Vikan - 15.06.1944, Síða 28
VIKAN, nr. 23—24, 1944
28
FIJNDNAR FORNLEIFAR
1 REYKJAVÍK.
Framhald af bls. 22.
hafði hlaðizt ofan á óhreifða jörð á öllu
svæðinu, ofaná lag það af fremur smá-
gerðri sjávarmöl, er grafið var niður á og
nokkuð niður í. Mun það malarleg vera um
allan miðbæinn, milli hafnarinnar og Tjarn-
arinnar.
Nokkrir fremur gamlir gripir fundust
við uppgröftinn ofarlega í jörðu, sennilega
frá síðustu öld, brot af eldtöng, fiskhnifur,
sjálfskeiðungur og brot af 2 glerstaupum.
Miklu neðar, um 1*4—2 m. í jörðu, fund-
ust eldri munir úr steini, vaðsteinn, drag-
lóð af skellihurð, að því er virðist, kola,
telgd til úr smágerðu móbergi eða sand-
steini og lítil hein með gröfnu hnappmóti
á öðrum enda, en ekki eydd af brýnslu.
Nokkru neðar fannst bollsteinn norðarlega
í grunninum; hafði bollinn verið gerður
fyrir ljósmeti, en að öðru leyti var steinninn
alveg óunninn af mannahöndum. Annar
bollasteinn fannst á nær sama stað, en
allniiklu neðar í jörðu; hann er lábarin,
þykk hella, um 30 cm. að þverm., með
víðri og grunnri skál annars vegar, og
munu báðir þessir bollasteinar hafa verið
lýsisteinar, eins konar ljósáhöld (lampar).
Enn dýpra, alveg niður við malarlagið, og
suðaustarlega í grunninum miðjum, fannst
lítill, flatkúlumyndaður lýsisteinn með
gróp kringum bollann og járnblað af páli
eða grefi með fornri gerð, sams konar og
2 önnur, sem fundizt hafa áður hér á landi,
annað við rannsóknina á Bólstað, bæjar-
rústum Arnkels goða. Ámóta neðarlega
fannst vaðsteinn, hnöttóttur og nokkuð
ílangur. Nálægt suðurhorninu í grunnín-
um var allmikið af hleðslugrjóti djúpt í
jörðu, og virðist þar hafa verið hlaðinn
veggur, nær því niðri við malarlagið. Þar
fundust, mismunandi djúpt í jörðu, nokkr-
ir munir úr steini, 3 vaðsteinar, brýni, forn-
legur lýsisteinn, sem er mjög litill og flat-
kúlumyndaður, og snældusnúður úr steini,
allstór, um 9 cm. að þverm., og neðst kom
í ljós eldstó, grafin ofan í malarlagið, lag-
lega ferhyrnd, um 39x46 cm. að stærð
að innan og 36 cm. að dýpt, sett saman
af 4 hellum og með hellum í botni. Hefir
hún sennilega verið gerð af því að þar hef-
ir þá verið hús, sem eldstæði hefir verið í,
líklega seyðir með fornri gerð. Hafa sams
konar eldstór og þessi fundizt í fornum
bæjarrústum hér áður, bæði í Þjórsárdal
og víðar. Munu þær hafa verið, gerðar
og notaðar til að fela í þeim eld, einkum
að næturlagi. Ekki varð vart við veggja-
leifar nærri þessari stó, nema þá helzt að
sunnanverðu, en þær eða grjótið úr þeim
kann að hafa verið tekið algjörlega upp
annars staðar þegar í fornöld, er það hús,
sem hér virðist hafa verið, hefir verið rifið
til grunna. Það kann einnig að hafa verið
úr timbri að einhverju eða öllu leyti. Bæj-
arverkfræðingurinn, Bolli Thoroddsen, lét
mæla, hve djúpt í jörðu þessi eldstó var,
og reyndist hún, botn hennar, að vera 111
cm. neðar en t. a. m. Austurstræti milli
gangstétta, en það er í sömu hæð og yfir-
borð sjávar í höfninni um stórstraums-
flóð. Bendir þetta á, að mikið landsig hafi
orðið hér síðan þessi eldstó var gerð, en
hún virðist munu vera frá landnámstíð
eða söguöld vorri. Enda er fleira hér á
Seltjarnarnesi og umhverfis það, sem
einnig bendir á allmikið landsig hér um
slóðir, svo sem sýnt hefir verið fram á áður.
Norðanvið stóna varð vart við gólfskán
og nokkrar flatar hellur, er að líkindum
hafa verið gólfhellur.
I vesturbarminum varð fyrir mjög stór
hella neðst. Er hún var tekin upp, kom í
ljós undir henni allmikil þró eða gryfja,
sem gerð hafði verið þar ofan í malar-
lagið. Varð vart við skolpræsi í mölinni að
þrónni, og virtist það hafa verið út frá
húsinu, sem eldstóin hefir verið í.
I norðurhorninu var malarlagið djúpt í
jörðu, um 2% m. frá yfirborði, svæðinu,
sem þar var milli húsa. Hafði jarðvegur
hækkað þar mest af sorpi og ösku. Um (4
m. ofan við malarlagið var þar á allmiklu
svæði um Yí m. þykkt, mjög dökkleitt,
fornt sorplag. Var mikið í því af matbein-
um og slíku; fundust þar kjálkar af gelti
með miklum vígtönnum og yfirleitt eldra
svip en er á þeirri tegund svína, sem er nú
hér og í nálægum löndum. Hafa slíkar víg-
tennur úr göltum fundizt hér áður, m. a.
undir Hánni á Heimaey í Vestmannaeyj-
um. Nokkur bein úr geirfugli fundust
einnig í þessu sorplagi, enda hefir geirfugl
vafalaust verið veiddur mjög til matar
fyrr á tímum, er hann var hér að líkind-
um víða, en hann varð, að því er menn
vita bezt og alkunnugt er, aldauður fyrir
100 árum. — Sorplag þetta er svo djúpt í
jörðu, niðri við óhreifða jörð, að því er
virðist; að ætla má, að það stafi frá forn-
öld. Hinn gamli Reykjavíkur-bær stóð 30—
40 m. norðar, vestan við Aðalstræti. Er
ekki óliklegt, að um nokkurn tíma hafi
sorpi frá bænum verið fleygt á þessar
slóðir.
Vélsmidjan KLETTUR i 111)40 -
Vesturgötu 22—24. Sími 9139. raftœkjaverzlun
IIAFN ARFIRÐI Strandgötu 9. Símar 9250 og 9299. HAFNARFIRÐI
Framkvæmum allsltonar: SELUR:
JÁRNSMÍÐI — VÉLSMÍÐI. Ljósakrónur,
LOGSUÐU — RAFSUÐU. Borðlampa og önnur raftæki.
Önnumst niðursetningu véla, smíðum botn- ANNAST :
vörpuspil og allt tilheyrandi botnvörpu á Raflagnir í hús og skip,
báta. ásamt viðgerðum á alls- ltonar raftækjum.