Reykja-
vík fyrir nýju stórhýsi, sem hann ætlar
að fara að reisa þar fyrir prentsmi^ju
sína. Staðurinn var að sönnu merkisstaður,
og húsið, sem nú var rifið, var orðið um
110 ára gamalt. Þar hafði Stefán Gunn-
lögsson buið 1834—37, þegar hann var
Hluti af grunninum í Tjarnargötu 4. Við gröftinn fannst m. a. brot
af cldtöng, fiskhnífur, sjálfskeiðingur og brot af glerstaupi, vað-
steinn, draglóð af skellihurð, kola, bollasteinar, lýsisteinn, brýni,
snældusnúður úr steini o. fl.
sýslumaður, þar dó Einar snikkari Helga-
son fyrir réttum 100 árum, og hafði þá
átt húsið og búið í því í 3 ár; þar ólzt
Helgi, sonur hans, upp, sem varð hér síðar
barnaskólastjóri og þjóðkunnur maður, og
bjó móðir hans, madama Margrét, í hús-
inu til dauðadags, 1856. Þá var það kallað
Helgesenshús. Er þetta eftir frásögn Jóns
byskups Helgasonar í riti hans um Reykja-
vík 14 vetra. Enn síðar bjuggu í þessu húsi
ýmsir aðrir merkir menn og konur, skamm-
an tíma hver. Þótti húsið lengi snotur bú-
staður, enda var þá vel um það gengið
jafnan. Hér eru nú ekki við höndina hús-
vitjanabxkur prestanna, nema frá tíma-
bilinu 1868—89, um 20 ár. Á árunum 1869
—76 bjó þar frú Anna Tærgesen, ekkja
P. R. Tærgesens kaupmanns, með börnum
þeirra, og 1877—78 frk. Christiane Thom-
sen, er lengi hafði verið hjá þeim. Árin
1879—80 bjó þar Edv. Siemsen, fyrrv.
kaupmaður, og næsta ár ekkja hans, frú
Sigríður Siemsen, cn 1882 tengdasonur
hennar, Sveinn kaupmaður Guðmundsson
frá Búðum, með fjölskyldu sinni. Árið
1884 bió frú Ragnheiður Christjánsson, -
ekkja Kristjáns amtmanns, í þessu húsi,
og 1886 séra Stcfán Thorarenscn, en 1887
—88 frú Kristíana Jónassen, ekkja Jónas-
ar E. Jónassens verzlunarstióra. Og árið
1889 bjó þar ekkjan Solveig Guðlaugs-
dóttir, og voru hjá henni móðir hennar,
Eftir
Matthías
Dórðarson
pjóðminjavörð
háöldruð, og fósturdóttir,
Stefanía Guðmundsdóttir,
þá 13 ára.
En stað-
urinn átti
sér langa
sögu áður
en þetta
iitla timb-'
urhús var
reist, því
að á þess-
um sama stað hafði þegar
skömmu eftir miðja 18.
öld verið reist eitt af hús-
um iðnaðarstofnananna,
sem Skúli landfógeti Magn-
ússon gekkst fyrir, að
komið yrði á fót hér, og
jörðin Reykjavík hafði
verið gefin í ársbyrjun
1752. Það hús var reist
handa beyki stofnananna,
var hlaðið úr torfi og
grjóti, svo sem flest hús þeirra, dálítill
torfbær, og var þar bústaður og vinnu-
stofa beykisins. Þegar hús stofnananna
voru seld, keypti dönsk kona, madama
Christine Bruun, ekkja
Sigvardts Bruuns fanga-
varðar, bæinn, árið 1791,
og fékk hann þá nafnið
Brúnsbær. Nokkru eftir
aldamótin varð hann aft-
ur aðsetursstaður beykis;
bjó þar .þá sænskur beyk-
ir, er hét Pcter Malm-
quist, og kona hans sem
var hér Ijósmóðir. Þegar
Jörgen Jörgensen kom
hingað í fyrra skiptið, í
ársbyrjun 1809, sem túlk-
ur James Savignacs verzl-
unarstjóra, fengu þeir inni
hjá Malmquist, og átti
Jörgen Jörgensen þar
heima, unz hann fór utan
aftur í marz sama ár. Kom
Malmquist mikið við
stjórnarbylting Jörgcn-
sens, er hann stóð fyrir,
þegar hann kom hingað
aftur um sumarið, svo
sem kunnugt er af sögu
hans. Malmquist fór utan
1812 og kom ekki aftur, en
Gamla húsið, Tjarnargata nr. 4, sem sést hér á myndinni, átti sér
langa sögu, er f:að var rifið, pegar farið var að grafa fyrir grunni
stórhýsisins, sem Steindórsprent ætlar að reisa í sumar á lóðinni.
Húsið var um 110 ára gamalt og par höfðu búið margir nafnkennd-
ir Reykvíkingar, eins og t. d. Einar snikkari Helgason og sonur
hans Helgi barnaskólastjóri. -— Áður var á þessum sama stað eitt
af húsum iðnaðarstofnana Skúla Magnússonar.
Brúnebær mun hafa staðið um 20 ár eftir
það, og þó varla án mikilla endurbóta, eða
jafnvel endurbygginga að einhverju lcyti.
— Við grunngröftinn nú kom fram mikið
að hleðslusteinum, sem scnnilega eru úr
honum, grjóti ofan úr holtum og neðan
úr f jöru, en ekki sýndu neinar veggjaleif-
ar eða annað, að verið hefði á síðari tím-
um neitt hús nákvæmlega á þessum sama
stað, sem Brúnsbær mun hafa staðið á,
en í vesturhorninu í grunninum komu fram
allmiklar grjóthleðslur 1—2 m. í jörðu.
Hleðslugrjótið, sem ætla má, að verið hafi
úr Brúnsbæ, var að sönnu einnig um 1—
IV2 m. í jörðu nú, en það kom í Ijós við
gröftinn, að þykkt lag af mold, ösku o. fl.
Framhald á bls. 28.
Eldstó (neðarlega á miðri myndinni) sem fannst, þegar grafið var
fyrir grunninum í Tjarnargötu 4. Var botn hennar 111 cm. neðar
en Austurstræti, sem er i sömu hæð og yfirborð sjávar í höfninni
um stórstraumsflóð. Var stóin grafin ofan í malarlag, ferhyrnd, um
39X46 cm. að stærð að innan og 36 cm. að dýpt, sett saman af
4 hellum og með hellu í botni.