Vikan - 15.06.1944, Blaðsíða 30
30
VIKAN, nr. 23—24, 1944
Fegurð, afl
og framtak.
Gullfoss.
I gljúfrunum ofan til í Hvítá/ er einhver fegursti
og glæsilegasti foss landsins, Gullfoss.
Varla er hægt að hugsa sér fegurri sýn en að
koma að Gullfossi í sólskini og líta úðann stiga
upp úr gljúfrunum í öllum regnbogans litum. Þessi
mynd er tekin neðan úr gljúfrunum og sjást báðir
fossamir og úðinn upp af þeim.
Að húsabaki á Akureyri.
Akureyringar hafa mikið gert að því að prýða bæ sinn trjá-
gróðri. Er gaman að ganga þar um skrúðgarðana í góðu veðri og
anda að sér hinum dásamlega skógarilmi.
Aflstöðin við Ljósafoss.
Virkjun vatnsfalia hef-
ir á undanfömum áram
verið eitt mesta áhuga-
mál Islend'.nga, og mikið
hefir verið framkvæmt
á því sviði. Eitt stærsta
sporið, sem stigið hefir
verið hingað til, er virkj-
un Ljósafoss í Sogi. —
Ljósafossvirkjunin sér
Reykvíkingum og Hafn-
firðingum fyrir raforku.
Mynd'n sýnir stíflugarð-
inn o'K vélahúsin við
Ljósafoss.
Fast þeir sóttu sjóinn —.
Bátaútvegurinn hefir alltaf verið þýðingarmikil grein í atvinnulífi
voru. Mikill hluti þjóðarinnar á aíkomu sína undir því, að vel veiðist
og fast sé sóttur sjór úr hinum fjölmörgu verstöðvum. — Myndin
sýnir vélbáta frá Keflavík.
hilskipafloti Reykjavíkur um aldamótin.