Vikan - 15.06.1944, Qupperneq 32
32
VTKAN, nr. 23—24, 1944
Pósturinn J7
Kæra Vika!
Viltu nú hjálpa mér. Mig langar
svo til þess að verða „Ladylike".
Hvemig væri a5 þú sendir mér pistil
um það, svona það algengasta.
„Ladylike“.
Svar: Það er mjög mikill misskiln-
ingur hjá þér, ef þú álitur að hægt
sé a5 verða það sem kallaS er „lady-
like“, þa5 er að mestu leyti áskap-
a3ur eiginleiki, eða hlotnast af góðu
og heilbrigðu uppeldi. Þokki og falleg
framkoma er það sem felst í orðinu
„ladylike“.
|
Kæra Vika min!
Cg þakka þér fyrir allan þann
fróðleik og skemmtun sem þú hefir
veitt mér, og langar nú til að biðja
þig að leysa úr þessum spumingum
fyrir mig eins fljótt og mögulegt er.
Mig langar til að verða loftskeyta-
maður, en veit ekki hvort ég get^að.
Spumingamar eru þessar: 1. Getur
maður með alþýðuskólamenntun
fengið inntöku i loftskeytaskólann ?
2. Er nokkuð aldurstakmark ? (ég er
20 ára). 3. Er skólinn orðinn full-
skipaður fyrir komandi vetur ? —
4. Hverjum á að senda inntökubeiðni
um skólavist? Siggi.
Svör: Loftskeytaskólinn er ekki
reglulegur skóli, heldur aðeins nám-
skeið, sem haldin eru á 3ja til 5 ára
fresti. Skilyrði fyrir upptöku eru
þessi: 1. Gagnfræðapróf er áskilið.
2. Aldurstakmarkið er 17 ára. 3. Sam-
kvæmt upplýsingum, sem blaðið fékk
hjá forráðamönnum skólans, eru litl-
ar líkur til þess, að námskeið verði
verði haldið á komandi vetri; annars
er ekki fullskipað á næsta námskeið.
4. Inntökubeiðnir skal senda Póst-
og Simamálastjóminni, Keykjavík.
Kæra Vika!
Cg hefi tekið eftir þvi hversu greið-
lega þú svarar öllum spumingum,
sem fyrir þig eru lagðar, iangar mig
því a5 biðja þig um nokkrar upp-
lýsingar. Er nokkur kostur á að kom-
ast á flugskóla erlcndis meðan á
stríðinu stendur, ef svo væri hva5
mundi það kosta mikið. Þarf próf í
elnhverri sérgrein, er nokkuð aldurs-
takmark, og á hvaða hátt er auð-
veldast að koma sér í samband við
slíkan skóla.
Vinsamlegast.
Kik.
Svar: Blaðið snéri sér til Agnars
E. Kofoed-Hansen, lögreglustjóra,
scm jafnframt er flugmálaráðunaut-
ur ríkisins, og lét hann góðfúslega í
té eftirfarandi upplýsingar:
Islendlngar hafa á undanfömum
mánuðum farið til flugnáms í Banda-
rikjum Norður-Ameríku og Canada.
Á þessum slóðum hafa verið mennt-
aðir 5 ísl. flugmenn frá stríðsbyrjun.
Kostnaður 12—20 þúsund krónur.
Aldur frá 19—20 ára og framundir
þritugt. Gagnfræðapróf eða tilsvar-
andi menntun æskileg. Skólar, sem
vitað er með vissu, a5 eru opnir:
1 Canada: Jóhannessons Flying Ser-
vice, Winnipeg, Canada. 1 U. S. A.:
Spartan School of Aeronauties, Tulsa,
Oklahoma o. fl.
Kæra Vika!
Þú getur víst ekki sagt mér hvem-
ig ég á að losna við bólurnar, sem
koma alltaf á andlitið á mér ? Ég
yrði þér ákaflega þakklátur, ef þú
leystir úr þessu fyrir mig.
Strákur.
Svar: Fyrsta skilyrðið til þess að
þú losnir við bólurnar, strákur minn,
er, að þú sért ekkert að koma við þær
sjálfur. Leitaðu læknis, og hann mun
annaðhvort láta þig hafa eitthvað
ágætt smyrsl til a5 bera á bólurnar,
eða hann vísar þér til sérfræðings,
sem hefir einhver ráð með að ná af
þér bólunum. Annars skaltu ekki
örvænta, þvi að þessar bólur eldast
sennilega af þér, nema þær séu þvi
illkynjaðri. En úr því getur læknirinn
skorið.
Vika min!
Vilt þú gjöra svo vel og segja mér
hvar ég get fengið keypta bók, sem
heitir: „Drottningin í Algeirsborg og
önnur kvæði.“ Byrjunin á bókinni er
svona:
Æ, þungt er að liggja hér lengi veik,
og líta nú dauðann nær.
Og horfa á hann Hamlet gráta
er um háls minn hann örmum slær.
Með fyrirfram þökk við spurningu
minni.
„Ein sem hefir yndi af ljóðum."
Svar: Þessi bók er nú ófáanleg,
nema ef vera kynni hjá fombóka-
sölum.
Kæra Vika!
Getur þú gefið mér upplýsingar
um eftirfarandi: 1. Er kennslubók í
esperanto fáanleg hér á landi nú sem
stendur? 2. Hvað tekur langan tíma
a5 læra dýralæknisfræði ? (Og ef þið
gætuð með góðu móti gefið mér ein-
hverjar nánari upplýsingar þar að
lútandi). Kær kveðja. Kári.
Svar: 1. Kennslubók í Esperanto
eftir Þórberg Þórðarson er til í 4
heftum og mun fást í flestum bóka-
verzlunum. 2. Eftir þeim upplýsing-
um, sem við höfum getað aflað okk-
ur um þetta mál, horfir þannig við:
1 Danmörku og Þýzkalandi er dýra-
læknisnám um fimm og hálft ár.
Stúdsntsmcnntun er skilyrði fyrir
inntöku í dýralæknaskóla. Náminu
er ákaflega likt hagað og í hinni
venjulegu læknisfræði, skiptist í
fyrri og siðari hluta. í fyrri hlutan-
um eru yfirleitt sömu greinar og í
læknisfræði, þ. e. efnafræði, líffæra-
fræði, lifeðlisfræði og líffræði. Auk
þess bætist við jurtafræði. Verklega
náminu er aðallega hagað eins og hér
segir: Jafnframt og eftir bóklega
námið stunda stúdentar verklegt nám
á spitölum. Skiptist það aðallega í
tvennt, smádýralækningar og athug-
anir og stórgripalækningar og athug-
anir á burðarstofnunum og rann-
sóknarstofum. — 1 siðari hlutanum
kemur ýmislegt sérnám, lyfjafræði
o. fl. Um námsskilyrði í Eandaríkj-
unum höfum við. ekki getað aflað
okkur neinna tæmandi upplýsinga, en
þau munu vera ákaflega svipuð og
á Norðurlöndum og í Þýzkalandi. —
Bezti skólinn var álitinn vera í
Hannover í Norður-Þýzkalandi, cn
ágætir skólar munu einnig vera bæði
í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi. Við
háskólann í Os!o var einnig að rísa
upp dýralæknadeild fyrir stríð.
IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII1III1IIII1IIIIIIIIIIIIIIIII1II1IIIIIII11III1IIIII1IIIIIIIIII1IIII1IIIIIII11I1IIIII*|
■
■ ■
■ ■
■ B
■ ■
■ ■
■ ■
■ ■
■ ■
■ ■
■ ■
■ ■
! Bernh. Petersen
■ ■
■
■
■
REYKJAVllX
m * ■
• *
Símmiefm: Beurlíiardlo. [
■
■
Síinar 1570 (tvær línur).
KATUPIR:
S>
■
■
Allar teguedir af Lýsi,
■
Harðfiski og hrognum.
■
■
Sömule'ðis tómar tunnur.
f
«
■'
■
B'
■-
■
/ ■•
■ '
, ■
SELUR:
■
• :
Kol og salt, i
:
Eikarföt, {
B'
■ '
Stáltunnur og Síldartunnur.
»
■'
■•
■
■■
■>
/ ■
■>
■'
■
■
»
■
■
imiHiimuiiimnitiiMmmuiiimmiinmMimimtmimimiiiimiitimnmuiiuimú
Utvarpsauglýsingar
berast með hraða
rafmagnsins og
mœtti hins I fandi
orðs t>l sífjölgandi
hlustenda um land
allt.
Ríkisútvarpið.